• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Holl súkkulaðimús

Músin sem sló í gegn

október 28, 2013 by helenagunnarsd 9 Comments

min_IMG_4446Fyrir fimm árum síðan (ég trúi því samt ekki að það sé svona langt síðan) fór ég, nýbökuð móðir, á námskeiðið Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða, hjá henni Ebbu Guðnýju. Námskeiðið var frábært og ennþá í dag er ég nýta mér góð ráð sem hún Ebba kenndi okkur á námskeiðinu. Ég er allavega ekki hissa á að námskeiðið gangi enn og bækurnar hennar rokseljist. Hún kenndi mér á einni kvöldstund meira um næringu ungbarna og mataræði almennt en ég hafði nokkurn tímann náð að lesa um í bókum sem ég hafði þó gert þó nokkuð af á meðgöngunni. Að ég tali nú ekki um öll frábæru og sniðugu ráðin sem hún gaf námskeiðsgestum um hitt og þetta. Ég mæli heilshugar með því að þið skellið ykkur á námskeið hjá henni ef þið sjáið það auglýst og eiginlega hvort sem þið eigið ungt barn eða ekki. Góðu ráðin og uppskriftirnar nýtast öllum á heimilinu. En jæja, á þessu umrædda námskeiði gaf Ebba okkur ýmislegt gómsætt að smakka og þar á meðal var dásamleg súkkulaðimús. Hún sagði okkur ekki hvað var í henni fyrr en eftir smakkið og ég ætlaði ekki að trúa því að súkkulaðimús samsett úr lárperu og banana ásamt örfáum öðrum hráefnum gæti smakkast svona guðdómlega vel. En hún gerði það svo sannarlega og hefur verið hér á borðum ótal sinnum eftir þetta og er alltaf jafn yndislega góð. Ég er því miður búin að týna upprunalegu uppskriftinni frá Ebbu svo músin mín hefur aðeins breyst og þróast. Svona geri ég hana oftast og hvet ykkur eindregið til að prófa!

min_IMG_4448Súkkulaðimús (fyrir 3-4):

  • 4 litlar lárperur eða 2 stórar (ég nota þessar í græna netinu)
  • 2 þroskaðir bananar
  • 4 msk fljótandi kókosolía
  • 4 msk gott kakó
  • 4 msk hunang, hlynsíróp eða önnur sæta (má vera minna, smakkið ykkur áfram)
  • 1/2 tsk hreint vanillu extract
  • 1/4 tsk sjávarsalt

Aðferð: Lárperur og bananar afhýtt.min_IMG_4435 Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og unnið vel saman þar til silkimjúkt og slétt. min_IMG_4436Mér finnst betra að nota matvinnsluvél en blandara en ef þið notið blandara gæti þurft að setja örlítið vatn eða mjólk til að vélin nái að hræra allt vel saman. min_IMG_4439Setjið í skálar og kælið í 1 klst. Berið fram með þeyttum rjóma, rifnu 70% súkkulaði og gjarnan ferskum berjum.min_IMG_4450

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Avocado súkkulaðimús, Holl súkkulaðimús, Hollur eftirréttur, Hráfæði, Hráfæði eftirréttir, Súkkulaðibúðingur, Súkkulaðimús

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme