• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

mexíkóskur kjúklingur

Sweet chili kjúklinga enchiladas

maí 22, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5748Enn einu sinni fær kaldur afgangs kjúklingur yfirhalningu í eldhúsinu. Að þessu sinni umbreyttist kjúllinn í þessar dásamlegu enchiladas með mildri, sætri kókos chili sósu. Þetta er svona ekta föstudags- matarboðsréttur sem allir elska. Einfaldur og sérstaklega bragðgóður. Ég ætla ekkert að hafa fleiri orð um þetta, nema bara hvetja ykkur til að prófa, þessi er allavega á uppáhaldslistanum á mínu heimili!min_IMG_5741

Sweet chili kjúklinga enchiladas:

  • 1 pakki heilveiti tortilla kökur, 8 stk
  • 1 eldaður kjúklingur úrbeinaður og rifinn niður (líka hægt að nota 3 eldaðar kjúklingabringur)
  • 1 dós kókosmjólk
  • 4 – 5 msk sweet chili sósa + meira eftir smekk
  • 1/2 kjúklingateningur eða 1 tsk kjúklingakraftur
  • 1 dós philadelphia light rjómaostur
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 5 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Góð handfylli ferskt kóríander, saxað smátt
  • Rifinn ostur eftir smekk
  • 2 avocado, skorin í teninga

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Rífið kjúklingakjötið af beinunum og skerið það frekar smátt. Setjið kókosmjólkina, sweet chilli sósu og kjúklingatening í pott og hitið þar til suðan kemur upp. Leyfið að malla við hægan hita í 1-2 mínútur. Slökkvið undir og setjið til hliðar. Hrærið saman rjómaostinum og sýrða rjómanum (líka gott að skipta rjómaostinum út fyrir Kotasælu). Takið tortillaköku, smyrjið ca. 2 msk af rjómaostablöndunni á kökuna, dreifið 2-3 msk af kjúkling yfir, smá vorlauk og kóríander. Setjið um 1 msk af rifnum osti yfir og smá sweet chilli sósu. min_IMG_5723Rúllið tortillakökunni upp og endurtakið þar til kjúklingurinn og heilhveititortillurnar eru búnar. min_IMG_5729Skiljið smá vorlauk og kóríander eftir til að strá yfir þegar rétturinn er tilbúinn. Leggið rúllurnar í eldfast mót og hellið þá sweet chilli kókosmjólkinni úr pottinum yfir. min_IMG_5731Stráið rifnum osti yfir og bakið í 15 mínútur.min_IMG_5733 Dreifið kóríander, vorlauk, avocado teningum og smá sweet chilli sósu yfir og berið fram.min_IMG_5740

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: bestu kjúklingaréttirnir, chicken enchiladas, Einfaldur kjúklingaréttur, Fljótleg kjúklingauppskrift, Góður kjúklingaréttur, kjúklinga enchiladas, mexíkóskur kjúklingur, sweet chili kjúklingur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme