• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Skúffukaka

Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi

september 30, 2023 by helenagunnarsd Leave a Comment

– Uppskrift unnin í samstarfi við Gott í matinn –

Enn ein skúffuköku uppskriftin? Gæti einhver hugsað núna. En það er bara þannig að skúffuköku má alltaf fullkomna enn frekar og ég held að hér sé komin líklega sú besta sem ég hef smakkað hingað til. Kaffijógúrtið gerir hana dúnmjúka og ýtir enn frekar undir djúpt súkkulaðibragðið og kremið, sem er eins og silki, er af öðrum heimi ljúffengt. 

Skúffukaka:

5 dl hveiti

4 dl sykur

2 dl kakó

½ tsk salt

2 tsk matarsódi

1 dl olía

2 dósir Óskajógúrt með kaffibragði

2 egg

2 tsk vanilluextract

150 gr smjör, brætt

2 dl heitt vatn

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. 
  2. Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
  3. Pískið saman olíu, eggjum, jógúrti og vanillu og hellið út í deigið. Bætið að lokum heitu vatni og bræddu smjöri saman við og blandið vel saman.
  4. Hellið í skúffukökuform og bakið í um það bil 30 mínútur eða þar til bakað í gegn. 

Krem:

200 gr smjör við stofuhita

3 dl flórsykur

1 tsk vanilluextrakt

4 msk rjómi frá Gott í matinn

200 gr dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið, flórsykurinn og vanillu mjög vel saman þar til létt og ljós.
  2. Bætið rjómanum saman við og þeytið áfram.
  3. Bræðið súkkulaðið og hellið því volgu (alls ekki alveg kældu) saman við kremið og þeytið vel áfram.
  4. Smyrjið kreminu yfir kælda kökuna. 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Besta skúffukakan, Skúffukaka, Smjörkrem, súkkulaðismjörkrem

Epla skúffukaka

febrúar 16, 2019 by helenagunnarsd 1 Comment

Ég lá í flensu á dögunum og til að stytta mér stundir datt ég inn í Great British Bakeoff á Stöðtvö Maraþon. Þvílíkir snilldar þættir! Fullkomið raunveruleikasjónvarp, samt laust við allt dramað sem fylgir oft svipuðum bandarískum þáttum. Ég mæli eindregið með þeim. Hið óhjákvæmilega þegar ég horfi á svona þætti er samt að eftir hvern þátt fyllist ég mikilli löngun í að baka.. Sem hefur vissulega sína kosti og galla. En þessi dásamlega mjúka eplakaka fékk semsagt innblástur frá þáttunum góðu, og því tilefni að maðurinn minn átti afmæli. Uppskriftin er upprunalega frá Mary Berry, dómara í British Bakeoff, og Helgu Sig þeirra Breta, en með smá tilfærslum. Vona að þið prófið og njótið.

Epla skúffukaka

  • 400 gr græn epli, skræluð og skorin í þunnar sneiðar (ég notaði tvö stór epli)
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 2 msk kanilsykur
  • 250 gr mjúkt smjör
  • 200 gr ljós púðursykur (eða hvítur sykur og dökkur púðursykur til helminga)
  • 4 egg
  • 250 gr hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk kanill
  • 1 dl mjólk

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Setjið eplasneiðarnar í skál, kreistið sítrónusafa yfir þær og stráið einni matskeið af kanilsykri yfir. Setjið til hliðar. Þeytið saman smjör og sykur þar til ljóst og létt og bætið eggjunum einu í einu út í og þeytið vel á milli. Pískið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og kanil og bætið út í smjörblönduna ásamt mjólkinni. Hrærið vel saman en gætið þess að hræra ekki of lengi.

Smyrjið skúffukökuform að innan eða þekjið með smjörpappír. Setjið helminginn af deiginu í botninn og dreifið vel út því, raðið helmingnum af eplasneiðunum yfir. Setjið svo restina af deiginu yfir eplin og dreifið vel úr. Raðið að lokum eplum yfir og stráið 1 msk af kanilsykri yfir allt. Bakið í 30-40 mínútur eða þar til prjóni stungið í miðja kökuna kemur hreinn upp og eplin eru orðin mjúk. Sigtið dálítinn flórsykur yfir kökuna þegar hún hefur kólnað aðeins, berið fram volga með þeyttum rjóma.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bakstur, Eplakaka, Eplapæ, Eplaskúffa, Kanilkaka, Skúffukaka, Sunnudagskaka

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme