• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Muffins með birkifræjum

Sítrónumuffins með birkifræjum

janúar 30, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

IMG_0428Hér hefur ekki verið eldað mikið undanfarna daga. Svona af kvöldmat allavega. Varla neitt síðan bjórkjúklingurinn góði var eldaður (sem við erum reyndar enn að hugsa um og ætlum að elda aftur við fyrsta tækifæri). Við höfum verið dálítið út um hvippinn og hvappinn, fórum á þorrablót og matarboð og svona allskonar fínerí. Auk þess hefur verið mikið að gera í skólanum og almennt kvöldmatar andleysi gert vart við sig hjá mér. Hver kannast ekki við andlausa kokkinn? Sem betur fer stoppar hann nú yfirleitt stutt við hjá mér svo ég býst við að skella hingað inn einhverjum góðum kvöldmat vonandi á næstunni.

IMG_0417Okkur var jú einmitt boðið í matarboð í kvöld svo ég ákvað að nota tækifærið fyrst ég þurfti ekki að gera kvöldmat og baka þessar indælis muffins til að fara með í matarboðið, verandi komin í hálfgerð eldhús og blogg fráhvörf. Þessar kökur eru í miklu, miklu uppáhaldi á heimilinu, sérstaklega hjá eiginmanninum. Hann rifjar reglulega upp hversu góðar þær eru og hvort ég þurfi ekki bráðum að fara að baka þær aftur. Sem er kannski ekkert skrýtið því þær eru dásamlegar. Ofsalega mjúkar og góðar og afar fljótgerðar. Birkifræin gefa þeim svo alveg sérstaklega skemmtilega áferð og bragðið er ljúffengt. Ég mæli heilshugar með þessum svolítið öðruvísi muffins kökum.

Sítrónumuffins með birkifræjum:

  • 150 gr smjör
  • 3 egg
  • 100 gr hrein jógúrt
  • Hýðið af tveimur sítrónum rifið af með rifjárni (bara þetta gula)
  • 1 tsk vanilluextract
  • 150 gr hrásykur
  • 225 gr fínt spelt eða hveiti
  • 2 msk birkifræ
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)
  • 1 tsk matarsódi

Page_1Aðferð:

Ofn hitaður í 180 gráður, eða 170 með blæstri. Smjörið brætt og aðeins leyft að kólna. Sykri, spelti, lyftidufti, matarsóda og birkifræjum blandað saman í skál. Egg, jógúrt, vanilla og sítrónuhýðið hrært vel saman. Eggjablöndunni svo blandað saman við þurrefnin og smjörinu svo bætt saman við. Hrært saman með sleif og sett í 12 pappírsklædd muffinsform. Bakað í 20 mínútur.

IMG_0408Glassúr:

  • Safi úr einni sítrónu
  • 3-4 dl flórsykur

Hrært saman þar til ákjósanlegri áferð er náð. Sítrónur eru misstórar og ég mældi ekki nákvæmlega hversu mikill flórsykur fór í glassúrinn. Byrjið á 3 dl af flórsykri og sítrónusafanum og bætið svo smám saman flórsykri út í þar til glassúrinn er dálítið þykkur en lekur samt af skeið. Þegar kökurnar hafa kólnað í u.þ.b 20 mínútur er sett um 1 tsk rúmlega af glassúr á hverja köku og dreift aðeins úr honum með skeiðinni. IMG_0430

IMG_0415

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góðar muffins, Muffins, Muffins með birkifræjum, Sítrónumuffins

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme