• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Vanillusmjörkrem

Vanillu bollakökur með sjóbláu sjóræningja- vanillukremi

október 14, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_4334Mikið er nú langt síðan ég hef gefið mér tíma til að setjast við tölvuna og skella inn uppskrift. Þær reyndar bíða nú nokkrar birtingar en vegna anna hefur ekki gefist tími til að setja þær inn. Við fórum til Dublin um helgina og eyddum þar fjórum ljúfum dögum. Ráfuðum um götur, versluðum smá og borðuðum góðan mat. Ég hef lagt það í vana minn að kíkja á tripadvisor.com áður en við förum og frí og velja þar góða staði til að skoða sem og spennandi veitingastaði og kaffihús. Mæli sannarlega með því, það er fátt eins leiðinlegt eins og að fara inn á lélegan veitingastað og borga stórfé fyrir vondan eða óspennandi mat. Við urðum allavega aldrei fyrir vonbrigðum með staðina sem urðu fyrir valinu og fengum alveg stórgóðan mat!

En að uppskrift dagsins. Þessar bollakökur voru á óskalistanum fyrir fimm ára afmæli hér á heimilinu í síðustu viku. Kökurnar eru virkilega mjúkar og bragðgóðar með góðu vanillubragði, vanillu smjörkremið setur auðvitað alveg punktið yfir i-ið. Það er fátt jafn mikið við hæfi eins og að skoða bollakökuuppskrift á mánudögum og láta sig aðeins dreyma..

min_IMG_4336Vanillubollakökur (24 stk, auðveldlega hægt að helminga):

  • 225 gr smjör við stofuhita
  • 250 gr hrásykur
  • 1 msk hreint vanilluextract
  • 4 egg
  • 350 gr fínmalað spelt eða hveiti
  • 1 msk vínsteinslyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 2,5 dl nýmjólk

Smjörkrem:

  • 300 gr mjúkt smjör
  • 400 gr flórsykur
  • 2 tsk vanilluextract
  • 2-3 msk mjólk
  • Nokkrir dropar blár og grænn matarlitur eða sá litur sem þið viljið, líka hægt að hafa kremið hvítt.

Athugið að ef öll hráefni í kökurnar eru við stofuhita verður útkoman enn betri. Ég mæli með að taka smjörið, eggin og mjólkina úr ísskáp a.m.k 2 klst áður en bakstur hefst. Ef ekki gefst tími og smjörið er mjög hart getur verið gott að skera það í sneiðar og leggja á disk, þá mýkist það fyrr.

min_IMG_4319Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Þeytið smjör, sykur og vanillu í 3-5 mínútur eða þar til blandan er vel ljós og létt. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Blandið saman hveitinu, salti og lyftidufti og pískið vel saman eða sigtið. Bætið hveitinu og mjólkinni saman við deigið til skiptis, endið á hveitinu og blandið vel saman þannig að deigið sé silkimjúkt, en varist þó að hræra of lengi. Skiptið deiginu í bollakökuform og bakið í ca. 18 mínútur. min_IMG_4325Varist að ofbaka, fylgist með kökunum eftir um 16 mínútur og athugið hvort þær séu tilbúnar með því að stinga tannstöngli í miðja köku. Ef hann er blautur bakið í 1-2 mínútur í viðbót og athugið þá aftur. Takið úr ofninum um leið og tannstöngullinn kemur þurr upp. Kælið kökurnar á grind. min_IMG_4328

Krem: Þeytið smjörið í 3-5 mínútur eða þar til það verður ljóst og létt. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið í 3 mínútur til viðbótar, bætið mjólkinni smám saman út í ásamt vanillunni þar til kremið er létt og meðfærilegt. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar. Ég notaði stút nr. 2D frá Wilton. Formin og sjóræningjafánana fékk ég í Kosti.min_IMG_4332

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Afmæliskaka, Hugmyndir fyrir afmæli, Hvítar bollakökur, Mjúkar bollakökur, Smjörkrem, Vanillu bollakökur, Vanillu muffins, Vanillukaka, Vanillusmjörkrem

Súkkulaði bollakökur með vanillusmjörkremi

febrúar 23, 2013 by helenagunnarsd 5 Comments

IMG_0997Ég er ekki þolinmóðasta týpan þegar kemur að bakstri. Tilhugsunin um að standa svo tímunum skiptir við að skreyta kökur, hnoða sykurmassa, skera út blóm og búa til kökur sem líta út eins og Versalakastalar, heillar mig ekki sérstaklega. Ég hef þó gaman að því að baka, ekki misskilja mig. Hef meira að segja vippað fram oftar en einu sinni kökum í afmæli sonar míns sem litu út eins og geimflaug og annarri sem leit út eins og lirfa. Það var mjög krúttlegt og skemmtilegt en tók samt ekki langan tíma í framkvæmd. Reyndin er nú líka sú að þó að kaka líti fallega út skiptir nú eiginlega mestu máli að hún sé bragðgóð. En mikið dáist ég að öllu fólkinu sem nennir að búa til þessi fallegu kökulistaverk fyrir okkur hin sem hafa ekki þolinmæðina í verkið.

Bollakökur eru einmitt þeim kosti gæddar að það þarf tiltölulega litla fyrirhöfn við að baka þær. Það er einnig frekar einfalt að skreyta þær þannig að allir haldi að maður sé mjög flinkur kökuskreytingarmeistari þegar maður kann samt eiginlega ekki neitt í kökuskreytingum. Ég fór í búðina Allt í köku fyrr í vetur og keypti mér nokkra hluti sem gera manni lífið auðveldara þegar kemur að því að skreyta bollakökur. Það þarf alls ekki mikinn búnað. Ég fékk mér nokkra einnota sprautupoka og einn stút númer 2D. Vopnuð þessu voru mér allir vegir færir og ekkert mál að búa til fallegar rósir á bollakökurnar.IMG_0980

Ég gef uppskrift að þessum ljúffengu súkkulaðibollakökum. Botninn er dökkur með miklu súkkulaðibragði, léttur í sér og alls ekki of sætur. Ofan á set ég ekta vanillusmjörkrem. Klassísk samsetning sem getur ekki klikkað.

Súkkulaðibollakökur: (um 30 stk, auðveldlega hægt að helminga uppskriftina)          Breytt uppskrift frá marthastewart.com.

  • 3/4 bolli kakóduft
  • 3/4 bolli sjóðandi heitt vatn
  • 300 gr. mjúkt smjör
  • 2 bollar sykur
  • 1 msk vanilluextract
  • 4 egg
  • 3 bollar hveiti eða fínmalað spelt (ég notaði speltið)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli sýrður rjómi

Vanillusmjörkrem:

  • 300 grömm smjör
  • 400 grömm flórsykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1 vanillustöng

Page_1Aðferð: Hitið ofninn í 170 gráður með blæstri. Byrjið á að blanda saman kakóduftinu og heita vatninu. Hrærið vel þar til áferðin verður slétt. Setjið til hliðar og leyfið aðeins að kólna. Setjið smjör, sykur og vanillu í hrærivélaskál og þeytið vel þar til smjörið verður ljóst og létt. Setjið eggin út í eitt í einu og hrærið vel á milli. Hellið þá kakóblöndunni út í og blandið vel saman. Blandið saman hveiti, lyfitdufti, matarsóda og salti og setjið út í hrærivélaskálina í smáum skömmtun ásamt sýrða rjómanum. Setjið í pappírsklædd bollakökuform þannig að formið fyllist að 3/4. Bakið í 18-20 mínútur. Kökurnar lyfta sér en síga örlítið saman þegar þær koma úr ofninum. Þær eru því alveg upplagðar til skreytinga.IMG_0976

Smjörkrem: Setjið smjörið í hrærivélaskál og þeytið á mesta hraða í 5 mínútur. Málið við þetta krem er að þeyta smjörið nógu lengi þar til það verður nánast alveg hvítt. Það þarf smá þolinmæði í þetta en það gerist á endanum. Þá er flórsykrinum, vanilluextractinu og kornunum úr einni vanillustöng bætt út í og þeytt vel saman í um 2 mínútur til viðbótar. Kremið verður mjög létt og meðfærilegt við þessa meðferð og haggast ekki eftir að því hefur verið sprautað á kökurnar. Þegar bollakökurnar hafa kólnað er kreminu sprautað á þær.IMG_0991

Ef gera á rósir er galdurinn að byrja rósina með því að sprauta beint niður á bollakökuna miðja og fara svo 2-3 hringi og enda yst á brúninni. Það eru örugglega til meiri rósasmjörkremssnillingar þarna úti en ég, en þetta þarf nú ekki að vera fullkomið. Ég get allavega lofað að bragðið er dásamlegt sama hvernig útlitið er
IMG_1000

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Bollakökur, Gott smjörkrem, Smjörkrem, Súkkulaðibollakökur, Súkkulaðimuffins, Vanillusmjörkrem

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme