• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Smjördeigssnúðar

Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti

desember 6, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4584Það er svo ótrúlega einfalt og ljúffengt að búa til góðgæti úr smjördeigi og svei mér þá ef allt er ekki aðeins betra með þessu dásamleg deigi. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef búið til skinkusnúða úr smjördeigi og að öðrum skinkusnúðum ólöstuðum þá eru smjördeigssnúðarnir feykilega vinsælir og klárast yfirleitt á ljóshraða. Þessir snúðar sem ég gef uppskrift að hér eru hættulega góðir og alveg fullkominn biti til að bjóða upp á t.d á smáréttaborði, með fordrykk eða góðum ísköldum jólabjór. Með því að steikja laukinn lengi við vægan hita verður hann sætur og góður, balsamikedikið skellir honum svo upp á aðeins hærra plan og svo smellpassar þetta við saltan og rjómakenndan fetaostinn. Hlutföllin sem ég gef eru alls ekki heilög og um að gera að smakka sig áfram ef þið viljið meira ediksbragð til dæmis.

min_IMG_4588Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti:

  • 2 pakkar frosið smjördeig, t.d Findus
  • Dijon Sinnep
  • 4-6 rauðlaukar (fer eftir stærð)
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1 msk smátt saxað ferskt timian eða 1 tsk þurrkað
  • 2 msk smjör
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar
  • 3 msk balsamikedik (eða meira eftir smekk)
  • 1 fetakubbur

min_IMG_4557Aðferð: Skerið laukinn í þunnar sneiðar, saxið hvítlaukinn smátt og saxið timían.min_IMG_4550 Hitið pönnu yfir meðalhita og bræðið smjörið. Bætið lauknum á pönnuna ásamt timían, saltið og piprið og steikið þar til laukurinn er orðinn vel mjúkur og hefur minnkað um ca. helming.Getur tekið um 20 mínútur. Bætið þá balsamikediki á pönnuna og blandið vel saman við laukinn. Leyfið edikinu að sjóða niður í 5 mínútur, gæti þurft að hækka aðeins hitann. Smakkið til með salti, pipar og ediki. IMG_4578Takið af hitanum og kælið aðeins þar til laukurinn er stofuheitur. Hitið ofninn á meðan í 180 gráður með blæstri annars 200 gráður. Takið smjördeigið úr öðrum pakkanum og leggið plöturnar saman þannig að þær skarist aðeins. Fletjið þær út á hveitistráðu borði. Smyrjið þunnu lagi af dijon sinnepi á smjördeigið, dreifið helmingnum af lauknum jafnt yfir og myljið helminginn af fetakubbnum yfir. Rúllið upp og skerið í ca. 1,5 cm þykkar sneiðar. IMG_4582Leggið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið þar til gullinbrúnir og eldaðir í gegn, 12-14 mínútur. Kælið snúðana á grind og berið fram stofuheita.min_IMG_4590Ef snúðana á að frysta er ekkert mál að skella þeim í 180 gráðu heitan ofn í 5-10 mínútur og þá verða þeir eins og nýjir aftur.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bröns, Einfaldir smáréttir, Forréttir, Forréttur, Hugmyndir fyrir veislu, Smáréttir, Smjördeig, Smjördeigssnúðar, Snúðar, Sultaður rauðlaukur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme