• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Fljótlegt bakkelsi

Gamaldags eplaskífur

mars 17, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1561Við fjölskyldan áttum svo sannarlega skemmtilegan dag þennan sunnudaginn. Deginum eyddum við að hluta til upp í Bláfjöllum þar sem 4 ára einkasonurinn renndi sér á skíðum í fyrsta skiptið. Hann er að sjálfsögðu upprennandi skíðasnillingur. En grínlaust þá lá þetta mjög vel fyrir honum og honum bæði tókst að renna sér nokkrar heilar ferðir einn án þess að detta sem og að fara einn á ”töfrateppið” án þess að detta. Nokkuð gott myndi ég halda. Hann hefur vonandi fengið skíðagenin úr föðurættinni því ekki hefur undirrituð verið þekkt fyrir að vera mikil skíðadrottning þrátt fyrir að redda sér fyrir horn í sæmilega aflíðandi brekkum.

IMG_1588Það lá því ekkert annað fyrir þegar heim var komið með kaldar og rjóðar kinnar en að baka eitthvað huggulegt með kaffinu. Mamma lánaði mér fyrir helgi forláta og fallega eplaskífu pönnu sem elskuleg móðuramma mín heitin keypti í einni af sínum frægu Svíþjóðarferðum sennilega fyrir um 35 árum. Mamma bakaði stundum eplaskífur þegar ég var lítil og ég hef alltaf verið jafn heilluð af þessum fallega grip, sem og litlu kúlulaga dásamlegu bollunum sem hún gefur af sér. Ég er handviss um að ef það væri hægt að borða ský, svona góðviðris bólstra, væru þau eins og nýbakaðar eplaskífur. Fislétt og myndu bráðna í munni. Þetta eru eins og litlir skýjahnoðrar svei mér þá. Ég get í augnablikinu ekki ímyndað mér jafn einfalt og huggulegt sunnudagsbakkelsi. Maður gæti næstum byrjað að tala dönsku á sunnudögum út af þessu.

IMG_1584Talandi um dönsku þá lét mamma fylgja pönnunni úrklippta uppskrift úr gömlu dönsku blaði af ekta ”gammeldas æbleskiver”. Ég notaði uppskriftina til hliðsjónar bætti einu eggi við og smá vanillu og útkoman varð frábær. Nafnið eplaskífur held ég að sé bara til komið vegna þess að bollurnar eru eins og epli í laginu. Í sumum gömlum uppskriftum er hins vegar notast við litla eplabita sem fyllingu í bollurnar, sem ég og gerði. Einnig væri hægt að setja rúsínur inn í þær eða sleppa alveg fyllingu. Þetta fer jú allt eftir smekk. Reddið ykkur nú eplaskífupönnu og búið til þetta góðgæti til fyrsta tækifæri.

IMG_1571Gamaldags eplaskífur (ca. 30 skífur):

  • 4 egg
  • 5 dl ab mjólk eða súrmjólk
  • 1 tsk vanilluextract
  • Rifinn börkur af hálfri sítrónu
  • 2 msk flórsykur
  • 300 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 epli skorið í mjög smáa teninga

Page_1Aðferð: Hrærið saman egg, ab mjólk, vanillu, sítrónubörk og flórsykur. Hrærið hveitið, matarsódann og saltið saman í annarri skál. Hellið eggjablöndunni svo út í hveitið og hrærið þessu vel saman með písk. Áferðin á deiginu á að vera svipuð eins og á lummu-eða vöffludeigi. Leyfið deiginu að jafna sig í ca 15 mínútur áður en bakað er úr því. Hitið eplaskífupönnuna á meðal-háum hita og setjið örlítið smjör (1/4 tsk) í hvert hólf á pönnunni. Þegar smjörið er farið að krauma hellið þá deiginu í hvert hólf. Ekki fylla hólfin alveg því diegið lyftir sér aðeins. Stráið nokkrum litlum eplabitum yfir deigið ef þið viljið.

IMG_1574Þegar loftbólur byrja að myndast á deiginu og kantarnir orðnir stífir snúið þá bollunni við með gaffli svo hún eldist hinum megin og kúla myndist. Æfingin skapar meistarann í þessu. Endurtakið svo þar til allt deigið er búið. Mér fannst ekki þurfa að setja smjör í hvert skipti áður ens ég hellt deigi í formin, ég setti kannski í annað hvert skipti. Dustið flórsykri yfir eplaskífurnar og berið þær fram volgar.IMG_1592

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfalt að baka, Eplaskífu uppskrift, Eplaskífur, Epplaskífur uppskrift, Fljótlegt bakkelsi, Gamaldags eplaskífur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme