• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Heill kjúklingur uppskrift

Heilsteiktur kjúklingur í bjórsoði með 20 hvítlauksrifjum

desember 10, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4667Ég ligg núna á nokkrum uppskriftum sem eiga það allar sameiginlegt að hafa verið eldaðar í myrkri og óspennandi eldhúsljósum og þeim fylgja myndir sem eiginlega eru ekki birtingarhæfar. Sem er synd því ég er mjög ánægð með uppskriftirnar. Ég læt mig því hafa það í þetta skiptið og birti hér mikla uppáhalds uppskrift með myndum sem ekki eru í uppáhaldi.

Heilsteiktur kjúklingur hittir alltaf í mark á mínu heimili. Það er varla til einfaldari matur og okkur þykir hann alveg ómótstæðilega góður. Þetta er líka svona matur sem tekur litla stund í undirbúningi, maður hendir inn í ofn og gleymir honum svo þar til klukkustund seinna. Ég ákvað að prófa á dögunum að elda kjúklinginn aðeins hægar en venjulega og hafði ofninn frekar lágt stilltan, auk þess hafði ég þéttan álpappír yfir og bragðgott soð í botninum á fatinu. Það má því eiginlega segja að kjúklingurinn hafi gufueldast við vægan hita fyrst um sinn í dásamlegri gufu af bjór, hvítlauk og sítrónum. Undir lok eldunartímans er hitinn svo hækkaður hressilega, álpappírinn tekinn af og kartöflum bætt í fatið. Þá myndast gullin og stökk húð á fuglinn og útkoman einhver safaríkasti og besti kjúklingur sem við höfðum smakkað. Kjúklingurinn er svo borinn fram með himnesku soðinu sem hægt væri að drekka með röri. Mér fannst alls ekki koma yfirgnæfandi hvítlauksbragð af soðinu, við svona hæga eldun verður hvítlaukurinn mjúkur og sætur og gefur soðinu og kjúklingnum ákaflega gott bragð sem passar svo einstaklega vel við bjórinn í soðinu.

Heilsteiktur kjúklingur í bjórsoði með 20 hvítlauksrifjum:

  • 1 heill vænn kjúklingur (1,5-1,7 kg)
  • Ólífuolía
  • Sjávarsalt, nýmalaður pipar og rósmarín
  • 1 sítróna
  • 1 stór laukur
  • 20 hvítlauksrif
  • 330 ml ljós bjór (einnig væri hægt að nota pilsner)
  • 3 dl kjúklingasoð (1/2 kjúklingateningur+3 dl heitt vatn)
  • 2 bökunarkartöflur
  • 1/2 – 1 sæt kartafla

Aðferð: Hitið ofn í 150 gráður. Náið ykkur í stórt eldfast mót eða ofnskúffu. Hreinsið kjúklinginn og þerrið hann vel með eldhúspappír. Skerið laukinn í þykkar sneiðar og leggið í botninn á fatinu. Makið kjúklinginn með smávegis ólífuolíu og kryddið hann vel með salti og pipar, setjið hálfa sítrónu inn í kjúklinginn ásamt 2-3 hvílauksrifjum. Leggið kjúklinginn ofan á lauksneiðarnar. Dreifið hvítlauksrifjunum í fatið ásamt restinni af sítrónunni. Hellið bjórnum yfir ásamt kjúklingasoði.min_IMG_4653Leggið álpappír nú vel yfir fatið svo gufan sleppi ekki við eldun. Setjið kjúklinginn inn í ofn í 1 klst (eða þar til kjarnhiti í þykkasta hluta bringunnar er kominn í 60 gráður).

Takið kjúklinginn þá út og takið álpappírinn af. Hækkið ofnhitann í 220 gráður. Skerið kartöflurnar í teninga og dreifið í kringum kjúklinginn. Dreifið smávegis af ólífuolíu yfir og kryddið yfir allt saman með salti, pipar og rósmarín. Bakið áfram í 30 mínútur eða þar til hitinn í bringunni er kominn í 70 gráður. Takið kjúklinginn út og leyfið honum að jafna sig í 15 mínútur áður en hann er skorinn. min_IMG_4666

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góður kjúklingaréttur, Heill kjúklingur uppskrift, Hvernig á að elda heilan kjúkling, kjúklingur í ofni, Ofnbakaður kjúklingur, Steiktur kjúklingur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme