• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Lambakjöt marinering

Grillaðar marineraðar lambakótilettur, hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri, grískt salat og graslaukssósa

janúar 13, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

Image

Er ekki alveg að koma sumar?.. Við ákváðum í gær að vera með grillaðar kótilettur, sem er sennilega ó-janúarlegasti matur sem fyrirfinnst. Ég mundi þá eftir uppskrift af marineringu sem ég hafði séð hjá henni Inu Garten vinkonu minni og ákvað að prófa. Útkoman var mjög góð og þetta er marinering sem alveg smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Þar sem Ina kallar lambakjötið sitt grískt, ákvað ég að vera með létta jógúrtsósu með og mína útgáfu af grísku salati. Hasselback kartöflurnar fengu svo að fylgja með. Ég hef verið að lesa á mörgum bloggum um hina miklu dásemd sem brúnað smjör er, svo ég ákvað að taka kartöflurnar upp á annað og æðra stig og hellti brúnuðu smjöri yfir þær áður en ég bakaði þær og sá svo sannarlega ekki eftir því. Mæli eindregið með því að þið skellið í brúnað smjör við fyrsta tækifæri, það opnaðist nýr heimur fyrir mér við þessa aðgerð.. möguleikarnir á þessari dýrð eru endalausir. Hérna eru góðar leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að við gerð brúnaðs smjörs.

IMG_1340Marinering á lambakjöt:

  • 8 lambakótilettur (ég gleymdi að athuga vigtina en þetta voru 8 vænar sneiðar, með lundum, ég lét saga þær í tvennt fyrir mig, þetta dugði mjög vel fyrir 3 fullorðna og 1 barn)
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 msk saxað rósmarín
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 tsk salt og 1 tsk pipar
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 dl rauðvín

Öllu blandað saman og hellt yfir lambakjötið, ég setti þetta í rennilása plastpoka og lét standa við stofuhita í 1,5 klst. Má líka gera daginn áður og láta marinerast í ísskáp. Kjötið er svo grillað á útigrilli í um það bil 5-6 mínútur á hvorri hlið við frekar háan hita. Ég stráði svo saxaðri steinselju yfir kjötið þegar það var tilbúið. Það er nú ekkert möst samt :

IMG_1329Litlar hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri:

  • Um það bil 10-12 frekar litlar kartöflur, skolaðar og þerraðar (Ég reiknaði með þremur kartöflum á mann)
  • 75 grömm smjör, brúnað
  • Salt, pipar og rósmarín.

Raufar skornar í kartöflurnar, smjörið brúnað og hellt yfir, Saltað og piprað og nokkrar rósmaríngreinar settar með. Bakað í ofni við 180 gráður í 60 mínútur.

IMG_1319

Grískt salat:

  • 1 agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í sneiðar
  • 2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 1/2 lítil krukka ólívur
  • 1/2 krukka grillaðir ætiþistlar (Ítalía ætiþistlar, fást í Bónus og Hagkaup)
  • 1/2 krukka salat feti, vatnið sigtað frá
  • Salt, pipar, 1 msk hvítvínsedik, 2 msk ólífuolía og þurrkað oregano

Öllu blandað saman í skál, ólífuolíu og ediki skvett yfir og smakkað til með salt, pipar og óreganó.

IMG_1298

Graslaukssósa:

  • 2 dl ab mjólk
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1/2 búnt graslaukur, smátt saxaður (þessi sem fæst í plastbökkunum)
  • 1/2 tsk hunang
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • Salt og pipar

Öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar

IMG_1299

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Graslauks sósa, grillað lambakjöt, Grískt salat, Hasselback kartöflur, jógúrtsósa, Lambakjöt marinering, lambakjöt uppskrift, lambakótilettur, Marinering á lambakjöt, Piccolo tómatar

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme