• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Haframjölskaka

Hjónabandssæla

janúar 27, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_0380Það hlýtur að vera við hæfi að baka hjónabandssælu svona í kjölfar bóndadags! Ég allavega bakaði þessa klassíska haframjöls hjónabandssælu á þessum hálfgráa notalega sunnudegi í dag. Ég hef ekki bakað hjónabandssælu oft áður, en þessi uppskrift sem ég studdist við er upphaflega komin frá henni Ree Drummond (Pioneer woman) og gengur þar undir heitinu Strawberry Oatmeal Bars. Innihaldið var þó afar svipað og í hinni ”íslensku” (kann annars einhver sögu hjónabandssælunnar?) hjónabandssælu og til þess að hún yrði alvöru skipti ég jarðaberjasultunni út fyrir rabarbarasultu. Ég get þó vel hugsað mér að gera hana næst með jarðarberjasultunni.. Útkoman varð alveg hreint ljómandi góð hjónabandssæla. Ég bakaði sæluna í ferköntuðu eldföstu móti (ca.22x33cm).

Hjónabandssæla uppskrift: (Breytt uppskrift frá Ree Drummond)

  • 200 grömm smjör, skorið í litla teninga
  • 4 dl spelt
  • 4 dl grófir hafrar
  • 2 dl púðursykur
  • 3 msk súrmjólk
  • 1 krukka rabarbarasulta

IMG_0357IMG_0358Aðferð:

Ofn hitaður í 160 gráður með blæstri. Bökunarmótið smurt vel svo ekkert festist við það. Allt hráefnið í kökuna nema sultan unnið saman (ég notaði K-ið í Kitchenaid hrærivélinni) þar til það loðir vel saman. Rúmlega helmingnum af deiginu er þrýst í bökunarmótið, rabarbarasultunni dreift yfir og restin af deiginu mulin yfir sultuna. Bakað frekar neðarlega í ofni í u.þ.b 35 mínútur. Látið kólna alveg og kakan svo skorin í teninga. IMG_0396

Dáfín sunnudagskaka.. eða hvaða dags sem er kaka 🙂

IMG_0378

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góð hjónabandssæla, Haframjölskaka, Hjónabandssæla, Rabarbarasulta uppskriftir

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme