• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Grænmetisréttur

bbq salat með chilli-sesam kjúkling

mars 23, 2016 by helenagunnarsd Leave a Comment

 

561458_1058825050842552_8671424417057541431_n

Það er ískyggilega langt síðan uppskrift hefur birst hér inni, ekki síðan í janúar! Myrkur á kvöldmatartíma spilar vissulega mikið inn í ásamt almennu annríki. Þið getið reglulega séð nýjar uppskriftir eftir mig inni á www.gottimatinn.is og ef þið fjárfestið í tímaritinu Húsfreyjunni má þar finna helling af skemmtilegum uppskriftum. En að þessu salati – Það er varla hægt að kalla þetta uppskrift svo einfalt er það. Hlutföllin eru alls ekki heilög eins og svo oft í svona matargerð og um að gera að nota það sem manni þykir gott. Svona þykir mér salatið best. Þessi réttur slær í gegn þar sem hann er borinn fram og alveg upplagður í saumaklúbba.

bbq salat með chilli-sesam kjúkling (fyrir fjóra):

  • 3-4 góðar handfyllir grænt salat (ég nota ferskt spínat og lambhagasalat)
  • 1/2 agúrka
  • 1 lítil rauð paprika
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 5-6 msk fetaostur í olíu
  • 3 kjúklingabringur
  • Olífuolía, salt og pipar
  • 2 dl bbq sósa (ég nota alltaf Hunts hickory brown sugar)
  • 1 tsk sambal oelek chillimauk (má sleppa ef maður vill ekki hitann)
  • 3 msk sesamfræ
  • Ofaná (ef vill):
  • Svartar Doritos flögur, muldar
  • 1 dós sýrður rjómi með 2 msk bbq sósu pískað saman við

Aðferð: Rífið salatið gróflega niður og leggið í botninn á fati eða stórum diski. Skerið grænmetið frekar smátt og dreifið ofan á. Skerið kjúklinginn í litla bita, kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu uppúr smá olíu þar til hann hefur lokast á öllum hliðum. Hellið þá bbq sósunnu út á pönnuna ásamt chillimaukinu og látið þetta krauma saman við meðal-háan hita í um 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað og kjúklingurinn eldaður í gegn. Stráið þá sesamfræjunum yfir hrærið saman og takið af hitanum. Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr kjúklingnum 5-10 mínútur og hellið honum svo yfir salatið. Skreytið með smá grænmeti og e.t.v. meiri bbq sósu og drefið svo fetaosti yfir allt saman. Berið fram með flögunum og kaldri sósu.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur kjúklingaréttur, Fljótlegur kjúklingaréttur, Fljótlegur matur, Gott salat, Góður kjúklingaréttur, Grænmetisréttur, Kjúklingabringur uppskrift, Kjúklingaréttur, LKL uppskrift

Bragðmikið kúskús salat með ofnbökuðu grænmeti, avocado og parmesan osti

ágúst 7, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_3345Mér finnst alveg frábær tilbreyting frá grilltíð sem einkennist oft og tíðum af dálítið miklu kjöti, að sneiða hjá kjötmáltíðum og bera á borð kvöldmat sem inniheldur einungis grænmeti. Ég tala nú ekki um núna þegar fer að líða á ágúst mánuð og íslenskt grænmeti fer að fylla grænmetiskæla matvöruverslana. Ég get nú reyndar ekki státað mig af því að hafa notað eingöngu íslenskt grænmeti í þennan rétt, en góður var hann. Ég lét hann standa algjörlega einan og sér sem kvöldmat á dögunum og fannst avacado teningarnir alveg gera útslagið í að skila okkur mettandi og góðum kvöldverði. Ég hvet ykkur til að prófa að hafa grænmetisrétt á borðum allavega einu sinni í viku ef þið hafið ekki vanist því. Það er bæði hagstætt og ljúffengt og alltaf upplagt að nota til dæmis grænmetisafganga sem liggja óhreyfðir í grænmetisskúffunni í staðin fyrir að henda þeim. Ég notaði hreint kúskús í þennan rétt sem ég kryddaði sjálf. Það væri líka vel hægt að kaupa tilbúið kryddað kúskús. Prófið bara!

min_IMG_3347Bragðmikið kúskús salat með ofnbökuðu grænmeti, lárperu og parmesan osti (fyrir 3-4):

  • 200 gr hreint kúskús – kryddað með 1 tsk oregano, 1 tsk paprikukryddi, 1/4 tsk kanil, 1 tsk grófu sjávarsalti, 1/2 tsk svörtum pipar, 1/2 tsk cummin, 1/2 tsk kóríander og 1/4 tsk þurrkuðum chilliflögum (líka hægt að nota kryddað kúskús)
  • 1 -2 öskjur konfekt tómatar eða piccolo tómatar (magn fer þó eftir smekk)
  • 2 vænir rauðlaukar
  • 1 msk ólífuolía
  • 2 msk balsamikedik
  • 1 msk hunang
  • Sjávarsalt og pipar
  • Nokkrar sneiðar grilluð marineruð paprika úr krukku (líka hægt að nota t.d þistilhjörtu eða ólifur)
  • 2 lárperur
  • Rifinn ferskur parmesan ostur
  • Góð lúka fersk steinselja og graslaukur, smátt saxað
  • 1 sítróna skorin í báta

Aðferð: Hitið ofn í 220 gráður. Byrjið á að setja kúskúsið í skál og krydda það. Blandið vel saman. Hellið sjóðandi vatni yfir kúskúsið. Ég mæli aldrei vatnið heldur helli þar til vatnið þekur alveg kúskúsið og nær ca. 1/2 cm yfir það. Leggið disk eða plastfilmu yfir skálina og látið standa í 10 mínútur eða á meðan þið gerið restina af réttinum. Skerið laukinn í tvennt og svo í dálítið þykkar sneiðar. Skerið tómatana í tvennt. Setjið laukinn og tómatana á bökunarplötu. Hellið ólífuolíu, balsamikediki og hunangi yfir, saltið og piprið og veltið grænmetinu vel uppúr. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til laukurinn hefur tekið lit og karamelliserast í hunangs-edik blöndunni. Skerið grilluðu paprikuna í strimla. Ýfið kúskúsið upp með gaffli og hellið því á fat. Setjið grænmetið yfir og blandið aðeins saman. Skerið lárperuna í teninga og dreifið yfir ásamt vel af rifnum parmesan osti og saxaðri steinselju og graslauk. Kreistið smá sítrónusafa yfir og berið fram með sítrónubátum. min_IMG_3340

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Avacado, Cous Cous recipe, Góður grænmetisréttur, Grænmetisréttur, Kúskús salat, Kúskús uppskrift, Ofnbakað grænmeti

Grænmetis bolognese með mascarpone

maí 28, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_2664Það hefur lengi verið á framkvæmdarlistanum hjá mér að deila þessari uppskrift að bolognese sósu með ykkur. Ég sá uppskriftina fyrst fyrir nokkrum árum í ítölskum matreiðsluþætti á Food network þar sem hún Giada De Laurentiis töfraði fram, að mér fannst, alveg óendanlega girnilega bolognese sósu sem var eingöngu búin til úr grænmeti. Þetta var á því tímabili hjá mér þar sem ég var hálf afhuga nautahakki og hefðbundið bolognese var því ekki ofarlega á óskalistanum hjá mér. Það tímabil er nú reyndar liðið að mestu en ég slæ hendinni þó aldrei á móti góðum grænmetisrétti og gæti vel látið kjötmeti alveg í friði í lengri tíma án þess að sakna þess mikið. Þessi sósa er líka þeim eiginleikum gædd að krakkar borða hana með bestu lyst og gera sér enga grein fyrir magninu af grænmeti sem þau eru að borða. Það er alltaf kostur í mínum bókum!

Ég hripaði á sínum tíma niður á miða það sem ég mundi úr þessum matreiðsluþætti og hef síðan stuðst við það en geri nú alveg einhverjar breytingar í hvert skipti sem ég elda þennan rétt, það fer svolítið eftir því hvað er til í ísskápnum. Ég myndi þó segja að rauð paprika, laukur, gulrætur og sveppir væru alveg nauðsynleg. Öðru má bæta við eftir smekk eða eftir því sem til er í hvert skipti. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekkert mál að gera grænmetis bolognese úr allskonar grænmeti. Þessi sósa er samt alveg sér á báti, ótrúlega matarmikil og bragðgóð og eiginlega þannig að ég er handviss um fólk átti sig varla á því að það er ekki kjöt í henni.

min_IMG_2671Grænmetis bolognese:

  • 2 rauðar paprikur
  • 3-4 gulrætur
  • 1 laukur
  • 4-5 hvítlauksrif
  • 1 bakki sveppir
  • 1 tsk rósmarín
  • 3 msk ólífuolía
  • 2 msk tómatpaste
  • 1 glas rauðvín (ca.2 dl)
  • Þurrkað óreganó og steinselja (ca. 1 tsk af hvoru)
  • 2 msk mascarpone ostur (eða venjulegur hreinn rjómaostur)
  • 2 tómatar gróft saxaðir (má sleppa)
  • 1 dl vatn og 1/2 grænmetisteningur
  • Salt, pipar og nýrifinn parmesan ostur

Aðferð:

Skerið paprikuna, laukinn, helminginn af sveppunum (eða alla ef þið vijið ekki hafa bita í sósunni) og hvítlaukinn gróft niður. min_IMG_2640Setjið í matvinnsluvél ásamt rósmarín og látið vélina ganga þar til grænmetið er allt smátt saxað. min_IMG_2643Hitið olíu á pönnu og látið grænmetismaukið krauma á pönnunni í 5 mínútur. min_IMG_2644Bætið þá útí tómatpaste og steikið aðeins áfram. min_IMG_2648Setjið sveppina þá samanvið og leyfið þeim aðeins að steikjast. min_IMG_2650Hellið þá rauðvíninu út á ásamt vatni og grænmetistening og leyfið þessu að sjóða aðeins niður. min_IMG_2651Kryddið til með þurrkuðu oregano og steinseljumin_IMG_2653Setjið þá mascarpone ostinn útí og látið hann bráðna saman við sósuna. min_IMG_2659Bætið gróft skornum tómötum saman við og smakkið til með salti, pipar og parmesan osti. min_IMG_2661Berið fram með salati, taglietelle og nýrifnum parmesan osti. min_IMG_2667

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: bolognese, Grænmetisréttur

Kúrbíts Canelloni með ricottafyllingu

apríl 10, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

IMG_1989Ég virðist vera í endalausri leit að léttum og fljótlegum grænmetisréttum sem auðvitað verða að vera góðir. Lífið er jú of stutt til að borða vondan mat og bara alls engin ástæða til þess þó maður vilji hafa hollustuna að leiðarljósi. Eins og ég talaði um í síðustu færslu bjó ég til ricotta ost á dögunum. Það er svo einfalt og gott að ég hvet ykkur innilega til að gera slíkt hið sama. Það er nokkuð erfitt að nálgast þessa afurð í matvöruverslunum sem og að hún er virkilega dýr. Mér reiknaðist til að osturinn sem ég bjó til kosti tæplega 600 krónur og maður fær alveg um 500 grömm af ostinum sem dugar ríflega, t.d í þennan rétt og þá er góður afgangur.

Ég fékk hugmyndina að þessum rétti á vafri mínu um Pinterest einn daginn (sem ég skil þó samt sem áður ekki ennþá hvernig virkar, en það er önnur saga) þar var notað eggaldin í svipaðar rúllur og þær fylltar með brauðmylsnu og ricotta. Ég átti hins vegar þennan fína kúrbít í ísskápnum og ákvað að umbreyta réttinum í canelloni ”wannabe”.. Því hver elskar ekki canelloni? Svo notaði ég bara það sem ég átti og úr varð dásamlegur grænmetisréttur. Ilmurinn í eldhúsinu var eins og á ítölskum veitingastað og allir gengu sáttir frá borði, þrátt fyrir pastaleysi. Þennan rétt væri líka upplagt að undirbúa með góðum fyrirvara, jafnvel daginn áður og hita hann svo upp í ofni.
IMG_1970Kúrbíts canelloni (fyrir 3):

  • 2 stórir kúrbítar
  • ca. 4 dl Ricotta ostur
  • 1 lúka spínat, smátt saxað
  • 4 vorlaukaukar, smátt saxaðir
  • 3 döðlur, smátt skornar
  • 1 tsk chillikrydd, t.d Chilli explosion eða annað sterkt krydd með chilli (má líka nota ferskan chilli, smátt skorinn)
  • Rifinn börkur og safinn úr 1/2 sítrónu
  • 1 hvítlauksrif, rifið eða saxað smátt
  • Ferskt eða þurrkað basil eftir smekk
  • Salt og pipar

Sósan:

  • 1 krukka tómata passata (ég nota lífrænt í glerkrukku frá Sollu)
  • 2 msk gott tómatpaste
  • 1/2 grænmetisteningur
  • 1 tsk þurrkað timian
  • Ferskt eða þurrkað basil eftir smekk
  • Salt og pipar og  smá ólífulolía

Aðferð: Innihaldið í sósuna er allt sett í pott og hitað þar til suðan kemur upp. Leyft að malla í 10 mínútur. Þá er sósunni hellt í botninn á eldföstu móti. IMG_1966Kúrbítur er skorinn í ca. 1/2 cm sneiðar eftir endilöngu, kryddaður með salt  og pipar og grillaður á olíuborinni grillpönnu þar til hann mýkist og grillrendur hafa myndast.IMG_1963 Ekki elda hann of lengi. Þetta mætti líka gera á útigrilli eða á venjulegri pönnu. Tekinn af pönnunni og lagður á eldhúspappír. IMG_1967Þá er ricottaostinum hrært saman og út í hann sett spínat, vorlaukur, döðlur, chillikrydd, sítrónusafi og börkur, hvítlaukur, krydd, salt og pipar. IMG_1959Þessu er hrært vel saman og smakkað til. IMG_1960Setjið ca 1 msk af ostablöndunni á endann á hverri kúrbítslengju. IMG_1973Rúllið þeim svo upp og leggið í sósuna í eldfasta mótinu. IMG_1975Bakið við 200 gráður í 15 mínútur og berið fram með rifnum parmesan osti.IMG_1984IMG_2000

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Canelloni uppskrift, Fljótlegur réttur, Fylltur kúrbítur, Grænmetisréttur, Kúrbítur uppskrift, Ricotta

Lumaconi Rigati Grande al Forno (Ofnbakaðar pastaskeljar)

mars 16, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1480Mikið sem það er gaman að slá um sig með ítölskum matarorðum. Manni líður ósjálfrátt eins og ítalskan alveg steinliggi fyrir manni. En svo gott er það nú víst ekki þó það væri óskandi. Lumatoni Rigati Grande al Forno hljómar bara svo miklu betur heldur en ofnbakaðar pastaskeljar. Þessi réttur er einstaklega fljótlegur og góður að ég tali nú ekki um hversu barnvænn hann er. Þar sem hráefnið er einfalt og frekar ódýrt mæli ég eindregið með að splæsa í góða niðursoðna tómata í réttinn. Mér hafa fundist tómatarnir frá Sollu í glerkrukkunum mjög góðir, ég fæ þá t.d í Bónus. Eins eru til virkilega góðir ítalskir tómatar í dósum í sumum verslunum. Það jafnast engir niðursoðnir tómatar á við ítalska tómata að mínu mati, þeir kunna þetta þarna suðurfrá. IMG_1468

Lumatoni Rigati Grande al Forno (fyrir 4-6):

  • 500 gr. pastaskeljar
  • Góð ólífuolía
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 tsk þurrkað rósmarín
  • 2 dl hvítvín (eða vatn og smá sítrónusafi)
  • 2 krukkur hakkaðir tómatar (lífrænir í glerkrukku frá Sollu, eða 3 dósir)
  • 2 msk tómatpaste
  • 2 msk rjómi (má sleppa)
  • Salt, pipar og örlítið hunang eða önnur sæta
  • 1 kúla ferskur mozarella ostur
  • Rifinn parmesan ostur eftir smekk

Aðferð: Hitið ofn í 220 gráður með blæstri. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Ég notaði þessar stóru skeljar (Lumaconi Rigati Grande) sem ég fékk í Hagkaup í Garðabæ. Það væri líka gott að nota t.d penne, gnocchi skeljar eða skrúfur.IMG_1470

Á meðan pastað er að sjóða: Hitið ólífuolíu á pönnu og leyfið lauknum og hvítlauknum að malla í olíunni við meðalhita í um 5 mínútur. Kryddið með rósmarín, salti og pipar. Hellið hvítvíninu eða vatninu út á og leyfið að sjóða niður um helming. Bætið þá tómötunum og tómatpaste út á ásamt rjóma. Smakkið til með salti og pipar. Ef tómatarnir eru mjög súrir getur verið gott að setja smá sætu líka, t.d hunang. Leyfið þessu að malla í ca. 10 mínútur. Hellið vatninu af pastanu. Setjið það í eldfast mót. Hellið tómatasósunni yfir og blandið saman. Klípið mozarella ostinn í litla bita yfir pastað og rífið smá parmesan ost. Bakið í 10 mínútur. Berið fram með góðu salati og rifnum parmesan osti. IMG_1490

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur pastaréttur, Fljótlegur matur, Grænmetisréttur, Ódýr matur, Ofnbakað pasta, Pasta í tómatsósu, Pastaskeljar

Tómata- og spínatbaka

janúar 23, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

IMG_0275

Var með þessa ljúffengu og bragðmiklu böku í kvöldmatinn í gær. Ég hef ekki verið mikið í svona bökugerð sjálf en þykja bökur af ýmsu tagi alveg einstaklega góðar og skemmtilegur matur. Þessi baka er ef til vill frábrugðin mörgum öðrum grænmetisbökum að því leyti að í henni eru engin egg og bökubotninn er tiltölulega einfaldur í framkvæmd. Það sem hefur kannski hrætt mig mest frá bökugerð er einmitt þessi viðkvæmi botn sem þarf að fletja út, kæla og þar fram eftir götunum. Þessi botn er mjög góður og einfaldur, unnin saman með höndunum í skál og svo bara þrýst í formið, getur varla verið einfaldara.

Uppskrift

Bökubotn:

  • 200 grömm gróft spelt eða heilhveiti
  • Salt á hnífsoddi og smá pipar
  • 80 grömm smjör, skorið í litla teninga
  • 1/2 dl heitt vatn

Fylling:

  • 1-2 msk dijon sinnep
  • Handfylli af ólífum, smátt söxuðum
  • 1 poki rifinn mozarella
  • 2-3 msk graslaukur, smátt saxaður (hér má líka nota vorlauk)
  • 1 væn lúka spínat, aðeins skorið niður
  • 5 tómatar, skornir í frekar þunnar sneiðar og þerraðir með eldhúspappír svo að mest allur vökvinn og fræin fari í pappírinn.
  • Nokkur basilblöð, skorin í strimla
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2-3 msk rifinn parmesan ostur
  • Salt og pipar

Aðferð:

Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Allt innihaldið í bökubotninn sett í skál og unnið saman með höndunum. Þegar það er komið saman er því þrýst í botninn og aðeins upp með hliðunum á eldföstu hringlaga formi. Þetta er svo bakað í 10 mínútur. Tekið úr ofninum og leyft að kólna í 30 mínútur eða á meðan fyllingin í bökuna er undirbúin. Hitinn á ofninum lækkaður í 160-170 gráður (fer eftir ofnum, minn er t.d mjög heitur)

Page_1

Þegar bökubotninn hefur kólnað aðeins er fyllingunni komið fyrir. Dijon sinnepi smurt í þunnu lagi á botninn (þetta er alls ekki yfirgnæfandi, en ofboðslega gott). Ólífum stráð þar yfir. Því næst helmingnum af rifna mozarella ostinum og graslauknum.Page_2

Þá er spínatið sett yfir og tómötunum raðað þar ofan á ásamt basil, hér er gott að salta og pipra dálítið. Örlítið af rifnum osti stráð yfir, svo er sýrðum rjóma, restinni af rifna ostinum og parmesan ostinum blandað saman í skál og því svo smurt yfir bökuna og. Bakan er svo bökuð við 160-170 gráður í 45 mínútur. Það er gott að leyfa bökunni að jafna sig við stofuhita eftir bakstur, í 15-20 mínútur áður en hún er skorin.IMG_0283

Ég stráði smá söxuðum basil yfir bökuna og bar hana fram með gúrkustrimlum, spínati og sýrðum rjóma.

IMG_0280

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: eggjalaus baka, eggjalaus bakstur, Einföld baka, Einföld grænmetisbaka, Fljótlegur matur, Góður grænmetisréttur, Grænmetisbaka, Grænmetisbaka uppskrift, Grænmetisréttur, Spínat uppskriftir, Spínatbaka, Tómata og spínatbaka

Fljótlegt spínatlasagna

janúar 14, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1371Gerði ansi hreint fljótlegt og ljúffengt spínatlasagna í kvöld. Þetta átti reyndar upphaflega að verða spínatfyllt canelloni, en þar sem ég fór í tvær búðir að leita að ferskum lasagna plötum sem hægt væri að rúlla upp og fann þær ekki, breyttist rétturinn í lasagna með hefðbundnum þurrkuðum lasagnaplötum. Útkoman var ekki síðri.  Ég fékk hugmyndina að þessum rétti í Jamie Oliver matreiðsluþætti fyrir mörgum árum síðan, þá gerir hann svipaða útgáfu af canelloni. Rétturinn hefur svo breyst og þróast gegnum árin hjá mér og okkur finnst hann alltaf mjög góður. Þetta er allavega mjög góð leið til að fá krakka til að borða helling af spínati, þar sem heill stór spínatpoki fer í réttinn. Það tekur bara um 10 mínútur að undirbúa lasagnað og svo er það í 30 mínútur í ofninum svo þetta er fljótgert.

Spínatlasagna – fyrir 4

  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt, pipar og hálfur kjúklinga eða grænmetisteningur
  • 1 stór poki af spínati
  • 1 stór dós kotasæla
  • 1 dós 10% sýrður rjómi
  • 3 msk rifinn parmesan ostur
  • 1 krukka hakkaðir tómatar (ég notaði lífræna í krukku frá Sollu)
  • Lasagnaplötur
  • Rifinn ostur

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hvítlaukur steiktur uppúr olíunni við frekar vægan hita þar til hann mýkist, saltað og piprað og teningurinn mulinn yfir. Hitinn hækkaður aðeins og spínatinu bætt á pönnuna. Steikið spínatið þar til það hefur linast. Takin pönnuna af hitanum og bætið kotasælu, parmesan og sýrðum rjóma saman við. Salt og pipar eftir smekk. Lasagnað er svo sett saman þannig að neðst í eldfast mót fer örlítil ólífuolía og smá tómatmauk. Svo koma lasagnaplötur, spínatblanda, tómatamauk. Ég endurtók þetta þrisvar, endaði á spínatblöndu og tómatamauki. Stráði osti yfir og bakað í 30 mínútur. Lesið samt á pakkann á lasagnaplötunum, það stóð á mínum Barilla pakka að eldunartíminn á plötunum væru 20 mínútur, á sumum stendur þó alveg 30 – 40 mínútur.Slide1

Ég bar þetta fram með piccolotómötum og parmesan osti.

IMG_1385

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Fljótlegur matur, Góður grænmetisréttur, Grænmetislasagna, Grænmetisréttur, Lasagna, Lasagna uppskrift, Parmesan ostur, Piccolo tómatar, Spínat uppskrift, Spínatlasagna uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme