• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Tortillur

Fylltar ofnbakaðar tortillarúllur

júní 20, 2013 by helenagunnarsd 9 Comments

min_IMG_2901Svei mér þá ef sumarið er ekki bara komið. Ég ætla að leyfa mér að segja það. Sonur minn spyr mig nánast daglega hvenær sumarið komi og skilur illa útskýringar mínar um að stundum rigni á sumrin. ”Getum við þá ekki farið í útilegu?”.. Fyrir honum er sumarið sól, ís á palli, stuttbuxur, gras, grillaðar pylsur og frisbídiskur. Ég sit allavega úti á palli í þessum skrifuðu orðum í smá hádegishléi frá lestri fræðibóka og almennum lokaritgerðarhugleiðingum, sólin skín í heiði og það er pottur á pallinum. Mig langar að deila með ykkur mikilli uppáhaldsuppskrift sem er í senn einföld og sérstaklega góð. Þessar rúllur hafa fylgt mér lengi og þróast aðeins með árunum þó að vissulega séu nú engin geimvísindi á bakvið þær. Mér þykir þetta upplagður föstudags- eða laugardagsmatur þegar alla langar í eitthvað gott að borða og vilja gera vel við sig án mikillar fyrirhafnar.

min_IMG_2908Fylltar ofnbakaðar tortillarúllur (fyrir 4):

  • 500-600 gr hreint ungnautahakk (einn góður bakki)
  • 1 krukka salsa sósa (ég nota milda)
  • 1-2 dl vatn
  • Krydd t.d reykt paprika, cumin, hvítlauksduft og Krydd lífsins
  • Ferskt kóríander (má sleppa)
  • 1 dós 18% sýrður rjómi
  • 1 lítil dós hreinn rjómaostur
  • 6 heilhveiti tortilla kökur (minni gerðin)
  • 1 poki rifinn ostur (t.d pizzaostur)
  • 1 box piccolo tómatar skornir í fernt
  • 5 vorlaukar saxaðir smátt
  • 1 rauð paprika smátt söxuð
  • 2 avocado skorin í sneiðar

Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Byrjið á að saxa niður grænmetið. min_IMG_2879Steikið kjötið svo vel og kryddið það eftir smekk.min_IMG_2868Þegar kjötið er brúnað hellið salsasósunni yfir ásamt vatni og leyfið þessu að sjóða í ca. 5 mínútur. min_IMG_2875Takið þá af hitanum og bætið smá söxuðu kóríander saman við. min_IMG_2884Leggið tortillaköku fyrir framan ykkur. Smyrjið á hana 1 msk af rjómaosti. min_IMG_2886Setjið því næst 1/6 af hakkinu ofaná ásamt ca. matskeið af rifnum osti. min_IMG_2888Rúllið kökunni upp og leggið í eldfast mót.min_IMG_2890Endurtakið þar til allar kökurnar eru fylltar. min_IMG_2894Setjið sýrðan rjóma hér og þar yfir kökurnar.min_IMG_2895 Stráið því næst söxuðu grænmetinu yfir og restinni af rifna ostinum. min_IMG_2896Bakið við 200 gráður í 15 mínútur. Berið fram með avocadosneiðum og brosi á vör 🙂min_IMG_2915

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldur matur, Fljótlegur matur, Fylltar tortillur, Hakkréttir, Mexíkóskt lasagna, Mexíkóskur matur, Piccolo tómatar, Tortilla uppskrift, Tortillur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme