• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Morgunmatur

Ljúffengir granóla bitar sem ekki þarf að baka

júní 2, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_5818Hafið þið skoðað heimasíðuna Oh she glows? Ef ekki þá mæli ég heilshugar með heimsókn þangað. Þar má finna aragrúa uppskrifta og góðra ráða sem eiga það allar sameiginlegt að vera í hollari kantinum og oftar en ekki svokallaðar ”vegan” uppskriftir, sem eru þá lausar við allar dýraafurðir, þar með talið egg og mjólkurafurðir. Þessir dúndurgóðu orkubitar eru einmitt fengnir þaðan og það bregst ekki að allt sem ég hef prófað af síðunni er gott. Eða það þykir mér allavega. Ég myndi þó seint kalla þessa bita hreint og beint hollustufæði, þeir eru í það minnsta frekar orkuríkir og alveg skuggalega góðir, dálítið klístraðir og stökkir. Minna mig helst á blöndu af hráu hafra-smákökudegi og rice krispies kökum. Þeir allavega virka og renna ljúflega niður jafnt hjá ungum sem öldnum. Það er gott að geyma bitana í ísskáp, jafnvel í frysti því þeir eru dálítið lausir í sér þegar þeir ná stofuhita blessaðir. Eða eins og Angela Oh she glows pæja orðar það, þá er best að sporðrenna einum bita, í heilu lagi, beint úr ísskápnum og nei, það er sko ekki erfitt skal ég segja ykkur. Svo það er betra að hafa bitana bara litla og sæta og njóta í botn.

min_IMG_5811Ljúffengir granóla bitar sem ekki þarf að baka (breytt uppskrift af www.ohsheglows.com):

  • 1 1/2 bolli haframjöl
  • 1 bolli rice krispies eða annað blásið, létt morgunkorn – ég notaði hrísflögur frá Sollu
  • 1/2 bolli möndluflögur
  • 1/2 bolli kókosmjöl
  • 2 msk chia fræ
  • 1/2 bolli þurrkuð trönuber
  • 2 msk súkkulaðidropar (má sleppa)
  • 3/4 bolli hreint möndlusmjör, helst úr ristuðum möndlum, fæst t.d í Kosti og er ómótstæðilega gott
  • 1/4 bolli brædd kókosolía
  • 1/4 bolli agavesíróp, hlynsíróp, hunang eða það síróp sem ykkur þykir best
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1/2 tsk sjávarsalt

min_IMG_5807Aðferð: Blandið öllum þurrefnum saman í stórri skál. Pískið saman möndlusmjöri, kókosolíu, sírópi, vanillu og salti og hellið yfir þurrefnin í skálinni. Blandið vel saman. Klæðið lítið form eða eldfast mót með bökunarpappír, hellið blöndunni í og þrýsið vel niður og út í kantana. Stráið yfir nokkrum trönuberjum og súkkulaðidropum og þrýstið aðeins niður. Setjið í frysti í 30 mínútur. Takið þá út og skerið í litla bita. Geymið bitana í frysti eða ísskáp.min_IMG_5820min_IMG_5822

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góður morgunmatur, Granóla, granóla bitar, granóla stangir, hollt nesti, hugmyndir að nesti, Morgunmatur, múslí bitar, múslí stangir

Fisléttar morgunverðar pönnukökur með bláberjasýrópi

apríl 23, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

1600986_696332540425140_710344210128346248_nNú koma frídagarnir á færibandi sem er nú ekki til að skemma fyrir stemmningunni sem fylgir björtum vorkvöldum og örlítið hækkandi hitastigi. Í gærkvöldi söng lóan fyrir utan gluggann hjá mér þegar ég dró niður gardínurnar og hún var mætt aftur í morgun þessi elska og söng eins og enginn væri morgundagurinn. Mikið kann ég vel að meta vorið, ég held að það sé uppáhalds árstíminn minn. Mér finnst allir vera í góðu skapi. Talandi um gott skap. Ég hefði sennilega ekki getað glatt son minn meira en þegar ég sagði honum í gærkvöldi að á morgun mætti hann fara á strigaskóm í leikskólann. Þvílík gleði og tilhlökkun! Sá litli valhoppaði svo í morgun inn á leiksólann á glansandi nýjum strigaskóm sem hafa beðið í forstofunni síðan fyrr í vetur. photo 2-3Um páskana gerði ég þessar yndislegu pönnukökur sem ég hef gert svo oft áður en einhverra hluta vegna aldrei sett hingað inn. Pönnukökurnar eru afar léttar og góðar, lausar við fitu og bras og þeyttar eggjahvíturnar gefa þeim þessa ótrúlega góðu áferð, svona eins og maður sé að borða ský.

photo 5-2Fisléttar morgunverðar pönnukökur (fyrir 3-4)

  • 130 gr fínmalað spelt
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 4 egg
  • 1 1/2 dl mjólk
  • 1/2 tsk vanilluextract
  • (Ef þið viljið sætari pönnukökur er sjálfsagt að þeyta t.d 2 msk af sykri, hunangi eða öðru sætuefni saman við mjólkina og eggjarauðurnar, mér finnst það þó ekki þurfa þar sem bláberjasýrópið er svo sætt og gott)

Aðferð: Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti. Aðskiljið eggjarauðurnar frá hvítunum. Hrærið eggjarauðunum, vanillu og mjólkinni saman við þurrefnin. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim rólega saman við deigið. Steikið á pönnu, báðum megin þar til eldaðar í gegn. Ég setti nokkur frosin bláber á helminginn af pönnukökunum áður en ég sneri þeim við á pönnunni. Það væri líka hægt að setja niðurskorna banana til dæmis. Ég nota þunga pottjárnspönnu við steikinguna og nota enga fitu, finnst það ekki þurfa og þær festast ekkert við pönnuna.

Volgt bláberjasýróp:

  • 1 1/2 dl hlynsýróp
  • 4-5 msk frosin bláber

Aðferð: Sett í pott og hitað saman við vægan hita þar til bláberin hafa þiðnað og sýrópið heitt en ekki farið að sjóða. Berið fram með pönnukökunum, niðursneiddum bönunum, jarðarberjum, bláberjum og pínu íslensku smjöri.photo 4-3

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Amerískar pönnukökur, Bröns hugmyndir, brunch uppskriftir, Morgunmatur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme