• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Léttur matur

Salat með grilluðum tígrisrækjum á spjóti og kaldri chilli sósu

mars 25, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

IMG_1697Enn ein helgin liðin og enn einu sinni kominn mánudagur. Helgin var alveg einstaklega skemmtileg hjá okkur þar sem við vorum með 10 manna matarklúbb á laugardagskvöldið með frábæru fólki og góðum mat og drykk. Gerist ekki mikið betra en það! Ég er reyndar alltaf líka hrifin af mánudögum svona almennt og skil ekki hvaða mánudagsmæða þetta er alltaf hreint í fólki. Það fólk hlýtur þá bara að vera í svona leiðinlegri vinnu eða almennt að sýsla við eitthvað sem veitir því ekki mikla ánægju í lífinu.. þetta er pæling.

IMG_1687En eins og ég hef talað um hér áður þá er það yfirlíst stefna á mínu heimili að hafa alltaf eitthvað gott og skemmtilegt í matinn á mánudögum. Þar sem veðrið í dag var svo yndislegt fannst mér upplagt að grilla eitthvað gómsætt. Þá mundi ég eftir tveimur pokum af tígrisrækjum sem á átti inni í frysti svo ég ákvað að búa til létt og sumarlegt salat með góðri bragðmikilli dressingu.

IMG_1711Salat með tígrisrækjum:

  • 2 pokar tígrisrækjur (um 600 grömm)
  • 3 msk ólífuolía
  • 1 hvítlauksrif, smátt saxað
  • 1/2 tsk rauðar chilli flögur
  • 2 msk söxuð fersk steinselja
  • 1 sítróna, börkurinn og safinn úr hálfri.
  • Salt og pipar
  • Það sem ég notaði í salatið:
  • Gott grænt salat, t.d blaðsalat, spínat og lollo rosso
  • Avocado
  • Tómatar
  • Kókosflögur
  • Sólþurrkaðir tómatar
  • Ólífuolía, t.d sítrónuolía, salt og pipar og sítrónusafi
  • Sósan:
  • 1 msk majónes
  • 4 msk sýrður rjómi
  • 1 msk sambal oelek chillimaukIMG_1679

Aðferð: Tígrísrækjur látnar þiðna og settar í skál. Ólífuolíu, hvítlauk, chilli flögum, steinselju, rifnum sítrónuberkinu, sítrónusafa, salti og pipar hrært saman og svo hellt yfir rækjurnar. Um að gera að smakka marineringuna til áður en henni er hellt yfir rækjurnar. Þær eru svo þræddar upp á spjót. Það er mjög gott að nota tvö spjót hlið við hlið þegar rækjurnar eru þræddar upp. Þá verður bæði auðveldara að snúa þeim og rækjurnar haggast ekki á spjótunum, þ.e hreyfast ekki þegar þeim er snúið við.IMG_1683IMG_1700 Útbúið svo salatið í stóra skál og hrærið innihaldið í sósuna saman. Grillið rækjurnar á útigrilli við háan hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið og berið þær fram volgar ofan á salatinu ásamt chilli sósunni. Ískalt hvítvínsglas væri ekki úr vegi með þessu. Kalda kranavatnið dugði þó vel í þetta skiptið.IMG_1705

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Gott salat, Grillaðar risarækjur, Grillaðar tígrisrækjur, Léttur matur, Salat með risarækjum, Salat með tígrisrækjum, Sumarlegt salat

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme