• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Parmesan ostur

Fljótlegt spínatlasagna

janúar 14, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_1371Gerði ansi hreint fljótlegt og ljúffengt spínatlasagna í kvöld. Þetta átti reyndar upphaflega að verða spínatfyllt canelloni, en þar sem ég fór í tvær búðir að leita að ferskum lasagna plötum sem hægt væri að rúlla upp og fann þær ekki, breyttist rétturinn í lasagna með hefðbundnum þurrkuðum lasagnaplötum. Útkoman var ekki síðri.  Ég fékk hugmyndina að þessum rétti í Jamie Oliver matreiðsluþætti fyrir mörgum árum síðan, þá gerir hann svipaða útgáfu af canelloni. Rétturinn hefur svo breyst og þróast gegnum árin hjá mér og okkur finnst hann alltaf mjög góður. Þetta er allavega mjög góð leið til að fá krakka til að borða helling af spínati, þar sem heill stór spínatpoki fer í réttinn. Það tekur bara um 10 mínútur að undirbúa lasagnað og svo er það í 30 mínútur í ofninum svo þetta er fljótgert.

Spínatlasagna – fyrir 4

  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt, pipar og hálfur kjúklinga eða grænmetisteningur
  • 1 stór poki af spínati
  • 1 stór dós kotasæla
  • 1 dós 10% sýrður rjómi
  • 3 msk rifinn parmesan ostur
  • 1 krukka hakkaðir tómatar (ég notaði lífræna í krukku frá Sollu)
  • Lasagnaplötur
  • Rifinn ostur

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hvítlaukur steiktur uppúr olíunni við frekar vægan hita þar til hann mýkist, saltað og piprað og teningurinn mulinn yfir. Hitinn hækkaður aðeins og spínatinu bætt á pönnuna. Steikið spínatið þar til það hefur linast. Takin pönnuna af hitanum og bætið kotasælu, parmesan og sýrðum rjóma saman við. Salt og pipar eftir smekk. Lasagnað er svo sett saman þannig að neðst í eldfast mót fer örlítil ólífuolía og smá tómatmauk. Svo koma lasagnaplötur, spínatblanda, tómatamauk. Ég endurtók þetta þrisvar, endaði á spínatblöndu og tómatamauki. Stráði osti yfir og bakað í 30 mínútur. Lesið samt á pakkann á lasagnaplötunum, það stóð á mínum Barilla pakka að eldunartíminn á plötunum væru 20 mínútur, á sumum stendur þó alveg 30 – 40 mínútur.Slide1

Ég bar þetta fram með piccolotómötum og parmesan osti.

IMG_1385

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Fljótlegur matur, Góður grænmetisréttur, Grænmetislasagna, Grænmetisréttur, Lasagna, Lasagna uppskrift, Parmesan ostur, Piccolo tómatar, Spínat uppskrift, Spínatlasagna uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme