• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Rjómaterta

Döðlu og súkkulaðiterta með bananarjóma

apríl 23, 2020 by helenagunnarsd 4 Comments

Gleðilegt sumar! Ég gerði þessa dásamlegu tertu fyrir Gott í matinn vefinn fyrir páska og tel fulla ástæðu til að birta hana hér líka. Hún á fullt erindi við hvert tilefni. Uppskriftin hefur fylgt mér lengi og ég hef birt áður aðra útgáfu af henni hér inni, þá með jarðarberjarjóma.

Uppskriftin sem ég gef hér er fyrir tveggja hæða tertu, ef þið viljið gera stóra þriggja hæða tertu er uppskriftin margfölduð með 1,5 og bætt aðeins við rjómann sem fer á milli.

Döðlu- og súkkulaðibotnar:

4 stk.egg
100 gpúðursykur
100 gsykur
200 gdöðlur, saxaðar
200 gsúkkulaði, saxað
125 ghveiti

Bananarjómi:

4 dlrjómi frá Gott í matinn
1 stk.stór banani, stappaður

Súkkulaðikrem:

150 gsuðusúkkulaði
1 dlrjómi frá Gott í matinn
1 msk.síróp

Aðferð:

Döðlu- og súkkulaðibotnar

  • Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Tvö hringlaga form smurð vel og bökunarpappír settur í botninn. 
  • Döðlur og súkkulaði smátt saxað og hveitinu blandað saman við. 
  • Egg og sykur þeytt mjög vel saman þar til blandan er ljós og létt.
  • Hveiti, súkkulaði og döðlum blandað varlega saman við eggjablönduna með sleif. 
  • Hellt í formin og bakað í 15-20 mínútur. 
  • Kælt aðeins, svo losað úr formunum og svo kælt alveg.

Bananarjómi

  • Leggið annan botninn á kökudisk. 
  • Þeytið rjómann og blandið stöppuðum banananum saman við rjómann. 
  • Smyrjið ofan á botninn og leggið hinn botninn ofan á.

Súkkulaðikrem

  • Bræðið allt saman í potti við vægan hita. 
  • Kælið aðeins og hellið svo yfir. 
  • Dreifið úr kreminu þannig að það leki aðeins niður hliðarnar á tertunni. 
  • Skreytið með litlum páskaeggjabrotum og liltu súkkulaðifylltueggjunum frá Cadbury.
  • Geymið tertuna í ísskáp í 2-3 klst. áður en hún er borin fram.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Afmæliskaka, Döðluterta, Rjómaterta, Súkkulaðikaka

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme