• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Nautahakk uppskriftir

Fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu

ágúst 12, 2015 by helenagunnarsd 4 Comments

min_IMG_7557Jæja. Ég er voða spennt að setja þessa uppskrift inn og veit að það eru nokkrir að bíða eftir henni. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn á heimilinu hefur búið við almennt tannleysi, lausar tennur og auman góm og þá dramatík sem því fylgir undanfarna mánuði. Enda eðlilegur fylgifiskur þess að vera sex ára. Hér hefur því verið mikið um rétti með nautahakki, fisk, grænmetisrétti, pasta og almennt mat sem er tyggingarvænn fyrir litla manninn. Nautahakk er reyndar sérstaklega vinsælt hjá honum og hafa ýmsar útgáfur af því fengið að líta dagsins ljós. Í gær var ég semsagt með þennan rétt. Hann gjörsamlega sló í gegn og þegar þetta er skrifað er sá stutti búinn að borða réttinn þrisvar. Semsagt algjör hittari hjá sex ára strák en hann var það líka hjá fullorðna fólkinu. Þetta er frábær kvöldmatur en ég sé þetta einnig fyrir mér í saumaklúbbum, afmælum og þess háttar í stað hinna gamalgrónu (en þó ágætu) brauðrétta. Það er voða gott að bera réttinn fram með fersku heimalöguðu guacamole og góðu grænu salati (ég myndi ekki dæma ykkur þó þið hefðuð líka nachos flögur með..). Ég lofa að réttinn er einfaldara að gera en það lítur út fyrir. Þetta snýst aðallega um samsetningu hráefna og svo er um að gera að stytta sér leið með því að nota tilbúið pizzadeig. Þá tekur þetta enga stund! Ég hvet ykkur til að skoða upprunalegu uppskriftina í hlekknum hér fyrir neðan, þá sjáið þið hvernig á að flétta deigið saman. min_IMG_7547

Fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu (lítillega breytt uppskrift frá: 365 Days of Baking and More)

  • 1 rúlla tilbúið pizzadeig (t.d. Wewalka, líka hægt að búa til frá grunni)
  • 6-700 gr hreint ungnautahakk
  • 1 rauðlaukur, smátt skorinn
  • 3 msk tilbúið tacokrydd úr poka
  • 1 lítil krukka salsasósa (ca. 230gr)
  • 1 límóna
  • 2-3 tómatar, skornir smátt
  • 200 gr rifinn ostur (1 poki)
  • 2 msk ólífuolía
  • Ofan á:
  • 4 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Nokkrir kirsuberjatómatar, skornir smátt
  • Sýrður rjómi

Aðferð: Fletjið deigið út þannig að það þekji eina bökunarplötu. Leggið á plötuna og hafið bökunarpappír undir. Skerið 2-3 cm rákir langsöm niður eftir deiginu en skiljið ca. 10 cm rönd eftir í miðjunni (sjá skýringarmyndir í hlekknum við hausinn á uppskriftinni). Steikið laukinn þar til glær og bætið hakkinu út á pönnuna. Brúnið vel. Bætið tacokryddinu saman við ásamt salsasósunni og safanum úr límónunni blandið vel saman og smakkið til með salti og pipar. Hellið hakkinu á miðjuna á pizzadeiginu. Stráið tómötunum þar yfir og rúmlega helmingnum af rifna ostinum. Leggið nú deigstrimlana yfir hakkblönduna eins og þið væruð að flétta (sjá aftur skýringarmynd). Penslið ólífuolíu yfir fléttuna og stráið restinni af rifna ostinum yfir. Bakið við 180 gráður í 20 mínútur eða þar til deigið er vel bakað og osturinn ofan á gullinbrúnn. Dreifið dálitlum sýrðum rjóma yfir og stráið svo smátt söxuðum tómötum og vorlauk ofan á. (Rétturinn er passlegur sem aðalréttur fyrir 5 fullorðna).  min_IMG_7556

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Barnaafmæli, Brauðréttir, Einfaldur matur, Fléttubrauð, Hakkréttir, Heitir brauðréttir, Heitir réttir, Mexíkóskur matur, Nautahakk uppskriftir, Partýmatur, Salsa sósa, Saumaklúbbaréttir, Tacoflétta

Chili con carne

apríl 14, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_2050Stundum finnst mér alveg óhemju erfitt að finna íslensk nöfn á hinar ýmsu uppskriftir og rétti sem ég set hingað inn. Þetta gæti hugsanlega litast vegna þess hversu mikið af matartengdu efni sem ég nálgast er á ensku. Flestar uppskriftasíður, tímarit og matreiðsluþættir sem ég horfi á eru jú á ensku. Og maður minn hvað það virðist alltaf auðvelt fyrir enskumælandi fólk að búa til sniðug, girnileg og lýsandi heiti yfir hina ýmsu rétti. Sumir réttir eru bara varla til á íslensku. Ég tek sem dæmi ”Banana bread french toast”. Hvað heitir french toast til dæmis á íslensku? Veit það einhver? Varla eggjabrauð? Ég gæti ímyndað mér að þessi réttur gæti verið kallaður: Frönsk rist úr bananabrauði..? Hljómar bara ekki nógu vel samt!

En talandi um þetta ætla ég að segja ykkur frá rétti dagsins. Ég lenti einmitt í svona klípu þegar ég hafði eldað þetta og fór svo að hugsa hvað í ósköpunum ég gæti kallað þetta. Í Ameríku væri sennilega hægt að kalla þetta ”Chili with toppings” En þar í landi er nafnið ”Chili” notað yfir ýmsar útgáfur af bragðmiklum kjötkássum, gjarnan með baunum, chilipipar, nautakjöti og ýmsu góðgæti. Þetta er oftast borðað úr skál og ofan á eru sett hin ýmsu ”toppings”. Tortillaflögur, ostur, avocado, sýrður rjómi, laukur o.s.frv. Hér á landi hafa svona kássur oft gengist undir nafninu Chili con Carne (Chili með kjöti), sem er sennilega hægt að rekja til mexíkósks uppruna réttarins. Ef hann er þá mexíkóskur? Burtséð frá þessu öllu saman þá er þetta alveg æðislega góður réttur, ”toppings-ið” gerir alveg útslagið og vel hægt að leika sér svolítið með það. Þetta er mjög einfalt og fljótlegt að útbúa en voða gott að leyfa þessu að malla í góðan tíma. Þetta er svona réttur sem verður bara betri daginn eftir.

Chili con Carne (fyrir 5):

  • 1 kg hreint ungnautahakk
  • 1 rauðlaukur, smátt saxaður
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 1 stór rauð paprika, smátt skorin
  • 2-3 hvítlauksrif, smátt skorin eða rifin
  • 1 krukka tómatpassata
  • 2 msk tómatpaste
  • 1 msk sambal oelec chillimauk, má vera minna (úr krukku, fæst t.d í Bónus)
  • 1 msk hunangs dijon sinnep
  • 2 msk Worchestershire sósa
  • Salt og pipar og límónusafi eftir smekk

min_IMG_2036Ofaná:

  • Sýrður rjómi
  • Rifinn ostur (ég notaði maribó og sterkan gouda)
  • 2 Avocado, skorin í teninga
  • 4-5 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Ferskt kóríander
  • Límónu bátar

Aðferð:

Steikið laukinn og hvítlaukinn í stórum potti við meðalhita þar til laukurinn verður glær, kryddið með salt og pipar. Bætið þá paprikunni út í og steikið áfram. Hækkið hitann og bætið hakkinu út á. Steikið vel þar til hakkið hefur brúnast. Bætið þá út í tómatpaste og steikið aðeins áfram. Page_1Setjið svo worchestersósu, tómatpassata, chillimauk og sinnep saman við og smakkið aðeins til með salti, pipar og límónusafa. Page_2Setjið lok á og leyfið þessu að malla í a.m.k 30 mínútur við hægan hita. Allt í lagi að láta það malla styttra en þeim mun lengur, því betri verður rétturinn. Ef ykkur finnst sósa of þykk má alveg bæta smá vatni út í. min_IMG_2029Berið fram með meðlætinu í litlum skálum til hliðar svo hver og einn geti valið sér meðlæti. min_IMG_2042

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Chili con carne, Einfaldur matur, Hakkréttir, Nautahakk uppskriftir, Ódýr matur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme