• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Jólaís

Jólarjómaís með Baileys, Irish cream súkkulaði og piparkökum

desember 18, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_4695Eitt það skemmtilegasta og jólalegasta sem ég gerir fyrir jólin er að búa til jólaísinn. Þegar ég var lítil og hékk í svuntufaldinum á mömmu þótti mér svo miklu skemmtilegra að hjálpa henni að gera ísinn heldur en að baka smákökur. Ég beið spennt eftir ískvöldinu og mér fannst alveg ömurlegt ef ég missti af því, sem gerðist reyndar afar, afar sjaldan. Mamma hrærði eggin og sykurinn inni í búri í hávaðasömustu Kenwood hrærivél sem sögur fara af og rjóminn var þeyttur frammi í eldhúsi á meðan. Svo komst friðurinn á aftur og þegar öllum hráefnunum var blandað rólega saman varð úr dásamleg ísblanda sem breyttist svo í besta ís sem til er. min_IMG_4691Ég geri alltaf okkar hefðbundna jólaís sem samanstendur af sjerríi, muldum makkarónukökum og súkkulaði. Í ár ákvað ég að gera líka nýja tegund eftir að hafa fengið á heilann að piparkökur og Baileys hlyti bara að passa saman eins og hönd í hanska. Sem það gerir. Ísinn er einstaklega góður, hann er svo góður að þið verðið að prófa. Trúið mér. Ég nota alltaf sömu grunnuppskrift í ís sem samanstendur af 6 eggjum, 6 matskeiðum af sykri og hálfum líter af rjóma. Þetta er uppskriftin sem mamma kenndi mér og góð kona kenndi henni. Hún er einföld og virkar alveg þrusu vel.

Jólaís með Baileys, Irish cream súkkulaði og piparkökum:

  • 6 egg
  • 6 msk sykur
  • 1/2 líter rjómi
  • 200 gr piparkökur
  • 2 plötur Pipp súkkulaði með Irish cream (eða 200 gr gott rjómasúkkulaði eða karamellufyllt súkkulaði)
  • 1/2 – 1 dl Baileys (eftir smekk ég notaði alveg 1 dl, vildi finna Baileys bragð)

min_IMG_4684Aðferð: Myljið piparkökurnar frekar fínt, allt í lagi að hafa smá bita. Saxið súkkulaðið og þeytið rjómann. Þeytið eggin og sykurinn í hrærivél eða með rafmagnsþeytara þar til mjög ljós og hafa margfaldast að stærð. Þetta tekur um 5 -7 mínútur. Gætið þess að þeyta eggin vel annars skilur ísinn sig þegar hann frýs. min_IMG_4686Blandið rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju ásamt Baileys, súkkulaðinu og piparkökunum (takið smá frá af piparkökunum til að dreifa yfir í lokin). Hrærið hægt og rólega þar til allt hefur blandast saman. Ég mæli eindregið með að smakka blönduna á þessum tímapunkti og athuga hvort þið viljið meira Baileys. min_IMG_4689Hellið í box eða form og frystið. Það þarf ekki að hræra í ísnum á meðan hann er að frjósa, einn af kostum þess að nota áfengi í ís er að það myndast mun minni ískristallar í ísnum. Ég tek þó fram að ísinn myndi ég ekki gefa börnum, sérstaklega ekki ef þið notið allt Baileys-ið. ..Það er líka til nóg af öðru góðu handa þeim og allt í lagi að fullorðna fólkið fái stundum fullorðins nammi. Takið ísinn úr frysti 15-20 mínútum áður en þið berið hann fram og njótið út í ystu æsar. Það eru nú einu sinni jólin!min_IMG_4696

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: besti jólaísinn, einfaldur ís, Fljótlegur eftirréttur, góður eftirréttur, ís með Baileys, Jólaís, Jólaís uppskrift, rjómaís

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme