• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Góðar bollakökur uppskrift

Súkkulaði ganache krem á tvo vegu

mars 11, 2013 by helenagunnarsd 5 Comments

IMG_1378Við áttum sérdeilis góðan dag þennan mánudaginn þar sem lítil blómarós hún systurdóttir mín og guðdóttir varð eins árs í dag.  Ég tók mig til og bakaði nokkrar bollakökur fyrir afmælið. Móðirin bað sérstaklega um rósaskreyttar bollakökur eins og þessar hérna. Í staðin fyrir að gera súkkulaði kökur með vanillukremi gerði ég ekta vanillu bollakökur og setti ljósbleikt jarðarberja smjörkrem ofan á. Set inn uppskriftina af þeim á næstu dögum. Ég gat hins vegar ekki hætt þarna og fannst heldur freistandi að gera einhverjar fullorðins kökur líka. Fyrir valinu urðu súkkulaðibollakökur með súkkulaði ganache á tvo vegu. En það var nú aðallega af því ég gat ekki ákveðið hvernig ég vildi hafa ganache-inn.. Ég get verið svolítið óákveðin þegar kemur að svona hlutum. Sannkölluð súkkulaðisprengja en svo góð að það var eiginlega agalegt. IMG_1351

Ég gef hérna uppskrift að súkkulaði ganache sem ég notaði ofan á kökurnar. Þetta er afar einföld uppskrift með fáum hráefnum svo það er mikilvægt að nota virkilega gott súkkulaði í þetta 🙂 Útkoman er svo dásamlegt súkkulaðikrem að maður gæti næstum grátið. Það skemmtilega við svona ganache er líka að maður getur notaði hann á ýmsa vegu. T.d má hella honum yfir kökur meðan hann er ennþá mjúkur, láta hann stífna aðeins og smyrja honum eða sprauta á kökur og svo, það sem mér þótti allra sniðugast, þeyta hann. Þá verður hann aðeins ljósari og loftkenndur og frábær til að sprauta á bollakökur.

(Hér má finna uppskriftina að súkkulaði bollakökunum sem ég notaði)

IMG_1328Súkkulaði ganache krem (dugar á um 25-30 bollakökur):

  • 500 gr. súkkulaði (ég notaði 300 gr suðusúkkulaði og 200 gr 70% súkkulaði)
  • 3,5 dl rjómi
  • 1 tsk vanilluextract

Page_1Aðferð: Saxið súkkulaðið smátt og setjið í skál. Hellið rjómanum í pott og hitið að suðumarki. Ekki láta hann sjóða. Slökkvið undið þegar froða byrjar að myndast á rjómanum og þið sjáið að suðan er alveg að koma upp. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið gegnum sigti. Látið standa í 2 mínútur óhreyft. Hrærið saman með sleikju. Byrjið að hræra í miðri skálinni með litlum hreyfingum. Þegar þið sjáið að súkkulaðið og rjóminn er byrjað að koma saman getið þið stækkað hreyfinguna og svo hrært alveg óhrædd og vasklega þar til kominn er fallegur glans á þykkt súkkulaðikremið. Bætið þá einni tsk af vanilluextract saman við. IMG_1344

Þá eruð þið komin með súkkulaði ganache. Á þessum tímapunkti er hægt að gera ýmislegt við kremið. Ég sett skálina inn í ísskáp í um 1 klst, eftir þann tíma hrærði ég vel upp í súkkulaðinu með sleikju og gat með góðu móti smurt því á bollakökurnar með litlum spaða. Ef súkkulaðið er enn of lint til að hægt sé að smyrja því þarf að kæla það í 15 mínútur í viðbót og athuga svo aftur. Það má þó ekki vera of lengi inni í ísskáp því þá verður það of stíft.

Page_1Eftir að hafa smurt ganache á allar kökurnar átti ég smá afgang. Ég skellti honum í hrærivélaskálina og þeytti í ca 2 mínútur þar til ég var komin með ljóst og loftkennd súkkulaði krem. (Á þessum tímapunkti væri hægt að setja andlitið ofan í skálina og anda að sér mestu súkkulaði dásamlegheitum sem þið hafið kynnst..ekki gera það samt). Ég setti þetta dásamlega létta krem því næst í sprautupoka og sprautaði lítil súkkulaði blóm ofan á bollakökurnar. Súkkulaði skrautkurlið sem ég notaði ofaná fékk ég í Kitchen Library Smáralindinni.IMG_1384

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góðar bollakökur uppskrift, Súkkulaði bollakökur, Súkkulaði bollakökur uppskrift, Súkkulaði ganache, Súkkulaði krem, Súkkulaði muffins, Þeyttur súkkulaði ganache

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme