• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

mjúkt bananabrauð

Mjúkt bananabrauð með súkkulaðibitum

apríl 3, 2014 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_5388Á sunnudaginn helltist óskemmtileg flensa í son minn, sama dag fór maðurinn til útlanda og áform mín um vinnusama viku fóru út um þúfur. Í dag er stráksi þó allur að hressast, pabbinn kominn heim og rútínan sem átti að byrja á mánudaginn gat því byrjað í morgun, þremur dögum seinna. Það á ekkert sérstaklega vel við mig að vera heima í marga daga án þess að fara út, ég verð eiginlega að komast út allavega svona einu sinni á dag. Þegar það er ekki í boði verður kona að finna sér eitthvað til dundurs svona heima við sem felur líka í sér eitthvert skemmtanagildi fyrir lasið barn. Það voru því vel þroskuðu bananarnir á eldhúsborðinu sem fengu að finna til tevatnsins á sunnudaginn og úr þeim varð þetta dásamlega bananabrauð sem sonurinn bæði naut þess að baka og borða. Það er samt eiginlega rangnefni að kalla þetta brauð þar sem þetta er nú meira í líkingu við sæta köku, þetta er allavega sætabrauð það er eitt sem er víst og ó já, gott er það. Uppskriftin er stór og passaði rétt svo í stærsta brauðformið mitt, það væri því ekki úr vegi að skipta deiginu í tvö minni form.

min_IMG_5390Mjúkt bananabrauð með súkkulaðibitum:

  • 3 egg
  • 2 1/2 dl púðursykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1 1/2 dl bragðlítil olía
  • 3 stórir bananar stappaðir
  • 1/2 dl súrmjólk
  • 5 dl fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 3 dl saxað dökkt súkkulaði eða súkkulaðidropar

Aðferð: Þeytið saman egg, púðursykur og vanillu þar til ljóst og létt. Bætið olíunni út í í mjórri bunu og setjið stappaða bananana út í ásamt súrmjólkinni. Blandið þessu vel saman. Bætið þurrefnunum varlega út í ásamt súkkulaðinu og hrærið þessu saman með sleikju. Setjið í smurt form og bakið í u.þ.b 50 mínútur við 160 gráður með blæstri eða þar til að prjóni sem stungið er í miðja kökuna kemur tiltölulega þurr upp. Ef brauðið er bakað í tveimur minni formum er bökunartíminn u.þ.b 35 mínútur. Það er þó nauðsynlegt að fylgjast vel með því ofnar eru ansi misjafnir. min_IMG_5384

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bananabrauð, bananabrauð með súkkulaði, bananakaka, besta bananabrauðið, Bröns hugmyndir, brunch uppskriftir, kaka, mjúkt bananabrauð

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme