• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

pasta alla puttanesca

Tíu mínútna máltíð: Tortellini alla puttanesca

nóvember 28, 2013 by helenagunnarsd 1 Comment

min_IMG_4621Það er ár og dagur eða svona því sem næst, síðan hér hefur verið pasta á borðum. Það var því kærkomin löngun í góðan og bragðmikinn pastarétt sem varð að veruleika á dögunum. Einn af uppáhalds pastaréttunum mínum er pasta alla puttanesca eða pasta gleðikonunnar eins og það þýðir svo skemmtilega á íslensku. Það er eiginlega allt í honum sem mér þykir gott: tómatar, hvítlaukur, chilli, capers, góð ólífuolía, ólífur og parmesan ostur. Ég hef áður birt uppskrift að svona pastarétti hérna á síðunni og það vill svo skemmtilega til að það var ein af fyrstu uppskriftunum og birtist 5. desember í fyrra. Þetta gæti því eitthvað tengst árstímanum þessi löngun mín í bragðmikla pastarétti. Áhugavert ekki satt? En jæja, ég gerði útgáfu af puttanesca tortellini í þetta skiptið og notaði ferskt pasta í réttinn sem gjörsamlega sló í gegn. Eldamennskan tók heldur ekki meira en 10 mínútur, sem hlýtur alltaf að alltaf að vera kostur. min_IMG_4615

Tortellini alla puttanesca fyrir 4:

  • 500 gr ferskt pasta, t.d tortellini
  • 3 msk góð ólífuolía
  • 1 rauðlaukur smátt skorinn
  • 2-3 hvítlauksrif, rifin eða smátt söxuð
  • 4 vel þroskaðir tómatar, skornir í teninga
  • 1 askja piccolo tómatar eða kirsuberjatómar
  • 3 msk kapers
  • 1 tsk sambal oelek chillimauk eða 1/2 rauður chilli smátt saxaður
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 1 tsk hunang eða önnur sæta
  • 1-2 msk rjómi (má sleppa)
  • Salt og pipar
  • Nýrifinn ferskur parmesan ostur

Aðferð: Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið laukinn og hvítlaukinn þar til hann mýkist aðeins. Bætið þá öllum tómötunum út á og hækkið hitann. Látið malla í 5 mínútur og kremjið kirsuberjatómatana aðeins með sleifinni. Bætið kapers, chilli, sítrónusafa, hunangi og rjóma út á og smakkið til með salti og pipar. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, sigtið og hellið því svo út í sósuna og blandið vel saman. Rífið ferskan parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram. min_IMG_4623

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur pastaréttur, Ferskt pasta, Ferskt tortellini, Fljótlegur matur, Góður pastaréttur, pasta alla puttanesca, pasta uppskrift

Pasta alla Puttanesca

desember 5, 2012 by helenagunnarsd 3 Comments

IMG_0690Það hefur verið mjög mikið að gera hjér mér undanfarið (og er enn) og því ekki gefist mikill tími til að fara út í búð eða yfir höfuð spegúlera mikið í því hvað á að vera í matinn svona á virkum dögum. Þessi réttur varð til á föstudaginn í síðustu viku, á síðustu stundu þegar við vorum alveg á síðustu bensíndropunum, svöng og alveg sæmilega pirruð bara já. Viðurkennum það bara. Í örvæntingu opnaði ég eldhússkápana og athugaði hvað ég ætti til. Þar voru til tveir opnaðir pakkar af Linguine (sem er eins og spaghetti, bara flatt) sem ég keypti hjá Frú Laugu fyrir löngu. Samanlagt passaði innihaldið akkúrat í matinn fyrir okkur þrjú á heimilinu og í afgang fyrir einn. Semsagt nóg handa fjórum.. 😉 Í skápunum leyndust líka tómatar í dós, kapers og svartar ólífur og í ísskápnum var einhvernsstaðar smá parmesanbiti og laukur og hvítlaukur. Þetta var því farið að líta ágætlega út.

Þessi réttur tekur jafn langan tíma að eldast og tíminn sem pastað tekur að sjóða. Semsagt heilar tíu mínútur. Í upprunalegu Pasta alla Puttanesca (eða pasta gleðikonunnar) eru þó notaðar ansjósur en ég var nú ekki svo heppin (?) að eiga þær. Ég er kannski ekki orðin nógu þroskuð ennþá til að eiga fyrir tilviljun ansjósur á dangli í eldhússkápunum.

Pasta alla Puttanesca – fyrir 3

  • 2 msk góð ólífuolía
  • 1 laukur saxaðaður smátt
  • 2 hvítlauksrif smátt söxuð
  • 1/2 tsk þurrkaðar chilliflögur (eða 1/2 ferskur chilli saxaður)
  • 2 msk kapers, létt saxað
  • 1 dós/krukka svartar steinalausar ólífur (ég skar sumar í tvennt og hafði sumar heilar)
  • 1 dós saxaðir tómatar
  • 250 grömm linguine, taglietelli eða spaghetti.
  • Salt og pipar og smá pastasoð

IMG_0688IMG_0689Pastað er sett í stóran pott með sjóðandi vatni og soðið eftir leiðbeiningum. Á meðan er sósan búin til. Laukur, hvítlaukur og chilli steikt við meðalhita í olíunni. Þegar laukurinn er orðinn glær er öllu hinu skellt á pönnuna. Smakkað til með salt og pipar og leyft að malla meðan pastað sýður. Takið einn bolla af pastavatninu frá og sigtið svo pastað. Öllu blandað saman, smá pastavatni blandað samanvið þar til sósan verður eins og þið viljið hafa hana.

IMG_0693

Borið fram með ferskum rifnum parmesan og ég lofa að heimilisfólkið tekur gleði sína á ný. Hér voru allavega allir sáttir og líka þessi fjögurra ára 🙂

Filed Under: Uncategorized Tagged With: chilli, fljótlegt pasta, linguine, pasta alla puttanesca, pasta uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme