• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Sumarlegt salat

Halloumi salat með chilli og jarðarberjum

maí 26, 2013 by helenagunnarsd 9 Comments

min_IMG_2609Ég er nýlega komin heim frá Bretlandi, öllu heldur Manchester, þar sem mér áskotnaðist þessi dásamlega góði gríski halloumi ostur. Það er tiltölulega auðvelt að nálgast ostinn þar í landi þar sem hann er mjög vinsæll í hverskyns matargerð, salöt og þess háttar. Ég hélt reyndar að osturinn væri ófáanlegur hér á landi en hef nú komist að því að hann hefur fengist í ostaversluninni Búrinu í Nóatúni sem og í versluninni Tyrkneskum Bazar. Afar ánægjulegar fréttir og því ekkert í vegi fyrir því að verða sér úti um þetta fína og skemmtilega hráefni.

Það er langbest að mínu mat að grilla eða steikja Halloumi þó hann megi vissulega borða kaldan eins og hann kemur út pakkanum. Þetta er afar þéttur ostur og dálítið saltur. Kannski mætti lýsa honum sem blöndu af mozarella og fetaosti, bara mun þéttari í sér og frekar saltur. Hann er því góður í hvers kyns salöt eða rétti þar sem hann fær að njóta sín til fulls. Það góða við hann er að bræðslumark ostsins er afar hátt og því má auðveldlega steikja hann án þess að hann leki nokkuð út á pönnunni og hann má líka grilla á útigrilli. Ég mæli með því að þið verðið ykkur úti um þennan góða ost og prófið hann við fyrsta tækifæri.

min_IMG_2620Salatið:

  • 2 pakkar halloumi (ca. 400 gr)
  • Þurrkað óreganó
  • Ólífuolía
  • 1 stór rauður chillipipar, smátt skorinn
  • 1 poki blandað salat að eigin vali
  • 1 bakki jarðarber, skorin í tvennt
  • 3 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
  • Nokkrar grænar ólífur
  • Safi úr ca. 1/2 sítrónu

Aðferð: Byrjið á að skera halloumi ostinn í ca. 0.5 cm þykkar sneiðar. Leggið sneiðarnar í fat, hellið ólífuolíu yfir og kryddið með þurrkuðu óreganó og helmingnum af chillipiparnum. Leyfið þessu að liggja í marineringunni á meðan þið útbúið restina af salatinu. min_IMG_2582Setjið hinn helminginn af chillipiparnum í litla skál og hellið 3-4 msk af ólífuolíu yfir ásamt smá sítrónusafa og hrærið saman, setjið til hliðar.  Setjið blönduð salatlauf á stóran disk (t.d kökudisk). Stráið yfir jarðarberjum, vorlauk og nokkrum ólífum. Hitið stóra pönnu við háan hita, ég stillti á 8 af 10 (mér finnst gott að nota viðloðunarfría pönnu við þetta). IMG_2605Setjið ostsneiðarnar á pönnuna og látið steikjast í 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til osturinn er gullinnbrúnn. min_IMG_2608Færið yfir á disk og leyfið ostinum að kólna örlítið áður en þið færið hann yfir á salatið. Setjið hann svo yfir salatið og dreypið chilli olíunni yfir ásamt því að kreista dálítinn sítrónusafa yfir að lokum. min_IMG_2617Berið fram t.d með ísköldu þurru hvítvíni sem forrétt eða smárétt.min_IMG_2619

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur forréttur, Forréttur, Halloumi á Íslandi, Halloumi uppskrift, Salat með halloumi, Salat uppskrift, Smáréttur, Sumarlegt salat

Einfalt sumarsalat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti

maí 6, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_2275Ég veit ekki með ykkur, en ég er alltaf í leit að einhverju góðu meðlæti. Þegar kemur að svona þessari daglegu eldamennsku vefst oft fyrir mér hvað ég ætti nú að útbúa til að hafa með kjötinu, eða fiskinum eða hverju því sem á boðstólnum er. Mér finnst sérstaklega þægilegt að geta klárað að gera meðlætið áður en ég elda aðalhráefnið og þurfa ekkert að hugsa um það meir. Núna þegar sólin er farin að skína og hitastigið örlítið farið að hækka er grillið oft dregið fram hér á heimilinu og þegar grillað er á virku kvöldi þegar allir eru svangir og þreyttir þurfa hlutirnir að gerast hratt!

Ég var með grillaða kjúklingaleggi á dögunum og með þeim bar ég fram þetta einstaklega sumarlega og matarmikla salat, sem ásamt kaldri sósu, stóð alveg eitt og sér sem meðlæti með kjúklingaleggjunum. Það þarf nefnilega ekki alltaf að vera að flækja hlutina krakkar mínir. Þetta er nú varla hægt að kalla uppskrift heldur meira upptalning á hráefnum, en gott var það. Og kannski eru einhverjir fleiri en ég þarna úti sem vantar alltaf hugmyndir að meðlæti.. aldrei að vita. Ég verð líka að koma því að hvað jarðarber og svartur piparinn í piparostinum passa einstaklega vel saman. Prófiði bara

min_IMG_2265Sumarlegt salat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti (Meðlæti fyrir ca. 4-5):

  • 1 höfuð Lambhagasalat, frekar smátt skorið
  • 1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 msk hvítvínsedik
  • 1 avocadó, skorið í litla teninga
  • 1 lítið höfuð brokkolí, hlutað niður og skorið í litla munnbita
  • 1 bakki jarðarber skorin í fjóra hluta
  • 1 pakki rifinn piparostur
  • Ólífuolía, svartur pipar og smá sjávarsalt

Aðferð: Byrjið á að skera rauðlaukinn í þunnar sneiðar, setjið í skál og hellið yfir hann 1 msk af hvítvínsediki og hrærið af og til í lauknum meðan restin af salatinu er útbúið. Við þetta mýkist laukurinn, verður aðeins sætari og ramma laukbragðið hverfur. Blandið öllu hinu saman í stórri salatskál og setjið laukinn síðast saman við, ásamt edikinu. Hellið smá ólífuolíu yfir og sáldið örlitlu sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar yfir. min_IMG_2280

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Fljótlegt meðlæti, Gott meðlæti, Gott salat, Meðlæti uppskrift, Salat uppskrift, Sumarlegt salat

Salat með grilluðum tígrisrækjum á spjóti og kaldri chilli sósu

mars 25, 2013 by helenagunnarsd 2 Comments

IMG_1697Enn ein helgin liðin og enn einu sinni kominn mánudagur. Helgin var alveg einstaklega skemmtileg hjá okkur þar sem við vorum með 10 manna matarklúbb á laugardagskvöldið með frábæru fólki og góðum mat og drykk. Gerist ekki mikið betra en það! Ég er reyndar alltaf líka hrifin af mánudögum svona almennt og skil ekki hvaða mánudagsmæða þetta er alltaf hreint í fólki. Það fólk hlýtur þá bara að vera í svona leiðinlegri vinnu eða almennt að sýsla við eitthvað sem veitir því ekki mikla ánægju í lífinu.. þetta er pæling.

IMG_1687En eins og ég hef talað um hér áður þá er það yfirlíst stefna á mínu heimili að hafa alltaf eitthvað gott og skemmtilegt í matinn á mánudögum. Þar sem veðrið í dag var svo yndislegt fannst mér upplagt að grilla eitthvað gómsætt. Þá mundi ég eftir tveimur pokum af tígrisrækjum sem á átti inni í frysti svo ég ákvað að búa til létt og sumarlegt salat með góðri bragðmikilli dressingu.

IMG_1711Salat með tígrisrækjum:

  • 2 pokar tígrisrækjur (um 600 grömm)
  • 3 msk ólífuolía
  • 1 hvítlauksrif, smátt saxað
  • 1/2 tsk rauðar chilli flögur
  • 2 msk söxuð fersk steinselja
  • 1 sítróna, börkurinn og safinn úr hálfri.
  • Salt og pipar
  • Það sem ég notaði í salatið:
  • Gott grænt salat, t.d blaðsalat, spínat og lollo rosso
  • Avocado
  • Tómatar
  • Kókosflögur
  • Sólþurrkaðir tómatar
  • Ólífuolía, t.d sítrónuolía, salt og pipar og sítrónusafi
  • Sósan:
  • 1 msk majónes
  • 4 msk sýrður rjómi
  • 1 msk sambal oelek chillimaukIMG_1679

Aðferð: Tígrísrækjur látnar þiðna og settar í skál. Ólífuolíu, hvítlauk, chilli flögum, steinselju, rifnum sítrónuberkinu, sítrónusafa, salti og pipar hrært saman og svo hellt yfir rækjurnar. Um að gera að smakka marineringuna til áður en henni er hellt yfir rækjurnar. Þær eru svo þræddar upp á spjót. Það er mjög gott að nota tvö spjót hlið við hlið þegar rækjurnar eru þræddar upp. Þá verður bæði auðveldara að snúa þeim og rækjurnar haggast ekki á spjótunum, þ.e hreyfast ekki þegar þeim er snúið við.IMG_1683IMG_1700 Útbúið svo salatið í stóra skál og hrærið innihaldið í sósuna saman. Grillið rækjurnar á útigrilli við háan hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið og berið þær fram volgar ofan á salatinu ásamt chilli sósunni. Ískalt hvítvínsglas væri ekki úr vegi með þessu. Kalda kranavatnið dugði þó vel í þetta skiptið.IMG_1705

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Gott salat, Grillaðar risarækjur, Grillaðar tígrisrækjur, Léttur matur, Salat með risarækjum, Salat með tígrisrækjum, Sumarlegt salat

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme