• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Heill kjúklingur

Útflattur chili kjúlli með hvítlauk og sítrónu

mars 28, 2014 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_5373Ég fæ seint leið á því að elda heilan kjúkling og hugsa að ég hafi prófað hundrað mismunandi útgáfur í gegnum tíðina. Hér á bæ er heill kjúklingur kallaður ”hæna” af þeim fimm ára og það er enginn vafi á því að þeim stutta þykir hænan margfalt betri en til dæmis kjúklingabringur. Hann dæsir þegar undirrituð býður upp á svoleiðis ómögulegheit. Ég er alveg á því að kjúklingabringur séu fyrir nútímabarnið það sem soðin ýsa var fyrir mig þegar ég var lítil. Oft á borðum og alveg ágætis matur en aldrei við nein sérstök húrrahróp eða fagnaðarlæti. Ég get svosum alveg tekið undir með stráknum og veit fátt betra, eða einfaldara en að elda heilan kjúkling. Þá fá líka allir eitthvað fyrir sinn snúð. Svo verður þessi fíni afgangur (allavega hjá okkur) sem má nota í hádegismat daginn eftir, inn í tortillakökur, út í kjúklingasalat og svo mætti lengi telja. Nýjasta hænu æðið á heimilinu er þessi skemmtilega flati chilli kjúklingur sem vekur ávalt lukku. Hryggbeinið klippi ég úr kjúllanum og baka hann svo í ofni með brjóstið upp (hér eru góðar leiðbeiningar hvernig maður klippir hrygginn úr kjúllanum). Bæði eldast kjúklingurinn fyrr með þessari aðferð og svo þykir mér skemmtilegt að bera hann fram svona. Ég hvet ykkir til að prófa þetta mikla gúmmelaði og lofa að Sambal chillimaukið gerir kjúklinginn alls ekki svo sterkan heldur bara alveg einstaklega ljúffengan.

min_IMG_5380Útflattur chilli kjúlli með sítrónum:

  • 1 vænn heill kjúklingur
  • 2-3 msk chillimauk eins og Sambal Oelek (fæst t.d í Bónus)
  • 1 sítróna
  • 2-3 hvítlauksrif
  • Ólífuolía, salt og pipar

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður eða 180 gráður með blæstri. Skolið kjúklinginn að utan og innan og þerrið með eldhúspappír. Snúið kjúllanum þannig að bringan snúi niður og náið góðu taki á honum. Klippið hryggbeinið/hryggsúluna úr kjúklingnum með góðum eldhússkærum (sjá hér). Leggið kjúklinginn þannig að bringan snúi upp og þrýstið með báðum höndum á bringubeinið þannig að það gefi undan og kjúklingurinn fletjist vel út, skerið nokkrar rákir í bringuna og lærin svo kryddið komist betur inn í kjötið. Penslið kjúklinginn með chillimaukinu báðu megin og kryddið með salti og pipar. min_IMG_5366Skerið sítrónuna í sneiðar. Leggið helminginn af sneiðunum í botninn á eldföstu móti  ásamt hvítlauknum og leggið kjúklinginn þar ofan á. Setjið restina af sítrónunni yfir kjúllann og dreypið smá ólífuolínu yfir allt saman og setjið u.þ.b 1 dl af vatni í botninn á fatinu. min_IMG_5368Bakið í 40 mínútur og takið þá út og athugið hvort kjúklingurinn er tilbúinn með kjöthitamæli eða með því að skera í þykkasta hluta bringunnar. Ef hann er ekki alveg tilbúinn stingið honum þá inn aftur í 5 mínútur og athugið þá aftur. Það borgar sig að athuga frekar oftar en ekki til þess að ofelda ekki kjúklinginn. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn tek ég hann út úr ofninum og leyfi honum að standa á borði í a.m.k 10-15 mínútur áður en ég sker hann. Þannig verður kjötið enn safaríkara. Ég ber þetta fram með kúskús og salati og dásamlega sítrónu, chilli, hvítlauks, kjúklingasoðinu sem kemur í botninn á fatinu.min_IMG_5375

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Chili kjúklingur, Góðir kjúklingaréttir, Heill kjúklingur, Kjúklingaréttir, Kjúklingur með sítrónum, Útflattur kjúklingur

Lúxus biti í skyndi..

desember 20, 2012 by helenagunnarsd 11 Comments

IMG_0677

Það er nú bara þannig að það þarf alltaf að vera eitthvað í matinn. Líka þó að jólin séu að koma 🙂 Þegar tíminn er naumur eins og eiginlega alltaf á virkum dögum langar mig svo oft í eitthvað gott í matinn en hef alls ekki tíma til að standa yfir pönnum og pottum svo tímunum skipti. Mér finnst því alltaf jafn ánægjulegt að elda rétti sem taka enga stund í undirbúningi og svo sér ofninn bara um restina og ég get gert eitthvað skemmtilegt eða gagnlegt á meðan.

Ég var eiginlega búin að gleyma hversu gott það getur verið að elda heilan kjúkling í ofni. Á sumrin grillum við hann reyndar oft heilan á standi (meira um það seinna). Við borðum oft kjúkling hérna á heimilinu og oft þegar ég er að ákveða hvað á að vera í matinn hugsa ég hvernig kjúkling geti ég eldað. Ég fékk hugmyndina að þessum rétti í amerískum matreiðsluþætti sem heitir Barefoot Contessa, það er allt gott sem þessi kona eldar svo ég ákvað að prófa og hef eldað þennann kjúkling oft og mörgum sinnum síðan og hann klikkar aldrei. Það er aðeins mismunandi hvaða grænmeti ég nota en mér finnst nauðsynlegt að hafa gulrætur og fennelið gefur alveg ofsaleg gott bragð. Mæli með því að þið prófið það. Svo hef ég alltaf kartöflur þar sem sá 4 ára er mikill kartöflu aðdáandi.

Ofnbakaður kjúklingur með kartöflum og grænmeti – Fyrir fjóra.

Það sem ég nota í þennan rétt er:

  • 1 heill kjúklingur (1.5kg)
  • 2-3 bökunarkartöflur eða nokkrar minni
  • 2-3 gulrætur
  • 1 frekar stór laukur
  • 1 fennel
  • 1 sítróna
  • 1 hvítlaukur
  • Salt, pipar, ólífuolía og rósmarín
  • 1/2 l kjúklingasoð (vatn og kraftur)

Aðferð:  Ofn hitaður í 200 gráður með blæstri (annars 210-220 gráður). Ég byrja alltaf á því að skola kjúklinginn og þerra hann vel með eldhúspappír. Því næst ber ég á hann vel af ólífuolíu, salta og pipra vel að innan sem utan. Svo sker ég sítrónuna og hvítlaukinn í tvennt, þversöm. Hef hýðið á hvítlauknum og sting þessu öllu saman inn í kjúklinginn.

IMG_0599

IMG_0600

Svo er bara að skera allt grænmetið frekar gróft niður og setja í botninn á eldföstu móti eða á bökunarplötu, krydda með salt og pipar og smá ólífuolíu. Leggja svo kjúklinginn ofan á grænmetið og strá smá rósmarín yfir allt saman. Það finnst mér alveg gera gæfumuninn. Svo helli ég kjúklingasoðinu í fatið.  Þetta er svo bakað í um það bil 50 mínútur, eða þar til kjarnhitinn er kominn í a.m.k 70 gráður.

IMG_0675Ég ber þetta bara svona fram eins og það kemur, er ekki með neitt aukalega með, enda bæði kartöflur og grænmeti og svo kemur alveg dásamleg soð sósa í botninn á fatinu af grænmetinu, sítrónunum og kjúklingnum. Þetta er alveg ofsalega gott 🙂

Filed Under: Uncategorized Tagged With: Heill kjúklingur, kjúklingur í ofni

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme