• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Glútenlaust granóla

Glútenlaust granóla Gvendólínu

janúar 7, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4780Af hverju er svona gaman að gera eitthvað annað en það sem maður á að vera að gera? Núna til dæmis ætti ég að sitja við skriftir á lokaritgerðinni minni sem virðist í augnablikinu bara alls ekki ganga, allavega ekki nema á hraða óvenju hægfara snigils. Í gær fékk ég þá frábæru hugmynd um hádegisbil að nú væri fullkominn tími til að búa til granólað sem ég hef hugsað um svo lengi. Svo ég gerði það. Það góða var að það tók ekki meira en hálftíma og afraksturinn var eitthvað það allra besta granóla/múslí/morgunkorn sem ég hef smakkað. Svo tímanum var vel varið.

min_IMG_4794Ég fjárfesti nýlega í bókinni It´s all good eftir Gwyneth Paltrow (Gvendólínu) og hef lesið hana spjaldanna á milli á spjaldtölvunni, keypti sumsé ipad útgáfu sem mér þykir hin mesta snilld. Bókin er frábær, full af hollum og einföldum uppskriftum sem lofa allar afar góðu og ég hef iðað í skinninu að prófa. Fyrsta uppskriftin sem ég prófaði hitti allavega beint í mark! Mig hefur lengi langað að búa til granóla en hef alltaf hikað þar sem aðal uppistaðan eru oftast hafrar sem því miður fara ekki svo vel í mig. Þetta glútenlausa granóla þar sem aðal uppistaðan eru quiona flögur þótti mér því tilvalið að prófa og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Ég hvet ykkur innilega og óhikað við að prófa þetta granóla og alls ekki vera hrædd við quinoa flögurnar þó þið hafið aldrei prófað þær. Þær fást í öllum heilsubúðum og sennilega í heilsurekkum einhverra matvöruverslana. Það er þess virði að gera sér ferð til að næla sér í þetta ofurholla og prótínríka góðgæti.

min_IMG_4792Guðdómlegt granóla Gvendólínu (Lítillega breytt uppskrift úr bókinni It´s all good):

  • 1/2 bolli ólífuolía (líka hægt að nota kókosolíu)
  • 1/2 bolli hlynsíróp (ég notaði aðeins minna en fannst þetta samt alveg nógu sætt)
  • 3 bollar quinoaflögur
  • 1 1/4 bolli gróft saxaðar valhnetur
  • 1 1/4 bolli gróft söxuð graskersfræ
  • 1 bolli þurrkaðar gráfíkjur, skornar í litla bita
  • 1 bolli þurrkuð trönuber (Gvendólína notar sveskjur)
  • Gott sjávarsalt (ég notaði um 1/2 tsk)

min_IMG_4777Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Pískið saman ólífuolíu og hlynsírópi. Bætið quinoaflögunum saman við og blandið vel saman. Hellið á pappírsklædda ofnplötu og dreifið vel úr. Stráið smá sjávarsalti yfir, bakið í 15 mínútur og hrærið einu sinni til tvisvar í á meðan. Takið úr ofninum og bætið restinni af hráefnunum saman við á plötuna og blandið vel saman.min_IMG_4781 Bætið e.t.v við örlitlu sjávarsalti í viðtbót. Bakið áfram í um 10 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna alveg, setjið svo í stóra glerkrukku eða annað ílát og geymið lokað við stofuhita. min_IMG_4798Granólað er gott með grískri jógúrt, ab mjólk, hreinni jógúrt eða venjulegri mjólk. Uppáhaldið mitt er að hella yfir það smá möndlumjólk og borða í morgunmat.. eða eftirrétt. Ofsalega gott!min_IMG_4800

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Glútenlaust, Glútenlaust granóla, Gott granóla, Góð granóla uppskrift, Góður morgunmatur, Granóla, Múslí uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme