• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Góð kjúklingasúpa

Tælensk massaman súpa

febrúar 25, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5111…Og súpuæðið hjá undirritaðri heldur áfram. Massaman karrý er einhver besti matur sem ég veit um og undantekningarlítið verður hann massaman kallinn fyrir valinu þegar ég rek nefið inn á tælenska veitingastaði. Almennt þykir mér tælenskur matur bara alveg afskaplega góður og af hverju ég hef ekki farið til Tælands skil ég hreint ekki. Það er þó ansi ofarlega á óskalistanum og verður vonandi af því einhvern daginn. Það var svo á dögunum að ég fór í mat til vinkonu minnar sem eldaði fyrir okkur alveg dásamlega gott massaman karrý. Ég hef eiginlega verið að hugsa um það síðan svo það varð innblásturinn að þessari stórgóðu massaman karrý súpu. min_IMG_5110Ég mæli með því að næla sér í gott massaman karrý mauk, það besta væri auðvitað að búa það til sjálfur en við skulum bara vera raunsæ hérna. Ég keypti það sem ég notaði í súpuna í tælensku búðinni við Hlemm en ég veit að það fæst líka mjög gott karrýmauk í Kolaportinu og örugglega víðar. Svo er svona mauk vissulega til líka í einhverjum stórmörkuðum. En heimsókn í tælensku búðina á Hlemmi, að ég tali nú ekki um í Kolaportið er svo skemmtileg að það ætti enginn að láta það hrindra sig í að búa súpuna til. En jæja, að uppskriftinni. Eins og með svo margar súpur er um að gera að nota það sem til er í ísskápnum hverju sinni. Ég átti til dæmis afgang af grilluðum kjúklingi eins og þessum hér, með bökuðum gulrótum. Svo átti ég lítið blómkálshöfuð í grænmetisskúffunni ásamt lauk og hvítlauk og kjúklingabaunadós í búrskápnum. Tiltölulega ódýr hráefni sem breyttust í þessa afar ljúffengu máltíð.

min_IMG_5101Tælensk massaman súpa (fyrir 4):

  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 3 msk kókosolía eða önnur matarolía
  • 4 vænar msk massaman karrýmauk (meira ef þið viljið sterkari súpu)
  • 2 msk hrásykur
  • 2 kjúklingabringur skornar smátt eða t.d afgangur af elduðum kjúklingi
  • 1 lítið blómkálshöfuð
  • 1-2 Gulrætur eða það grænmeti sem til er
  • 2 dósir kókosmjólk + 1 l vatn (meira vatn ef þið viljið þynnri súpu)
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 1 kjúklingateningur
  • 2 msk sojasósa

Aðferð: Skerið grænmetið og kjúklinginn smátt.min_IMG_5086 Hitið olíu í potti og steikið laukinn og hvítlaukinn í 1-2 mínútur.min_IMG_5089 Bætið karrýmaukinu útá og steikið þar til það mýkist aðeins og byrjar að ilma vel. min_IMG_5090Stráið sykrinum yfir, bætið svo kjúklingnum og grænmetinu saman við og steikið aðeins áfram (Athugið að ef þið notið hráan kjúkling þarf ekki að elda hann áður en þið setjið hann út í súpuna, gætið þess bara að sjóða hann í súpunni þar til eldaður í gegn). min_IMG_5091Hellið kókosmjólkinni yfir ásamt einum lítra af vatni. min_IMG_5094Setjið kjúklingabaunirnar saman við ásamt kjúklingakraftinum og sojasósunni. Hleypið suðunni upp og látið sjóða rólega við vægan hita í 5 mínútur. min_IMG_5093Smakkið til með sojasósu eða sjávarsalti og e.t.v. hrásykri ef ykkur finnst þurfa meiri sætu. Berið fram rjúkandi heita. Súpan að vera braðgmikil og rífa vel í.min_IMG_5116

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Besta súpuuppskriftin, Góð kjúklingasúpa, Góð súpa, Góð súpa uppskrift, Góðar súpuuppskriftir, Grænmetissúpa, Kjúklingasúpa, Ódýr matur, Súpur uppskriftir, Tælensk kjúklingasúpa, Tælensk súpa

Tælensk kjúklingasúpa með kókos, lime og engifer

janúar 9, 2013 by helenagunnarsd 18 Comments

IMG_1248Mér finnast sterkar, léttar og bragðmiklar súpur í austurlenskum stíl alveg ofboðslega góðar. Í minningunni eru einhverjar bestu súpur sem ég hef smakkað frá kínverskum eða tælenskum veitingastöðum í útlöndum með foreldrum mínum.. Þegar ég var örugglega einkennilega ung miðað við hrifningu mína á þessháttar súpum sem voru bornar fram með skrýtinni skeið í lítilli djúpri skál. Allavega þá þykja mér svona súpur mjög góðar og hef oft reynt með ágætis árangri að reyna að endurskapa þessa stemmningu hérna heima við. Í roki í rigningu eins og þegar þetta er skrifað langaði mig akkúrat ekki í neitt annað í kvöldmatinn en þessa bragðmiklu léttu súpu og mig langaði í kókos, lime og engifer bragð af henni. Hún er virkilega góð og fljótleg og svei mér þá ef hún náði ekki bara að rifja upp minningar frá einhverjum frábærum tælenskum veitingastað í fyrndinni.

Svona súpur eiga það reyndar til að vera með mjög langann innihaldslista en þessi er þrátt fyrir það, mjög fljótleg og hráefnið fæst allt í venjulegri matvörubúð 🙂

Uppskrift:

  • 1 Rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 3 hvítlauksrif, söxuð smátt
  • 3-4 vorlaukar, skornir í sneiðar
  • 3 cm bútur engifer, smátt skorinn (þumalstærð af engifer)
  • 1 tsk chillimauk, (t.d Sambal Oelek sem fæst í Bónus)
  • 1 msk kókosolía eða venjuleg matarolía (kókosolían gefur mjög gott bragð)
  • 1,5 l vatn
  • 2 kjúklingateningar
  • 1 tsk turmerik
  • 1 msk sojasósa
  • 1 tsk fiskisósa (má sleppa)
  • 1 – 2 lime (fer eftir stærð)
  • 2 tsk hunang
  • 2 fernur kókosmjólk (eða 1 dós)
  • 1/2 búnt kóríander, saxað
  • 3 kjúklingabringurIMG_1239

Aðferð:

Kókosolían brædd við frekar háan hita í súpupottinum. Rauðlaukur, vorlaukur, hvítlaukur, engifer og chillimaukið steikt í pottinum í stutta stund.

IMG_1236 IMG_1241Svo er vatninu hellt yfir ásamt kjúklingateningum, turmerikinu, sojasósu, fiskisósunni, kókosmjólkinni, safanum úr lime-inu, ásamt skrælinu röspuðu af öðru þeirra og hunanginu. Meðan suðan kemur upp er kjúklingurinn skorinn í litla teninga og settur út í sjóðandi súpuna, ásamt kóríander.

IMG_1246Látið sjóða í um það bil 10 – 12 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Borin fram rjúkandi heit með smá söxuðu kóríander. IMG_1247

IMG_1250

Verði ykkur að góðu !

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Engifer, Góð kjúklingasúpa, Kjúklingasúpa, Kjúklingasúpa með kókosmjólk, Kjúklingasúpa uppskrift, Kókosmjólk, Kóríander, Lime, Tælensk kjúklingasúpa

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme