• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Ofnbakaður kjúklingur

Heilsteiktur kjúklingur í bjórsoði með 20 hvítlauksrifjum

desember 10, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4667Ég ligg núna á nokkrum uppskriftum sem eiga það allar sameiginlegt að hafa verið eldaðar í myrkri og óspennandi eldhúsljósum og þeim fylgja myndir sem eiginlega eru ekki birtingarhæfar. Sem er synd því ég er mjög ánægð með uppskriftirnar. Ég læt mig því hafa það í þetta skiptið og birti hér mikla uppáhalds uppskrift með myndum sem ekki eru í uppáhaldi.

Heilsteiktur kjúklingur hittir alltaf í mark á mínu heimili. Það er varla til einfaldari matur og okkur þykir hann alveg ómótstæðilega góður. Þetta er líka svona matur sem tekur litla stund í undirbúningi, maður hendir inn í ofn og gleymir honum svo þar til klukkustund seinna. Ég ákvað að prófa á dögunum að elda kjúklinginn aðeins hægar en venjulega og hafði ofninn frekar lágt stilltan, auk þess hafði ég þéttan álpappír yfir og bragðgott soð í botninum á fatinu. Það má því eiginlega segja að kjúklingurinn hafi gufueldast við vægan hita fyrst um sinn í dásamlegri gufu af bjór, hvítlauk og sítrónum. Undir lok eldunartímans er hitinn svo hækkaður hressilega, álpappírinn tekinn af og kartöflum bætt í fatið. Þá myndast gullin og stökk húð á fuglinn og útkoman einhver safaríkasti og besti kjúklingur sem við höfðum smakkað. Kjúklingurinn er svo borinn fram með himnesku soðinu sem hægt væri að drekka með röri. Mér fannst alls ekki koma yfirgnæfandi hvítlauksbragð af soðinu, við svona hæga eldun verður hvítlaukurinn mjúkur og sætur og gefur soðinu og kjúklingnum ákaflega gott bragð sem passar svo einstaklega vel við bjórinn í soðinu.

Heilsteiktur kjúklingur í bjórsoði með 20 hvítlauksrifjum:

  • 1 heill vænn kjúklingur (1,5-1,7 kg)
  • Ólífuolía
  • Sjávarsalt, nýmalaður pipar og rósmarín
  • 1 sítróna
  • 1 stór laukur
  • 20 hvítlauksrif
  • 330 ml ljós bjór (einnig væri hægt að nota pilsner)
  • 3 dl kjúklingasoð (1/2 kjúklingateningur+3 dl heitt vatn)
  • 2 bökunarkartöflur
  • 1/2 – 1 sæt kartafla

Aðferð: Hitið ofn í 150 gráður. Náið ykkur í stórt eldfast mót eða ofnskúffu. Hreinsið kjúklinginn og þerrið hann vel með eldhúspappír. Skerið laukinn í þykkar sneiðar og leggið í botninn á fatinu. Makið kjúklinginn með smávegis ólífuolíu og kryddið hann vel með salti og pipar, setjið hálfa sítrónu inn í kjúklinginn ásamt 2-3 hvílauksrifjum. Leggið kjúklinginn ofan á lauksneiðarnar. Dreifið hvítlauksrifjunum í fatið ásamt restinni af sítrónunni. Hellið bjórnum yfir ásamt kjúklingasoði.min_IMG_4653Leggið álpappír nú vel yfir fatið svo gufan sleppi ekki við eldun. Setjið kjúklinginn inn í ofn í 1 klst (eða þar til kjarnhiti í þykkasta hluta bringunnar er kominn í 60 gráður).

Takið kjúklinginn þá út og takið álpappírinn af. Hækkið ofnhitann í 220 gráður. Skerið kartöflurnar í teninga og dreifið í kringum kjúklinginn. Dreifið smávegis af ólífuolíu yfir og kryddið yfir allt saman með salti, pipar og rósmarín. Bakið áfram í 30 mínútur eða þar til hitinn í bringunni er kominn í 70 gráður. Takið kjúklinginn út og leyfið honum að jafna sig í 15 mínútur áður en hann er skorinn. min_IMG_4666

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Góður kjúklingaréttur, Heill kjúklingur uppskrift, Hvernig á að elda heilan kjúkling, kjúklingur í ofni, Ofnbakaður kjúklingur, Steiktur kjúklingur

Bóndadags kjúklingur í ólífu og bjórsósu með ofnbökuðum rósmarínkartöflum

janúar 24, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

IMG_0327Eins og svo margir sennilega, erum við Heimir miklir nautnaseggir, það er alveg óþarfi að fara leynt með það. Okkur finnst fátt betra á heitum sumardögum en að fá okkur ískaldan bjór og gæða okkur á grænum ólífum með. Það er svona ekta Spánarstemning. Ólífur og bjór er samsetning sem klikkar seint. Þ.e.a.s ef manni finnast ólífur góðar og drekkur bjór. Og þó, ég er ekki einu sinni viss um að manni þurfi að finnast þessir hlutir góðir í sitthvoru lagi til að finnast þessi samsetning góð.

Eftir þessar bjór og ólífupælingar mínar ákvað ég því að taka bóndadaginn snemma í ár og mallaði þennan dásamlega góða kjúklingarétt sem samanstendur, jú einmitt, að miklu leyti af ólífum og bjór. Þessi réttur er án efa á topp 5 listanum okkar yfir gómsæta kjúklingarétti, ef ekki bara í efsta sæti. Það er alls ekki bjórbragð af sósunni en bjórinn gefur alveg ofsalega gott bakgrunnsbragð. Ég notaði kjúklingalæri í þennann rétt því það er svo gott að leyfa honum að malla lengi og ég er ekki viss um að bringur myndu þola svoleiðis meðferð jafn vel og lærin. Auk þess eru lærin bæði ódýr og einstaklega ljúffeng í svona rétti og ég ætla ekkert að réttlæta þetta læraval mitt neitt frekar, þetta var rétt ákvörðun!

Það er mjög gott að bera þennann rétt fram með þessum rósmarínkartöflubátum en vegna þess að sósan er svo góð er áreiðanlega ekki síðra að bera réttinn fram með brauði til að moppa sósuna upp með 🙂

Rósmarínkartöflur:

  • 3 bökunarkartöflur
  • Salt, pipar, rósmarín og ólífuolía

IMG_0318

Aðferð:

Kartöflurnar skornar í frekar þunna báta. Settar á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Ólífuolíu hellt yfir og kryddaðar með salt, pipar og rósmarín. Bakað í 200 gráðu heitum ofni í 40 mínútur. (Ég byrjaði á að gera kartöflurnar og setti kjúklinginn svo inn í ofn með kartöflunum þegar þær höfðu verið í 10 mínútur í ofninum. Þá er allt tilbúið á sama tíma)

Kjúklingur í ólífu- og bjórsósu (fyrir 3 – 4):

  • 5 kjúklingalæri
  • 1 laukur, frekar smátt saxaður
  • 1 krukka hakkaðir tómatar (ég nota frá Sollu, finnst þeir langbestir)
  • 1 lítill bjór (tæpur, það má taka frá svona 2-3 sopa)
  • 1 lítil krukka grænar fylltar ólívur
  • 1 dl rjómi
  • 1/2 kjúklingateningur
  • 3 litlir vorlaukar, smátt saxaðir.

Aðferð:

Ofn hitaður í 200 gráður. Byrjið á því að snyrta kjúklingalærin vel og þerra þau með pappír. Ég sker alltaf vel af fitunni frá sem er ”aftaná” lærinu. Hitið pönnu og setjið örlítið af olíu eða smjöri á hana. Saltið og piprið kjúklinginn vel og brúnið á pönnunni á báðum hliðum. Takið kjúklinginn af pönnunni og geymið á diski. Ef mikil fita hefur farið af kjúklingnum á pönnuna er gott að hella aðeins af henni. Laukurinn er svo steiktur á sömu pönnu þar til hann mýkist aðeins. Því næst er tómötunum, bjórnum, kjúklingateningnum og ólívunum hellt út á. Leyft að malla aðeins og sjóða niður í ca. 5 mínútur á góðum hita og smakkað til með salt og pipar. Kjúklingalærin eru svo sett út í sósuna og rjómanum hellt yfir.

Ég setti pönnuna svo inn í 200 gráðu heitan ofn og leyfði þessu að malla þar í 30 mínútur. Ef þið eigið ekki pönnu sem má fara inn í ofn má einfaldlega hella sósunni í eldfast mót og raða kjúklingalærunum svo þar ofan á og svo inn í ofn. Þegar rétturinn er tekinn úr ofninum er vorlauknum stráð yfir. Þetta er svo að sjálfsögðu borið fram með ísköldum bjór.IMG_0328

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bjórsósa, Góður kjúklingaréttur, Kartöflubátar, Kjúklingalæri, Kjúklingalæri uppskrift, Kjúklingur í bjórsósu, Ofnbakaðir kartöflubátar, Ofnbakaður kjúklingur, Ólífur, Rósmarín

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme