• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Kartöflur

Rösti ..

mars 13, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1404Rösti (borið fram: rrosscchhtí) er upprunalega svissneskur réttur sem samanstendur af rifnum kartöflum. Hann er oft borinn fram með góðum osti, kjöti, grænmeti eða t.d spældu eggi. Ég smakkaði þennan rétt fyrst í Sviss þegar ég var lítil stelpa. Ég er kannski með óeðlilega gott minni þegar kemur að mat, en ég man nánast eins og það hafi gerst í gær þegar við fjölskyldan fóru á svissneskan veitingastað í fallegum smábæ í Sviss sem leit út eins og á póstkorti, og fengum þar ómótstæðilega gott rösti. Síðan þá hef ég bara ekki fengið jafn gott rösti. Það er nefnilega smá kúnst að gera þennan kartöflurétt almennilega.. eftir smá rannsóknarvinnu ákvað ég að gera tilraun heima sem heppnaðist mjög vel. Ég myndi halda eftir þetta grúsk mitt, að lykillinn að því að gera gott rösti sé að léttsjóða kartöflurnar og leyfa þeim að kólna áður en þær eru rifnar niður og steiktar, og já eins og galdurinn að flestu sem er gott, steikja þær upp úr smjöri.

IMG_1406Ég sit einmitt oft uppi með kartöflur sem ég veit ekki hvað ég á að gera við vegna þess að við erum ekkert svo mikið kartöflufólk. Sonur minn er hins vegar forfallinn kartöflu aðdáandi og þess vegna elda ég þær handa honum af og til. Ég verð þó að viðurkenna að ég þarf oftar en ekki að henda kartöflum, sérstaklega ef ég kaupi heilan poka sem inniheldur tvö kíló af blessuðum jarðeplunum. Þetta er því alveg upplögð uppskrift ef þið eigið kartöflur í ísskápnum sem liggja undir skemmdum. Ég er allavega ekki hissa á vinsældum þessa réttar í Sviss og það er langt síðan ég hef eldað jafn ódýran og einfaldan mat sem naut jafn mikilla vinsælda og þessi réttur gerði! Hann sló algerlega í gegn á heimilinu og stendur vel fyrir sér sem kvöldmatur með góðu salati. Það má svo vel skipta kjötinu og ananasnum út fyrir hvaða grænmeti eða annað kjöt sem er. Þetta fer bara eftir því hvað er til í ísskápnum, um að gera að nota það sem til er.

Rösti (fyrir 3 sem aðalréttur):

  • 6 meðalstórar kartöflur
  • 1/2 laukur
  • 2 msk smjör, salt og pipar
  • Góð skinka, t.d niðursneiddur hamborgarhryggur.
  • Ananashringir
  • Rifinn bragðmikill ostur, svissneskur gruyére væri sennilega mest viðeigandi en þar sem erfitt er að fá hann notaði ég íslenska ostinn Tind. Mæli með honum.

IMG_1387Aðferð: Kartöflur settar í kalt léttsaltað vatn og suðan látin koma upp. Ég sauð kartöflurnar í sjö mínútur eftir að suðann kom upp (fer svolítið eftir stærð, þær eiga að vera næstum því mjúkar í gegn, samt ekki alveg). Þá eru þær settar á disk og leyft að kólna alveg. (Þetta er sniðugt að gera t.d að morgni og skella kartöflunum svo inn í ísskáp). Þegar kartöflurnar eru kaldar er ofn hitaður í 200 gráður. Kartöflurnar flysjaðar og svo rifnar með grófu rifjárni. Laukurinn er svo rifinn saman við. Saltað og piprað vel. Bræðið um 1 msk af smjöri á pönnu og hellið kartöflunum á pönnuna.

IMG_1390Mótið köku úr kartöflunum og leyfið að steikjast á meðalhita í um 10 mínútur. Alls ekki hafa of háan hita. Setjið því næst disk ofan á pönnuna og hvolfið kartöflukökunni á diskinn. Setjið aðeins meira smjör, ca. 1 tsk á pönnuna og leyfið að bráðna. Hellið kökunni svo aftur á pönnuna og steikið á hinni hliðinni. Raðið skinkunni, ananas og rifnum osti ofan á og stingið inn í ofn í u.þ.b 10 mínútur. Borið fram með góðu grænu salati og ef til vill smátt söxuðum vorlauk.IMG_1409

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur matur, Kartöflu uppskriftir, Kartöflur, Ódýr matur, Rifnar kartöflur, Rösti, Rösti uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme