• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Súkkulaðiterta

Súkkulaði- og ólífuolíu kaka

janúar 17, 2014 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4812Nýju þættir Nigellu, Nigellissima hafa átt hug minn allan í vetur. Það sem konan töfrar fram girnilegar kræsingar og það auðvitað fyrirhafnarlaust með bros og vör eins og hennar er von og vísa. Súkkulaði kaka með ólífuolíu hefur því verið dálítið lengi á ”to do” listanum mínum yfir nýjungar til að prófa í eldhúsinu. Kakan er dásamleg. Ég viðurkenni alveg að ég bjóst ekkert við neinni flugeldasýningu enda kakan einföld og hráefnin tiltölulega fá. min_IMG_4803Ég hafði rangt fyrir mér því þetta var flugeldasýning. Einstaklega létt og mjúk, djúsí kaka með fullkomnu súkkulaðibragði og flauelsmjúk. Kakan er líka glútenlaus sem gleður eflaust einhverja. Prófið þessa himnesku köku og látið sannfærast.min_IMG_4822

Súkkulaðikaka með ólífuolíu: (Uppskrift úr bókinni Nigellissima)

  • 50 gr gott dökkt kakó
  • 125 ml sjóðandi heitt vatn
  • 150 ml ólífuolía
  • 200 gr sykur
  • 3 egg
  • 2 tsk vanilluextract
  • 150 gr malaðar möndlur eða möndlumjöl (má líka nota 125 gr hveiti í staðin)
  • 1/2 tsk matarsódi

min_IMG_4811Aðferð: Byrjið á að hita ofn í 160 gráður með blæstri annars 180 gráður. Setjið kakóið í skál og hellið heita vatninu yfir. Hrærið þar til vel blandað saman. Þeytið egg, sykur og ólífuolíu saman í a.m.k 5 mínútur með rafmagnsþeytara eða í hrærivél þar til blandan er þykk og aðeins loftkennd. Hellið kakóblöndunni saman við og hrærið vel saman. Setjið því næst möndlumjölið og matarsódann og blandið öllu vel saman. Hellið í smurt  laustbotna form og bakið í 40-45 mínútur.

Formið sem ég notaði var 23 cm. Athugið að deigið er mjög blautt svo gott getur verið að klæða formið að utan með álpappír svo það leki ekki. Athugið að kakan á að vera dálítið blaut í miðjunni og lyftir sér ekki mjög mikið. Látið kökuna kólna í ca. 30 mínútur og takið hana svo úr forminu og setjið á disk. Ég bræddi svo saman 50 gr af suðusúkkulaði og 1 msk af ólífuolíu og hellti yfir. min_IMG_4820

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Besta súkkulaðikakan, Ítölsk súkkulaðikaka, Súkkulaðikaka, Súkkulaðikaka með ólífuolíu, Súkkulaðikaka Nigellu, Súkkulaðiterta

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme