• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Góður grænmetisréttur

Bragðmikið kúskús salat með ofnbökuðu grænmeti, avocado og parmesan osti

ágúst 7, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_3345Mér finnst alveg frábær tilbreyting frá grilltíð sem einkennist oft og tíðum af dálítið miklu kjöti, að sneiða hjá kjötmáltíðum og bera á borð kvöldmat sem inniheldur einungis grænmeti. Ég tala nú ekki um núna þegar fer að líða á ágúst mánuð og íslenskt grænmeti fer að fylla grænmetiskæla matvöruverslana. Ég get nú reyndar ekki státað mig af því að hafa notað eingöngu íslenskt grænmeti í þennan rétt, en góður var hann. Ég lét hann standa algjörlega einan og sér sem kvöldmat á dögunum og fannst avacado teningarnir alveg gera útslagið í að skila okkur mettandi og góðum kvöldverði. Ég hvet ykkur til að prófa að hafa grænmetisrétt á borðum allavega einu sinni í viku ef þið hafið ekki vanist því. Það er bæði hagstætt og ljúffengt og alltaf upplagt að nota til dæmis grænmetisafganga sem liggja óhreyfðir í grænmetisskúffunni í staðin fyrir að henda þeim. Ég notaði hreint kúskús í þennan rétt sem ég kryddaði sjálf. Það væri líka vel hægt að kaupa tilbúið kryddað kúskús. Prófið bara!

min_IMG_3347Bragðmikið kúskús salat með ofnbökuðu grænmeti, lárperu og parmesan osti (fyrir 3-4):

  • 200 gr hreint kúskús – kryddað með 1 tsk oregano, 1 tsk paprikukryddi, 1/4 tsk kanil, 1 tsk grófu sjávarsalti, 1/2 tsk svörtum pipar, 1/2 tsk cummin, 1/2 tsk kóríander og 1/4 tsk þurrkuðum chilliflögum (líka hægt að nota kryddað kúskús)
  • 1 -2 öskjur konfekt tómatar eða piccolo tómatar (magn fer þó eftir smekk)
  • 2 vænir rauðlaukar
  • 1 msk ólífuolía
  • 2 msk balsamikedik
  • 1 msk hunang
  • Sjávarsalt og pipar
  • Nokkrar sneiðar grilluð marineruð paprika úr krukku (líka hægt að nota t.d þistilhjörtu eða ólifur)
  • 2 lárperur
  • Rifinn ferskur parmesan ostur
  • Góð lúka fersk steinselja og graslaukur, smátt saxað
  • 1 sítróna skorin í báta

Aðferð: Hitið ofn í 220 gráður. Byrjið á að setja kúskúsið í skál og krydda það. Blandið vel saman. Hellið sjóðandi vatni yfir kúskúsið. Ég mæli aldrei vatnið heldur helli þar til vatnið þekur alveg kúskúsið og nær ca. 1/2 cm yfir það. Leggið disk eða plastfilmu yfir skálina og látið standa í 10 mínútur eða á meðan þið gerið restina af réttinum. Skerið laukinn í tvennt og svo í dálítið þykkar sneiðar. Skerið tómatana í tvennt. Setjið laukinn og tómatana á bökunarplötu. Hellið ólífuolíu, balsamikediki og hunangi yfir, saltið og piprið og veltið grænmetinu vel uppúr. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til laukurinn hefur tekið lit og karamelliserast í hunangs-edik blöndunni. Skerið grilluðu paprikuna í strimla. Ýfið kúskúsið upp með gaffli og hellið því á fat. Setjið grænmetið yfir og blandið aðeins saman. Skerið lárperuna í teninga og dreifið yfir ásamt vel af rifnum parmesan osti og saxaðri steinselju og graslauk. Kreistið smá sítrónusafa yfir og berið fram með sítrónubátum. min_IMG_3340

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Avacado, Cous Cous recipe, Góður grænmetisréttur, Grænmetisréttur, Kúskús salat, Kúskús uppskrift, Ofnbakað grænmeti

Tómata- og spínatbaka

janúar 23, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

IMG_0275

Var með þessa ljúffengu og bragðmiklu böku í kvöldmatinn í gær. Ég hef ekki verið mikið í svona bökugerð sjálf en þykja bökur af ýmsu tagi alveg einstaklega góðar og skemmtilegur matur. Þessi baka er ef til vill frábrugðin mörgum öðrum grænmetisbökum að því leyti að í henni eru engin egg og bökubotninn er tiltölulega einfaldur í framkvæmd. Það sem hefur kannski hrætt mig mest frá bökugerð er einmitt þessi viðkvæmi botn sem þarf að fletja út, kæla og þar fram eftir götunum. Þessi botn er mjög góður og einfaldur, unnin saman með höndunum í skál og svo bara þrýst í formið, getur varla verið einfaldara.

Uppskrift

Bökubotn:

  • 200 grömm gróft spelt eða heilhveiti
  • Salt á hnífsoddi og smá pipar
  • 80 grömm smjör, skorið í litla teninga
  • 1/2 dl heitt vatn

Fylling:

  • 1-2 msk dijon sinnep
  • Handfylli af ólífum, smátt söxuðum
  • 1 poki rifinn mozarella
  • 2-3 msk graslaukur, smátt saxaður (hér má líka nota vorlauk)
  • 1 væn lúka spínat, aðeins skorið niður
  • 5 tómatar, skornir í frekar þunnar sneiðar og þerraðir með eldhúspappír svo að mest allur vökvinn og fræin fari í pappírinn.
  • Nokkur basilblöð, skorin í strimla
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2-3 msk rifinn parmesan ostur
  • Salt og pipar

Aðferð:

Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Allt innihaldið í bökubotninn sett í skál og unnið saman með höndunum. Þegar það er komið saman er því þrýst í botninn og aðeins upp með hliðunum á eldföstu hringlaga formi. Þetta er svo bakað í 10 mínútur. Tekið úr ofninum og leyft að kólna í 30 mínútur eða á meðan fyllingin í bökuna er undirbúin. Hitinn á ofninum lækkaður í 160-170 gráður (fer eftir ofnum, minn er t.d mjög heitur)

Page_1

Þegar bökubotninn hefur kólnað aðeins er fyllingunni komið fyrir. Dijon sinnepi smurt í þunnu lagi á botninn (þetta er alls ekki yfirgnæfandi, en ofboðslega gott). Ólífum stráð þar yfir. Því næst helmingnum af rifna mozarella ostinum og graslauknum.Page_2

Þá er spínatið sett yfir og tómötunum raðað þar ofan á ásamt basil, hér er gott að salta og pipra dálítið. Örlítið af rifnum osti stráð yfir, svo er sýrðum rjóma, restinni af rifna ostinum og parmesan ostinum blandað saman í skál og því svo smurt yfir bökuna og. Bakan er svo bökuð við 160-170 gráður í 45 mínútur. Það er gott að leyfa bökunni að jafna sig við stofuhita eftir bakstur, í 15-20 mínútur áður en hún er skorin.IMG_0283

Ég stráði smá söxuðum basil yfir bökuna og bar hana fram með gúrkustrimlum, spínati og sýrðum rjóma.

IMG_0280

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: eggjalaus baka, eggjalaus bakstur, Einföld baka, Einföld grænmetisbaka, Fljótlegur matur, Góður grænmetisréttur, Grænmetisbaka, Grænmetisbaka uppskrift, Grænmetisréttur, Spínat uppskriftir, Spínatbaka, Tómata og spínatbaka

Fljótlegt spínatlasagna

janúar 14, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1371Gerði ansi hreint fljótlegt og ljúffengt spínatlasagna í kvöld. Þetta átti reyndar upphaflega að verða spínatfyllt canelloni, en þar sem ég fór í tvær búðir að leita að ferskum lasagna plötum sem hægt væri að rúlla upp og fann þær ekki, breyttist rétturinn í lasagna með hefðbundnum þurrkuðum lasagnaplötum. Útkoman var ekki síðri.  Ég fékk hugmyndina að þessum rétti í Jamie Oliver matreiðsluþætti fyrir mörgum árum síðan, þá gerir hann svipaða útgáfu af canelloni. Rétturinn hefur svo breyst og þróast gegnum árin hjá mér og okkur finnst hann alltaf mjög góður. Þetta er allavega mjög góð leið til að fá krakka til að borða helling af spínati, þar sem heill stór spínatpoki fer í réttinn. Það tekur bara um 10 mínútur að undirbúa lasagnað og svo er það í 30 mínútur í ofninum svo þetta er fljótgert.

Spínatlasagna – fyrir 4

  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt, pipar og hálfur kjúklinga eða grænmetisteningur
  • 1 stór poki af spínati
  • 1 stór dós kotasæla
  • 1 dós 10% sýrður rjómi
  • 3 msk rifinn parmesan ostur
  • 1 krukka hakkaðir tómatar (ég notaði lífræna í krukku frá Sollu)
  • Lasagnaplötur
  • Rifinn ostur

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hvítlaukur steiktur uppúr olíunni við frekar vægan hita þar til hann mýkist, saltað og piprað og teningurinn mulinn yfir. Hitinn hækkaður aðeins og spínatinu bætt á pönnuna. Steikið spínatið þar til það hefur linast. Takin pönnuna af hitanum og bætið kotasælu, parmesan og sýrðum rjóma saman við. Salt og pipar eftir smekk. Lasagnað er svo sett saman þannig að neðst í eldfast mót fer örlítil ólífuolía og smá tómatmauk. Svo koma lasagnaplötur, spínatblanda, tómatamauk. Ég endurtók þetta þrisvar, endaði á spínatblöndu og tómatamauki. Stráði osti yfir og bakað í 30 mínútur. Lesið samt á pakkann á lasagnaplötunum, það stóð á mínum Barilla pakka að eldunartíminn á plötunum væru 20 mínútur, á sumum stendur þó alveg 30 – 40 mínútur.Slide1

Ég bar þetta fram með piccolotómötum og parmesan osti.

IMG_1385

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Fljótlegur matur, Góður grænmetisréttur, Grænmetislasagna, Grænmetisréttur, Lasagna, Lasagna uppskrift, Parmesan ostur, Piccolo tómatar, Spínat uppskrift, Spínatlasagna uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme