• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Mexikóskt kjúklinga salat

Kjúklinga taco salat

október 24, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_4422Ég ætlaði svo innilega að ná að gera þetta salat tilbúið áður en myrkrið skall á í kvöld. Á öðru hundraðinu lenti Bónuspokinn á eldhúsborðinu, kveikt á barnaefninu á RÚV, pönnu skellt á eldavélina, kveikt undir, kápunni hent á stól og vörurnar eiginlega rifnar upp úr innkaupapokanum. Kjúklingabringur klofnar í tvennt, kryddaðar og dúndrað á sjóðandi heita pönnuna á meðan var restin af hráefnunum í salatið týnd til. Jú ég var enn dálítið vongóð. Birtan á pallinum alveg sæmileg og ég myndi sennilega ná þessu. Byrjaði að skola grænmeti, skera niður, náði í stóran disk og hálfpartin forðaðist að horfa á myrkrið hægt og rólega síga yfir eldhúsgluggann. Opnaði ostinn, reyndi að ná ostinum úr án þess að rífa pokana, það gekk ekki vel. Þeir sem þekkja mig geta ef til vill reynt að sjá fyrir sér pirringinn þegar ég í mikilli bræði stappaði niður fótunum yfir ostinum pikkföstum í !#%# pokunum. Það gæti skemmt einhverjum.

min_IMG_4429Jæja osturinn kominn á brettið, rifjárnið rifið upp og í millitíðinni hugað að kjúklingabringunum á pönnunni. Þetta var allt að smella. Bara eftir að setja salatið saman og búa til chillidressingu. Tíminn hefur sennilega liðið hraðar en ég gerði mér grein fyrir því á þessum tímapunkti voru táknmálsfréttirnar teknar við af barnaefninu og hið óhjákvæmilega hafði gerst. Það var komið svo mikið myrkur að ég sá ekki einu sinni köttinn sem mjálmaði á pallinum. Það mátti reyna en ég hefði sennilega aldrei náð þessu. Kannski næst. Ég skipti því yfir í lægri gír og kláraði salatið í ögn hægari takti sem ég kann svo mikið betur við í eldhúsinu og það færðist ró yfir heimilið. Salatið var myndað undir eldhúsljósunum. Útkoman bragðlega séð var alveg dásamleg svo ljósin skiptu minna máli. Samsetningin snarvirkaði.. gott salat er bara svo gott!

min_IMG_4433Kjúklinga taco salat (fyrir 3):

  • 2 kjúklingabringur
  • Gott bragðmikið krydd, t.d Chilli explosion og kjúklingakrydd
  • 1 höfuð lambhagasalat
  • 3 vænir eldrauðir tómatar
  • 1 – 2 lárperur
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 gul paprika
  • Ferskt kóríander eftir smekk
  • 2-3 dl rifinn góður ostur, ég notaði Maríbó og Óðalsost
  • Nokkrar nachosflögur muldar yfir. Ég notaði Blue corn chips sem ég fann í Bónus og gefa skemmtilegan lit.
  • 1 límóna

Chillidressing:

  • 1 msk majónes
  • 1 dl ab mjólk eða hrein jógúrt
  • 3 – 4 tsk chillimauk t.d Sambal Oelek, Sriracha sósa eða bæði
  • 1 tsk hunang
  • 2 tsk hvítvínsedik
  • Safi úr 1/2 límónu
  • Salt eftir smekk
  • Þynnt með smá vatni ca. 1-2 msk

Aðferð: Byrjið á að skera kjúklingabringurnar í tvennt á þykktina. Kryddið vel báðum megin og steikið þar til eldaðar í gegn. Takið þá af pönnunni og skerið í strimla. Skerið salatið niður og setjið á fat eða stóran disk. Skerið tómata, papriku, lárperu og lauk niður og stráið yfir ásamt helmingnum af rifna ostinum. Setjið kjúklingastrimlana ofan á. Stráið restinni af ostinum yfir ásamt nachosflögum og kóríander. Hellið smá chillidressingu yfir. Berið fram með chillidressingunni og límónubátum.min_IMG_4428

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Gott salat, Hugmyndir fyrir matarboð, Kjúklingasalat, Léttir réttir, Mexikóskt kjúklinga salat, Mexíkóskur matur, salat

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme