• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Hindber

Vanillubollakökur með hindberjafyllingu og kampavínskremi

desember 29, 2015 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_0146Ég meina það af öllu hjarta þegar ég segi að þessar bollakökur hafa varla vikið úr huga mér síðan ég bakaði þær, bauð upp á þær í matarboði stuttu fyrir jól og gæddi mér svo daginn eftir á þeirri einu sem varð í afgang.. Næstum með tárin í augunum. Uppskriftina fann ég á síðunni Sugar and Soul og vissi um leið og ég leit hana augum að þetta þyrfti ég að prófa. Ég notaði ”white cake mix” í kökurnar sem ég fékk í versluninni Allt í köku. Ég ákvað að notað það því ég vildi hafa kökurnar alveg skjannahvítar. Ef þið viljið baka ykkar eigin bollakökur frá grunni er það lítið mál, hér er til dæmis ljómandi fín uppskrift. Það er vel við hæfi að ljúka Eldhúsperlu árinu 2015 á þessari hátíðlegu uppskrift.

Í leiðinni langar mig að þakka ykkur öllum fyrir innlitið, kveðjurnar, like-in og commentin á árinu sem er að líða. Án ykkar væri þetta allt saman nú hálf fátæklegt.. Megi næsta ár verða ykkur öllum gæfuríkt og gómsætt! – ..Ég mæli svo með að þið bakið kökurnar fyrir gamlárskvöld og berið fram með ísköldu freyðivíni rétt eftir miðnætti.. Svona ef þið viljið slá í gegn..

Vanillubollakökur með hindberjafyllingu og kampavínskremi (Örlítið breytt uppskrift frá Sugar and Soul) – Um 20 kökur

Bollakökur:

  • 1 pakki White cake mix frá Allt í köku eða Vanillubollakökur frá grunni 

Aðferð: Bakið bollakökurnar skv. leiðbeiningum og kælið. Þegar kökurnar hafa kólnað alveg gerið þið holur ofan í hverja köku, takið um það bil teskeið eða rúmlega það úr miðjum kökunum, þarna fer svo fyllingin góða.

Hindberjafylling:

  • 4 bollar frosin hindber
  • 3/4 bolli sykur
  • 4 msk maíssterkja (Maízena)
  • 4 msk vatn
  • 1 vanillustöng eða 1 tsk vanillusykur (má sleppa)

Aðferð: Setjið hindber, sykur og vanillu í pott. Kveikið undir, látið hindberin þiðna og byrja að sjóða. Tekur 10-15 mínútur. Hrærið maíssterkju og vatni saman í lítilli skál og hellið út í hindberjablönduna. Hrærið í og látið sjóða í 1-2 mínútur þar til blandan þykknar. Látið kólna alveg. Setjið rúmlega eina teskeið af fyllingunni í hverja bollaköku. Geymið í lokuðu íláti í ísskáp ef þið ætlið ekki að nota fyllinguna strax, hana má gera með nokkurra daga fyrirvara.

Kampavínskrem:

  • 250 gr mjúkt smjör (ekki ósaltað)
  • 500 gr flórsykur
  • 1/2 – 1 dl gott freyðivín að eigin vali – Ég notaði Prosecco, líka gott að nota Cava eða bara alvöru Champagne.. ykkar er valið!

Aðferð: Þeytið saman smjör og flórsykur þar til ljóst og létt. Bætið vínínu út í smám saman þar til kremið er létt og mjúkt, eins og þið viljið hafa það. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið fallega ofan á kökurnar. IMG_0145

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bollakökur, Einfaldur eftirréttur, góðar bollakökur, góður eftirréttur, Hindber, Hindberjakökur, Hvítar bollakökur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme