• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Kjúklingur með hunangs sinnepssósu

Kjúklingaréttur Bangsímons

janúar 10, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

IMG_1614Þegar maður er fjögurra ára og vill kannski ekki alltaf borða hvað sem er hljómar allt betur ef það heitir eftir teiknimyndafígúrum. Við höfum eldað Spiderman fisk, Ironman súpu, Batman pönnukökur og súperman eitthvað sem ég man ekki hvað var í augnablikinu. Bangsímon kjúklingurinn á sér þó lengsta sögu og dregur nafn sitt af því að í sósunni er uppáhaldið hans Bangsímons, jú einmitt hunang. Þessi réttur er mjög fljótlegur og alveg sérstaklega bragðgóður, sósuna væri sennilega hægt að drekka með röri svo ljúffeng er hún. Ég geri reyndar stundum spari útgáfu af þessum rétti og skelli smá hvítvíni út í sósuna sem ég læt sjóða í spað svo allt áfengi gufar upp, því ekki viljum við að Bangsímon og félagar finni á sér. En það má vel sleppa hvítvíninu og nota bara vatn eða t.d eplasafa í staðinn. Hef prófað eplasafann og það kom bara skrambi vel út.

IMG_1620Kjúklingur í hunangs- sinnepssósu (Bangsímon kjúklingur) – Fyrir 3-4

  • 3 kjúklingabringur, skornar í tvennt og þynntar með kjöthamri eða botni á pönnu.
  • 2 skallottulaukar, smátt saxaðir
  • 1 glas hvítvín (2,5 dl) eða vatn, eða eplasafi
  • 1/2 kjúklingateningur
  • 1 msk grófkorna sinnep
  • 1 tsk hunang
  • 1 peli rjómi
  • Salt, pipar og steinselja til skrauts.

Aðferð:

Kjúklingabringur kryddaðar með salti og pipar og brúnaðar á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Teknar af pönnunni og settar til hliðar. (Var að fjárfesta í svona ægilega fínni pottjárnspönnu og hef aldrei náð að brúna kjöt jafn vel eins og á henni. Pantaði hana frá USA og kostaði hún lítinn 5000kall, með tollum og sendingarkostnaði. Fann sambærilegar pönnur hér heima en þær kostuðu allar frá 23.000. Mæli eindregið með að nota svona góða pönnu, hitnar mjög jafnt og vel..)
IMG_1600Smá smjörklípa eða olía sett á pönnuna og skallottulaukurinn steiktur í um 1 mínútu.
IMG_1602Þá er hvítvíninu hellt á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Tekur 2-3 mínútur.
IMG_1604IMG_1606Hunanginu, sinnepinu og rjómanum hellt saman við og kjúklingabringurnar settar aftur á pönnuna, látið malla í 10 mínútur þar til  kjúklingurinn er tibúinn.
IMG_1607Stráið steinseljunni yfir. Ég bar þetta fram með kartöflumús og hvítvínsglasi. Ekta þægindamatur 🙂IMG_1615IMG_1629

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Fljótlegur kjúklingaréttur, Góður kjúklingaréttur, Kjúklingaréttur, Kjúklingaréttur uppskrift, Kjúklingur með hunangs sinnepssósu, Kjúklingur uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme