• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Fljótlegur matur

Fylltar ofnbakaðar tortillarúllur

júní 20, 2013 by helenagunnarsd 9 Comments

min_IMG_2901Svei mér þá ef sumarið er ekki bara komið. Ég ætla að leyfa mér að segja það. Sonur minn spyr mig nánast daglega hvenær sumarið komi og skilur illa útskýringar mínar um að stundum rigni á sumrin. ”Getum við þá ekki farið í útilegu?”.. Fyrir honum er sumarið sól, ís á palli, stuttbuxur, gras, grillaðar pylsur og frisbídiskur. Ég sit allavega úti á palli í þessum skrifuðu orðum í smá hádegishléi frá lestri fræðibóka og almennum lokaritgerðarhugleiðingum, sólin skín í heiði og það er pottur á pallinum. Mig langar að deila með ykkur mikilli uppáhaldsuppskrift sem er í senn einföld og sérstaklega góð. Þessar rúllur hafa fylgt mér lengi og þróast aðeins með árunum þó að vissulega séu nú engin geimvísindi á bakvið þær. Mér þykir þetta upplagður föstudags- eða laugardagsmatur þegar alla langar í eitthvað gott að borða og vilja gera vel við sig án mikillar fyrirhafnar.

min_IMG_2908Fylltar ofnbakaðar tortillarúllur (fyrir 4):

  • 500-600 gr hreint ungnautahakk (einn góður bakki)
  • 1 krukka salsa sósa (ég nota milda)
  • 1-2 dl vatn
  • Krydd t.d reykt paprika, cumin, hvítlauksduft og Krydd lífsins
  • Ferskt kóríander (má sleppa)
  • 1 dós 18% sýrður rjómi
  • 1 lítil dós hreinn rjómaostur
  • 6 heilhveiti tortilla kökur (minni gerðin)
  • 1 poki rifinn ostur (t.d pizzaostur)
  • 1 box piccolo tómatar skornir í fernt
  • 5 vorlaukar saxaðir smátt
  • 1 rauð paprika smátt söxuð
  • 2 avocado skorin í sneiðar

Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Byrjið á að saxa niður grænmetið. min_IMG_2879Steikið kjötið svo vel og kryddið það eftir smekk.min_IMG_2868Þegar kjötið er brúnað hellið salsasósunni yfir ásamt vatni og leyfið þessu að sjóða í ca. 5 mínútur. min_IMG_2875Takið þá af hitanum og bætið smá söxuðu kóríander saman við. min_IMG_2884Leggið tortillaköku fyrir framan ykkur. Smyrjið á hana 1 msk af rjómaosti. min_IMG_2886Setjið því næst 1/6 af hakkinu ofaná ásamt ca. matskeið af rifnum osti. min_IMG_2888Rúllið kökunni upp og leggið í eldfast mót.min_IMG_2890Endurtakið þar til allar kökurnar eru fylltar. min_IMG_2894Setjið sýrðan rjóma hér og þar yfir kökurnar.min_IMG_2895 Stráið því næst söxuðu grænmetinu yfir og restinni af rifna ostinum. min_IMG_2896Bakið við 200 gráður í 15 mínútur. Berið fram með avocadosneiðum og brosi á vör 🙂min_IMG_2915

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur matur, Fljótlegur matur, Fylltar tortillur, Hakkréttir, Mexíkóskt lasagna, Mexíkóskur matur, Piccolo tómatar, Tortilla uppskrift, Tortillur

Blómkálssúpa með sýrðum rjóma og lauk

apríl 28, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_2187Syni mínum þykir blómkálssúpa hinn mesti hátíðarmatur og hoppar hæð sína af gleði í hvert sinn sem ég verð að ósk hans og elda þann góða rétt. Það sem mér þykir þó sennilega mesta syndin varðandi alla þessa blómkálsaðdáun barnsins er að honum þóttu hefðbundnar hveitiuppbakaðar saltstappaðar blómakálspakkasúpur alveg dásamlegar. En það þótti móður hans ekki, verandi þó talsverður blómkálssúpuaðdáandi sjálf. Það er nefnilega svo einfalt, gott og ódýrt að útbúa sjálfur dáfínar súpur frá grunni. Ég þarf svo varla að sannfæra ykkur um hvað útkoman verður margfalt betri. Sá stutti drakk allavega , já drakk, súpuna úr skálinni þar til hann gat ekki meira og var eitt stórt alsælt blómkálsbros á eftir.

Með því að rista blómkálið í pottinum áður en vökvanum er bætt út í kemur smá hnetukeimur af því og súpan fer á aðeins hærra plan en gamla pakkasúpan. Sýrði rjóminn og laukurinn gefa svo þessari súpu alveg einstaklega gott bragð sem smellpassar við blómkálið og gerir súpuna svolítið sparilega.

min_IMG_2182Ristuð blómkálssúpa með sýrðum rjóma og lauk (fyrir 4-5):

  • 1 stór eða 2 litlir skallottulaukar, smátt saxaðir
  • 2 msk smjör
  • 1 stórt blómkálshöfuð, gróft skorið
  • 1 l vatn (má vera aðeins meira, þá verður súpan örlítið þynnri)
  • 2-3 tsk góður grænmetiskraftur (eða 2 góðir teningar)
  • 1 peli rjómi
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 3 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Salt og pipar

Page_1Bræðið smjörið í potti við meðalhita og steikið laukinn þar til hann mýkist. Bætið blómkálinu þá út í og hækkið hitann. Steikið þar til blómkálið hefur aðeins brúnast. Bætið þá vatni, rjóma og grænmetiskraftinum út í. Látið suðuna koma upp og leyfið að malla í um 10 mínútur eða þar til blómkálið hefur mýkst. Bætið þá vorlauknum út í og maukið súpuna með töfrasprota. Smakkið til með salt og pipar.Page_2Ef ykkur finnst hún of þykk má þynna hana með smá vatni ef of þunn þá má þykkja hana  með smá maizena mjöli. Þetta fer nú allt eftir smekk. Hrærið sýrða rjómanum út í súpuna í pottinum með písk og berið hana fram með söxuðum vorlauk og góðu nýbökuðu brauði, til dæmis þessum ljúffengu ostabollum, uppskriftina má finna hér.min_IMG_2178

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Blómkálssúpa, Einföld súpa, Fljótlegur matur, Góð súpa, Grænmetissúpa, LKL súpa, LKL uppskrift, Ódýr matur

Pestó prestó pizzu frittata

mars 21, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1651Suma daga þegar ég nenni engan veginn að elda kvöldmat, (já það gerist) þá langar mig eiginlega heldur engan veginn að kaupa tilbúinn mat. Það eru allavega ekki margir ”take away” staðir sem heilla mig þessa dagana. Ef það er eitthvað, þá er það helst tælenskur eða indverskur matur sem stundum læðist tilbúinn hingað inn á heimilið. Eftir að hafa smakkað besta tælenska mat utan Tælands lætur maður ekki bjóða sér hvaða tælenska mat sem er. Við erum að tala um Gamla Síam á Laugarveginum, sannarlega í miklu uppáhaldi og þrátt fyrir að búa langt ofan snjólínu í nágrenni Litlu kaffistofunnar kemur fyrir að við gerum okkur ferð niður af fjallinu til að kaupa þann dásamlega tælenska mat. Hann er engum líkur! Mæli sérstaklega með núðlusúpunni (extra spicy) og Massaman Karrý með kjúkling, þetta er æði.

En þessi pestó prestó eggjapizza/frittata er einmitt svona matur sem gott er að grípa til þegar enginn nennir neinu. Það þarf varla að elda þetta og tekur bara um 5 mínútur að mixa þetta saman. En útkoman er bara dáfín, sæmilega holl og börn sem fullorðnir geta vel kallað þetta kvöldmat ef þau eru bara með opinn huga. Á mínu heimili þykir gott að hafa kotasælu með pizzum, ég geri mér grein fyrir að það þykir ekki fínt svona almennt. Þetta er nú bara tilkomið vegna móðurömmu minnar sem þótti ekkert sérstaklega varið í pizzur en taldi þær öllu skárri ef kotasælu, sem hún kunni afar vel að meta, var smurt ofan á. Hér er því oftast kotasæla borin fram með pizzum og syni mínum þykir það alveg afbragðsgott og ómissandi.. Mér finnst svo alveg ótrúlega gott að setja Sriracha sósu yfir svona eggjakökur og toppa þær svo með smá baunaspírum. Í þetta sinn notaði ég alveg æðislega góðar íslenskar blaðlauksspírur sem ég fékk í Hagkaup.

IMG_1649Pizzu pestó frittata (fyrir tvo):

  • 4 egg
  • Salt, pipar og óreganó
  • 2 msk grænt pestó
  • Nokkrar sneiðar silkiskorin hunangsskinka
  • Nokkrar ostsneiðar eða rifinn ostur
  • Ofaná: Sriracha sósa, kotasæla og spírur

Aðferð: Kveikið á grillinu í bakarofni. Hærið eggin saman með örlitlu vatni. Kryddið með salti, pipar og óreganó. Hitið smá olíu á pönnu við háan/meðalhita og hellið eggjunum á pönnuna. Þegar þau eru næstum elduð í gegn smyrjið þá pestóinu ofan á, raðið svo skinkunni og ostinum yfir. Kryddið með aðeins meira óreganó. Stingið þessu aðeins undir grillið í ofnum þar til osturinn er farinn að bakast. (Líka hægt að setja lok á pönnuna og bíða þar til osturinn bráðnar). IMG_1652Hellið eggjakökunni af pönnunni, skerið í sneiðar og berið fram með kotasælu, sriracha og spírum. Veriði svo bara ánægð með að það sé kvöldmatur sem þið elduðuð á matarborðinu en ekki eitthvað keypt.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Eggjakaka, Eggjakaka uppskrift, Fljótlegur matur, Frittata uppskrift, Ódýr matur, Pizza úr eggjum

Lumaconi Rigati Grande al Forno (Ofnbakaðar pastaskeljar)

mars 16, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1480Mikið sem það er gaman að slá um sig með ítölskum matarorðum. Manni líður ósjálfrátt eins og ítalskan alveg steinliggi fyrir manni. En svo gott er það nú víst ekki þó það væri óskandi. Lumatoni Rigati Grande al Forno hljómar bara svo miklu betur heldur en ofnbakaðar pastaskeljar. Þessi réttur er einstaklega fljótlegur og góður að ég tali nú ekki um hversu barnvænn hann er. Þar sem hráefnið er einfalt og frekar ódýrt mæli ég eindregið með að splæsa í góða niðursoðna tómata í réttinn. Mér hafa fundist tómatarnir frá Sollu í glerkrukkunum mjög góðir, ég fæ þá t.d í Bónus. Eins eru til virkilega góðir ítalskir tómatar í dósum í sumum verslunum. Það jafnast engir niðursoðnir tómatar á við ítalska tómata að mínu mati, þeir kunna þetta þarna suðurfrá. IMG_1468

Lumatoni Rigati Grande al Forno (fyrir 4-6):

  • 500 gr. pastaskeljar
  • Góð ólífuolía
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 tsk þurrkað rósmarín
  • 2 dl hvítvín (eða vatn og smá sítrónusafi)
  • 2 krukkur hakkaðir tómatar (lífrænir í glerkrukku frá Sollu, eða 3 dósir)
  • 2 msk tómatpaste
  • 2 msk rjómi (má sleppa)
  • Salt, pipar og örlítið hunang eða önnur sæta
  • 1 kúla ferskur mozarella ostur
  • Rifinn parmesan ostur eftir smekk

Aðferð: Hitið ofn í 220 gráður með blæstri. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Ég notaði þessar stóru skeljar (Lumaconi Rigati Grande) sem ég fékk í Hagkaup í Garðabæ. Það væri líka gott að nota t.d penne, gnocchi skeljar eða skrúfur.IMG_1470

Á meðan pastað er að sjóða: Hitið ólífuolíu á pönnu og leyfið lauknum og hvítlauknum að malla í olíunni við meðalhita í um 5 mínútur. Kryddið með rósmarín, salti og pipar. Hellið hvítvíninu eða vatninu út á og leyfið að sjóða niður um helming. Bætið þá tómötunum og tómatpaste út á ásamt rjóma. Smakkið til með salti og pipar. Ef tómatarnir eru mjög súrir getur verið gott að setja smá sætu líka, t.d hunang. Leyfið þessu að malla í ca. 10 mínútur. Hellið vatninu af pastanu. Setjið það í eldfast mót. Hellið tómatasósunni yfir og blandið saman. Klípið mozarella ostinn í litla bita yfir pastað og rífið smá parmesan ost. Bakið í 10 mínútur. Berið fram með góðu salati og rifnum parmesan osti. IMG_1490

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur pastaréttur, Fljótlegur matur, Grænmetisréttur, Ódýr matur, Ofnbakað pasta, Pasta í tómatsósu, Pastaskeljar

Tómata- og spínatbaka

janúar 23, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

IMG_0275

Var með þessa ljúffengu og bragðmiklu böku í kvöldmatinn í gær. Ég hef ekki verið mikið í svona bökugerð sjálf en þykja bökur af ýmsu tagi alveg einstaklega góðar og skemmtilegur matur. Þessi baka er ef til vill frábrugðin mörgum öðrum grænmetisbökum að því leyti að í henni eru engin egg og bökubotninn er tiltölulega einfaldur í framkvæmd. Það sem hefur kannski hrætt mig mest frá bökugerð er einmitt þessi viðkvæmi botn sem þarf að fletja út, kæla og þar fram eftir götunum. Þessi botn er mjög góður og einfaldur, unnin saman með höndunum í skál og svo bara þrýst í formið, getur varla verið einfaldara.

Uppskrift

Bökubotn:

  • 200 grömm gróft spelt eða heilhveiti
  • Salt á hnífsoddi og smá pipar
  • 80 grömm smjör, skorið í litla teninga
  • 1/2 dl heitt vatn

Fylling:

  • 1-2 msk dijon sinnep
  • Handfylli af ólífum, smátt söxuðum
  • 1 poki rifinn mozarella
  • 2-3 msk graslaukur, smátt saxaður (hér má líka nota vorlauk)
  • 1 væn lúka spínat, aðeins skorið niður
  • 5 tómatar, skornir í frekar þunnar sneiðar og þerraðir með eldhúspappír svo að mest allur vökvinn og fræin fari í pappírinn.
  • Nokkur basilblöð, skorin í strimla
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2-3 msk rifinn parmesan ostur
  • Salt og pipar

Aðferð:

Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Allt innihaldið í bökubotninn sett í skál og unnið saman með höndunum. Þegar það er komið saman er því þrýst í botninn og aðeins upp með hliðunum á eldföstu hringlaga formi. Þetta er svo bakað í 10 mínútur. Tekið úr ofninum og leyft að kólna í 30 mínútur eða á meðan fyllingin í bökuna er undirbúin. Hitinn á ofninum lækkaður í 160-170 gráður (fer eftir ofnum, minn er t.d mjög heitur)

Page_1

Þegar bökubotninn hefur kólnað aðeins er fyllingunni komið fyrir. Dijon sinnepi smurt í þunnu lagi á botninn (þetta er alls ekki yfirgnæfandi, en ofboðslega gott). Ólífum stráð þar yfir. Því næst helmingnum af rifna mozarella ostinum og graslauknum.Page_2

Þá er spínatið sett yfir og tómötunum raðað þar ofan á ásamt basil, hér er gott að salta og pipra dálítið. Örlítið af rifnum osti stráð yfir, svo er sýrðum rjóma, restinni af rifna ostinum og parmesan ostinum blandað saman í skál og því svo smurt yfir bökuna og. Bakan er svo bökuð við 160-170 gráður í 45 mínútur. Það er gott að leyfa bökunni að jafna sig við stofuhita eftir bakstur, í 15-20 mínútur áður en hún er skorin.IMG_0283

Ég stráði smá söxuðum basil yfir bökuna og bar hana fram með gúrkustrimlum, spínati og sýrðum rjóma.

IMG_0280

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: eggjalaus baka, eggjalaus bakstur, Einföld baka, Einföld grænmetisbaka, Fljótlegur matur, Góður grænmetisréttur, Grænmetisbaka, Grænmetisbaka uppskrift, Grænmetisréttur, Spínat uppskriftir, Spínatbaka, Tómata og spínatbaka

Fljótlegt spínatlasagna

janúar 14, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1371Gerði ansi hreint fljótlegt og ljúffengt spínatlasagna í kvöld. Þetta átti reyndar upphaflega að verða spínatfyllt canelloni, en þar sem ég fór í tvær búðir að leita að ferskum lasagna plötum sem hægt væri að rúlla upp og fann þær ekki, breyttist rétturinn í lasagna með hefðbundnum þurrkuðum lasagnaplötum. Útkoman var ekki síðri.  Ég fékk hugmyndina að þessum rétti í Jamie Oliver matreiðsluþætti fyrir mörgum árum síðan, þá gerir hann svipaða útgáfu af canelloni. Rétturinn hefur svo breyst og þróast gegnum árin hjá mér og okkur finnst hann alltaf mjög góður. Þetta er allavega mjög góð leið til að fá krakka til að borða helling af spínati, þar sem heill stór spínatpoki fer í réttinn. Það tekur bara um 10 mínútur að undirbúa lasagnað og svo er það í 30 mínútur í ofninum svo þetta er fljótgert.

Spínatlasagna – fyrir 4

  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt, pipar og hálfur kjúklinga eða grænmetisteningur
  • 1 stór poki af spínati
  • 1 stór dós kotasæla
  • 1 dós 10% sýrður rjómi
  • 3 msk rifinn parmesan ostur
  • 1 krukka hakkaðir tómatar (ég notaði lífræna í krukku frá Sollu)
  • Lasagnaplötur
  • Rifinn ostur

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hvítlaukur steiktur uppúr olíunni við frekar vægan hita þar til hann mýkist, saltað og piprað og teningurinn mulinn yfir. Hitinn hækkaður aðeins og spínatinu bætt á pönnuna. Steikið spínatið þar til það hefur linast. Takin pönnuna af hitanum og bætið kotasælu, parmesan og sýrðum rjóma saman við. Salt og pipar eftir smekk. Lasagnað er svo sett saman þannig að neðst í eldfast mót fer örlítil ólífuolía og smá tómatmauk. Svo koma lasagnaplötur, spínatblanda, tómatamauk. Ég endurtók þetta þrisvar, endaði á spínatblöndu og tómatamauki. Stráði osti yfir og bakað í 30 mínútur. Lesið samt á pakkann á lasagnaplötunum, það stóð á mínum Barilla pakka að eldunartíminn á plötunum væru 20 mínútur, á sumum stendur þó alveg 30 – 40 mínútur.Slide1

Ég bar þetta fram með piccolotómötum og parmesan osti.

IMG_1385

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Fljótlegur matur, Góður grænmetisréttur, Grænmetislasagna, Grænmetisréttur, Lasagna, Lasagna uppskrift, Parmesan ostur, Piccolo tómatar, Spínat uppskrift, Spínatlasagna uppskrift

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Page 2

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme