• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Hollt álegg

Brokkolí pestó

apríl 3, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1806Ég er á einhverju miklu pestó æði þessa dagana. Bjó til basil og spínat pestó um daginn og bjó svo nýlega til þetta frekar nýstárlega brokkolí og klettasalat pestó. Mér finnst það ofboðslega gott og nota það á ýmislegt og ekki finnst mér verra að það sé stútfullt af brokkolí hollustu. Í gær var ég til dæmis með grillaða hamborgara og setti þetta ofan á þá, ég nota þetta líka ofan á hrökkbrauð, þetta er gott með salati, ofan á ofnbakaðar eða grillaðar kjúklingabringur og fisk og svo væri vel hægt að hræra þessu saman við pasta. Möguleikarnir eru endalausir. Þetta er frekar stór uppskrift. Mér finnst ágætt að búa til dálítið af þessu og eiga í ísskáp. Geymist vel í 10 daga. Svo er alltaf hægt að gleðja einhvern með krukku af þessu góðgæti.

Brokkolí pestó:

Þetta eru um það bil hlutföllin eins og ég gerði það. Pestó er ekki svo heilagt svo um að gera að smakka sig áfram.  

  • 1 vænt brokkolí höfuð, stilkurinn skorinn frá og skorið í bita
  • 1 lúka klettasalat (má sleppa, ég átti það til og notaði þess vegna, mætti líka nota t.d basil)
  • 1/2 Parmesan ostur eða Grana padano (ca. 100 grömm)
  • 50 grömm furuhnetur
  • 50 grömm valhnetukjarnar
  • 50 grömm möndlur
  • (Ég notaði þær hnetur sem ég átti, líka fínt að nota bara eina tegund eða það sem til er í skápunum)
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 3-4 dl ólífuolía
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • Salt og pipar

Aðferð: Byrjið á að setja parmesan ostinn í litlum bitum í matvinnsluvélina og tætið hann smátt niður. Setjið hneturnar saman við ásamt brokkolíinu, klettasatinu og hvítlauknum og látið ganga þar til þetta er nokkuð smátt saxað. Hellið þá ólífuolíunni og sítrónusafanum út í og smakkið til með salt og pipar. Setjið eins mikla olíu og ykkur finnst þurfa, það er bara smekksatriði. Setjið í krukkur og geymið í ísskáp í allt að 10 daga. IMG_1807

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Brokkolí pestó, Brokkolí uppskrift, Hollt álegg, Pestó, Pestó uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme