• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Spaghetti með risarækjum

Spaghetti með risarækjum

janúar 31, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

IMG_0464Litla fjögurra ára molanum á heimilinu þykir spaghetti alveg ofboðslega gott. Það gæti sennilega verið til skiptis, spaghetti, pylsubrauð og pizza með ananas alla daga og hann væri nokkuð sáttur. Hann er reyndar líka frekar mikill gúrmei maður og kann vel að meta hluti eins og bragðsterka osta (parmesan sérstaklega), rækjur, humar, ólívur og þar fram eftir götunum. En hann pantaði sumsé að hafa spaghetti í matinn í kvöld og varð að ósk sinni. Ég gat reyndar ekki hugsað mér í þetta skiptið að gera hefðbundna bolognese sósu þó hún sé góð og gild og ákvað því að gera létt og bragðmikið spaghetti með risarækjum. Rétturinn var mjög bragðgóður og var sá litli mjög hrifinn og borðaði vel ! Þetta er kannski dálítið sumarlegur réttur, en hvað er betra í mínus fjórum en þegar eldhúsið ilmar eins og veitingastaður um hásumar í ítölskum strandbæ?

Spaghetti með risarækjum: (fyrir 3-4)

  • 300-400 gr frosnar hráar risarækjur, hreinsaðar og skornar í tvennt langsum.
  • 2 skallottulaukar, smátt saxaðir
  • 1-2 hvítlauksrif, smátt söxuð (má sleppa og nota bara skallottulaukinn)
  • 1 askja piccolo tómatar eða kirsuberjatómatar
  • 1 væn lúka fersk steinselja, smátt söxuð
  • Safi úr einni sítrónu
  • 400 gr Spaghetti
  • Ólífuolía, salt og pipar
  • 2-3 msk parmesan
  • Klettasalat og smátt saxaður chilli (má sleppa)

Page_1Aðferð:

Rækjurnar afþýddar, hreinsaðar og skornar í tvennt eftir endilöngu. Þerraðar á eldhúspappír og kryddaðar með salti og pipar. Spaghetti soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum. Á meðan það sýður eru laukurinn og hvítlaukinn steiktur á pönnu í ca. 3 msk af ólífuolíu við meðalhita í um 3-4 mínútur. Tómötunum bætt út á og hitinn hækkaður og rækjurnar settar á pönnuna. Steikt í 2-3 mínútur eða þar til rækjurnar eru orðnar bleikar. Tómatarnir kramdir aðeins með sleifinni eða spaðanum. Þá er sítrónusafanum bætt út á auk steinseljunnar. Saltað og piprað.

Page_1 2Sigtið vatnið frá spaghettíinu þegar það er al dente, en takið frá 1 bolla af soðvatninu. Spaghettíið sett á pönnuna og blandað saman við rækjurnar. Ég sett alveg 1 bolla af soðvatninu með og skreytti svo með steinselju og reif smá parmesan yfir. Munið svo að smakka til með salti og pipar. Ég bar spaghettíið fram með smá klettasalati og dreifði örlitlu af söxuðum chilli yfir fyrir fullorðna fólkið.

IMG_0452Það væri sennilega ekki úr vegi að drekka glas af ísköldu dálítíð þurru hvítvíni með þessum rétti..

IMG_0466

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Fljótlegt spaghetti, Piccolo tómatar, Risarækjur uppskrift, Spaghetti með risarækjum, Spaghetti uppskrift

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme