• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

grillað lambakjöt

Grillspjót með lambakjöti og grænmeti

júlí 4, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_3121Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskrift heldur er þetta nú svona meira hugmynd að kvöldmat. Mér þykir alveg einstaklega skemmtilegt að grilla mat á spjóti. Bæði finnst mér það sumarlegt og bragðgott en svo er það alveg ótrúlega sniðugt af því að með því að þræða kjöt, fisk eða grænmeti upp á spjót getur maður hafti bitana tiltölulega litla og þá brúnast miklu meira yfirborð heldur myndi gerast á einum stórum bita. Þá fá allir nokkrar litlar ”steikur” í staðin fyrir að þurfa að skera sneiðar af einum bita. Svo er þetta líka alveg svakalega fljótleg eldamennska, tekur aðeins um 10 mínútur að grilla svona lambaspjót.

min_IMG_3120Það eru nokkrir hlutir sem er ágætt að hafa í huga þegar svona spjót eru grilluð. Það er ekki sniðugt að raða á spjót hráefni sem þarf mis mikinn eldunartíma. Ég set til dæmis nánast aldrei kjúkling eða svínakjöt á spjót með grænmeti af því mér finnst grænmetið oftast brunnið þegar kjötið er eldað í gegn. Það er upplagt að raða saman lamba- eða nautakjöti ásamt grænmeti á spjót því það er allt í lagi þó það kjöt sé ekki alveg fulleldað í gegn. Ef grilla á grænmeti með kjúklingi eða svínakjöti er sniðugt að þræða það á sér spjót svo auðveldara sé að stjórna eldamennskunni. En svona gerði ég allavega þessi fljótlegu og afar góðu lamba grillspjót í þetta skiptið.

min_IMG_3131Lamba grillspjót (fyrir 3):

  • 500 gr lamba innralæri
  • 1 rauð paprika
  • 1 gul paprika
  • 2 rauðlaukar
  • 4 msk ólífuolía,
  • 1 tsk gróft sjávarsalt, 1 tsk nýmalaður svartur pipar og 1 tsk rósmarín.
  • Góð BBQ sósa (má sleppa)

min_IMG_3118Aðferð: Byrjið á að skera grænmetið og kjötið í hæfilega bita svo gott sé að þræða þá upp á teina. Setjið 4 msk af ólífuolíu, 1 tsk gróft sjávarsalt, 1 tsk pipar og 1 tsk rósmarín í fat eða skál og veltið kjötinu og grænmetinu vel upp úr kryddolíunni. Þræðið upp á tein og grillið við frekar háan hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið. Penslið BBQ sósunni yfir spjótin rétt áður en þið takið þau af grillinu, snúið þeim við og penslið hinu megin. Grillið í 1-2 mínútur eftir að sósunni hefur verið penslað á. Ég bar fram með þessu grillaðar sætar kartöflusneiðar og kalda jógúrtsósu. min_IMG_3134

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: grillað lambakjöt, Grillmatur, Grillspjót, Kjöt á teini, lambakjöt uppskrift

Grillaður lambahryggur

mars 29, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

IMG_1300Ég hef verið að renna í gegnum gamlar myndir á tölvunni. Einhverra óskiljanlegra ástæðna vegna hef ég alveg gleymt að setja hingað inn myndir af svona eiginlega uppáhaldsmatnum mínum og margra í stórfjölskyldunni minni. Grilluðum lambahrygg. Ég mæli eindregið með því að þið prófið þessa aðferð næst þegar þið ætlið að elda lambahrygg. Þarna blandast saman lungamjúkt bragðmikið kjöt sem kemur af því að elda hrygginn við frekar hægan hita í langan tíma. Á sama tíma kemur alveg dásamlegt grillbragð af hryggnum. Það má eiginlega segja að þetta sé einkennisréttur foreldra minna en þau, þá sérstaklega grillsnillingurinn pabbi minn, hefur masterað tæknina við að grilla hinn fullkomna lambahrygg eftir áratuga reynslu (bak)við grillið. Þau grilla í hvaða veðri sem er, hvenær árs sem er. Sennilega eina fólkið sem hefur grillað jólasteikina á aðfangadagskvöld. Pabbi er svo mikill grillari að mamma þarf stundum að laumast til að elda því annars er pabbi búinn að skella nánast hverju sem á að vera í matinn, á grillið.

IMG_1297En aftur að hryggnum. Pabbi er löngu kominn á það stig að notast ekki við álpappír undir hrygginn heldur er grilltæknin þvílík að engin hjálpartæki eru þörf. Ég mæli þó með því að í fyrstu skiptin sem hryggur er grillaður sé notast við Heavy Duty álpappír undir hryggin til að varna því að fitan leki af kjötinu ofan í grillið og hringja þurfi í Samma brunavörð. Ég ætla að láta það óskrifað hvort slíkar aðstæður hafi komið upp á mínum bæ.

Þetta er því varla uppskrift heldur meira lýsing á aðferð. En svona berum við okkur að:

  • 1 vænn lambahryggur, snyrtur og skorið vel ofan í fituna eins og sést á myndinni.
  • Kryddaður vel með sjávarsalti (Maldon), nýmöluðum svörtum pipar og rósmarín
  • Hryggnum leyft að standa við stofuhita í 1 – 2 klst. Þannig verður kjötið mun mýkra og betra. Ég mæli ekki með að það sé sett beint úr ísskápnum á grillið.
  • Okkur finnst langbest að hafa kryddið einfalt á hryggnum. Salt, pipar og rósmarín verður því oftast fyrir valinu með ljúffengri útkomu. Stundum höfum við líka smurt dijon sinnepi yfir hrygginn og stráð svo yfir áðurnefndum kryddum. Hvorutveggja er mjög gott.

IMG_1296Grillið hitað. Ef um þriggja brennara grill ræðir, kveikið þá á báðum hliðarbrennurum og hafið slökkt á miðjubrennurum. Hafið kjötið allan tímann yfir óbeinum hita. Hitastigið á mælinum á grillinu á að sýna ca. 170 – 190 gráður. Við erum með Weber grill þar sem mælirinn er í lokinu. En þetta er mjög mismunandi eftir grillum svo það er ágætt að prófa sig aðeins áfram. Ekki fara mikið yfir þetta hitastig allavega. Setjið hrygginn á álpappírsbút þannig að fitan leki ekki ofan í grillið, leggið á grillið, þannig að fituhliðin snúi upp og hafið grillið lokað. Það þarf ekki að brúna fituhliðina áður. Hún bakast bara eins og ef hryggurinn væri í bakarofni. Nema hvað að þessi bakarofn er með grillbragði inniföldu, hversu slæmt getur það verið? Best er að stinga hitamæli í kjötið og leyfa því að malla á grillinu þar til réttu hitastigi er náð. Okkur finnst fínt að leyfa hitanum að fara upp í 65 gráður. Það fer þó bara eftir smekk. Þegar réttu hitastigi er náð er kjötið tekið af grillinu og leyft að jafna sig í um 20 mínútur áður en það er skorið. IMG_1306

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: grillað lambakjöt, Grillaður lambahryggur, Lambahryggur uppskrift

Grillaðar marineraðar lambakótilettur, hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri, grískt salat og graslaukssósa

janúar 13, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

Image

Er ekki alveg að koma sumar?.. Við ákváðum í gær að vera með grillaðar kótilettur, sem er sennilega ó-janúarlegasti matur sem fyrirfinnst. Ég mundi þá eftir uppskrift af marineringu sem ég hafði séð hjá henni Inu Garten vinkonu minni og ákvað að prófa. Útkoman var mjög góð og þetta er marinering sem alveg smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Þar sem Ina kallar lambakjötið sitt grískt, ákvað ég að vera með létta jógúrtsósu með og mína útgáfu af grísku salati. Hasselback kartöflurnar fengu svo að fylgja með. Ég hef verið að lesa á mörgum bloggum um hina miklu dásemd sem brúnað smjör er, svo ég ákvað að taka kartöflurnar upp á annað og æðra stig og hellti brúnuðu smjöri yfir þær áður en ég bakaði þær og sá svo sannarlega ekki eftir því. Mæli eindregið með því að þið skellið í brúnað smjör við fyrsta tækifæri, það opnaðist nýr heimur fyrir mér við þessa aðgerð.. möguleikarnir á þessari dýrð eru endalausir. Hérna eru góðar leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að við gerð brúnaðs smjörs.

IMG_1340Marinering á lambakjöt:

  • 8 lambakótilettur (ég gleymdi að athuga vigtina en þetta voru 8 vænar sneiðar, með lundum, ég lét saga þær í tvennt fyrir mig, þetta dugði mjög vel fyrir 3 fullorðna og 1 barn)
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 msk saxað rósmarín
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 tsk salt og 1 tsk pipar
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 dl rauðvín

Öllu blandað saman og hellt yfir lambakjötið, ég setti þetta í rennilása plastpoka og lét standa við stofuhita í 1,5 klst. Má líka gera daginn áður og láta marinerast í ísskáp. Kjötið er svo grillað á útigrilli í um það bil 5-6 mínútur á hvorri hlið við frekar háan hita. Ég stráði svo saxaðri steinselju yfir kjötið þegar það var tilbúið. Það er nú ekkert möst samt :

IMG_1329Litlar hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri:

  • Um það bil 10-12 frekar litlar kartöflur, skolaðar og þerraðar (Ég reiknaði með þremur kartöflum á mann)
  • 75 grömm smjör, brúnað
  • Salt, pipar og rósmarín.

Raufar skornar í kartöflurnar, smjörið brúnað og hellt yfir, Saltað og piprað og nokkrar rósmaríngreinar settar með. Bakað í ofni við 180 gráður í 60 mínútur.

IMG_1319

Grískt salat:

  • 1 agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í sneiðar
  • 2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 1/2 lítil krukka ólívur
  • 1/2 krukka grillaðir ætiþistlar (Ítalía ætiþistlar, fást í Bónus og Hagkaup)
  • 1/2 krukka salat feti, vatnið sigtað frá
  • Salt, pipar, 1 msk hvítvínsedik, 2 msk ólífuolía og þurrkað oregano

Öllu blandað saman í skál, ólífuolíu og ediki skvett yfir og smakkað til með salt, pipar og óreganó.

IMG_1298

Graslaukssósa:

  • 2 dl ab mjólk
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1/2 búnt graslaukur, smátt saxaður (þessi sem fæst í plastbökkunum)
  • 1/2 tsk hunang
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • Salt og pipar

Öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar

IMG_1299

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Graslauks sósa, grillað lambakjöt, Grískt salat, Hasselback kartöflur, jógúrtsósa, Lambakjöt marinering, lambakjöt uppskrift, lambakótilettur, Marinering á lambakjöt, Piccolo tómatar

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme