• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Gott tiramisu

Toblerone Tiramisu

mars 23, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

IMG_1666Ég hef alla vikuna dundað mér við að ákveða hvað ég eigi að bjóða upp á í matarklúbbi sem verður hjá okkur í kvöld. Ég er sennilega búin að fara í um það bil 17 hringi með matseðilinn en eitt sem ég fór ekki í neina hringi með er eftirrétturinn. Toblerone Tiramisu var það. Ég man ekki hvar ég sá það en einhverntímann í fyrndinni sá ég uppskrift að Toblerone Tiramisu í einhverju uppskriftablaði. Ég fór því á stúfana og leitaði að góðri tiramisu uppskrift og endaði á smá blöndu af tveimur uppskriftum sem eiga að vera þær bestu í heimi.

Þó þetta sé Toblerone tiramisu er það nú samt frekar klassískt, Tobleronið er bara svona smá twist. Öllum finnst það gott svo hversu slæmt getur orðið að saxa það smátt og dreifa því yfir drottningu eftirréttanna? Það er varla hægt að gera þægilegri eftirrétt en þennan þegar von er á mörgum í mat, því það er upplagt að búa hann til daginn áður og leyfa honum að jafna sig í ísskáp yfir nótt. Var ég ekki örugglega búin að minnast á hvað tiramisu er gott?

IMG_1657Toblerone Tiramisu (fyrir 10-12, uppskriftina má auðveldlega minnka um helming):

  • 6 eggjarauður
  • 2,5 dl sykur
  • 1 vanillustöng
  • 2 dósir mascarpone ostur (stofuheitur)
  • 5 dl rjómi
  • 1 bolli (2,5 dl) sterkt kaffi
  • 4 msk amaretto líkjör eða annar sætur líkjör
  • 2 pakkar fingurkökur (lady fingers)
  • 2 toblerone
  • Hreint kakó

IMG_1656Aðferð: Hellið upp á sterkt kaffi, setjið það í skál ásamt líkjör og leyfið að kólna. Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Setjið 6 eggjarauður í skál ásamt sykrinum og kornunum úr vanillustönginni. Setjið skálina yfir sjóðandi vatn og þeytið með písk í um 10 mínútur þar til eggjablandan er aðeins ljósari. Takið hana svo af hitanum og þeytið áfram með hrærivél eða handþeytara þar til eggin þykkna og verða ljós. Hrærið þá mjúkum mascarpone ostinum samanvið með þeytaranum. Bætið þeyttum rjómanum saman við með sleikju.

Dýfið fingurkökunum örstutt ofan í kaffiblönduna og raðið í form þar til kökurnar þekja botninn. Hellið helmingnum af eggjarjómanum yfir og raðið svo fleiri fingurkökum og hellið restinni af rjómablöndunni yfir allt saman. Saxið tobleronið smátt, dreifið yfir og stráið svo kakóinu yfir gegnum sigti. Látið bíða í ísskáp í minnst 8 klst. Þetta geymist svo vel í 3-4 daga í ísskáp. IMG_1670

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur eftirréttur, Gott tiramisu, góður eftirréttur, Tiramisu, Tiramisu uppskrift, Toblerone eftirréttur, Toblerone uppskriftir

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme