• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Veislumatur

Grænmetisbaka með fetaosti og furuhnetum

september 18, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_4128Á haustin þykir mér fátt betra en að elda úr íslensku ný uppteknu grænmeti. Verslanir eru nú fullar af þessu góðgæti og það ætti enginn að láta fram hjá sér fara að njóta þess að útbúa hollan og góðan mat úr þessu frábæra hráefni. Það er varla hægt að líkja bragðinu af íslensku blómkáli og brokkolíi við það innflutta, að ég tali nú ekki um íslensku gulræturnar. min_IMG_4165Það er miklu auðveldara að gera svona böku en það lítur út fyrir að vera, alveg satt. Og ég segi þetta af því að einu sinni gerði ég aldrei bökur því ég hélt að ég gæti það ekki (lesist: nennti því ekki). Það er til dæmis ekkert flóknara að gera góða böku heldur en pizzu og það eru nú fjölmargir færir um að gera ansi góðar pizzur. Ég mæli eindregið með því að þið prófið þessa böku kæru vinir. Þetta er svona ekta haust matur, frábært að bera bökuna fram með góðu salati og kaldri sósu og þá er maður kominn með þessa fínu máltíð. Bökur geymast líka afbragsðvel í frysti, hitast vel upp og því upplagðar í nesti.min_IMG_4146

Botn:

  • 250 gr spelt (Ég nota 150 gr. gróft og 100 gr. fínt)
  • 100 gr kalt smjör
  • 1/2 – 1 dl heitt vatn
  • 1/2 tsk salt

min_IMG_4104Aðferð: Skerið smjörið í litla teninga, vinnið allt nema vatnið saman með höndunum þannig að úr verði sandkennd mylsna. Bætið vatninu smám saman út í og vinnið áfram með höndunum þar til deigið loðir vel saman án þess að vera klístrað. Leggið deigið á hveitistráð borð og fletjið út þannig að það nái að þekja botn og hliðar á forminu sem þið notið. Athugið að til þess að auðveldara sé að ná bökunni af botninum er sniðugt að hvolfa botninum á forminu við, sumsé snúa honum öfugt þannig að hægt sé að renna bökunni af botninum.min_IMG_4105Þrýstið deiginu vel í formið og pikkið botninn með gaffli.min_IMG_4109 Ég notaði 28 cm lausbotna smelluform.  Hitið ofninn í 180 gráður og bakið botninn í 10 mínútur. min_IMG_4112

Fylling:

  • 3-4 gulrætur
  • 1/2 blómkálshöfuð
  • 1 lítið brokkolíhöfuð
  • 1/2 sæt kartafla
  • 2 hvítauksrif
  • 1 msk olía og 1 msk smjör
  • 6 egg
  • 1 peli rjómi eða matreiðslurjómi (2.5 dl)
  • 1 msk dijon sinnep
  • 2 msk smátt söxuð steinselja
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 1 væn lúka rifinn parmesan
  • 1/2 fetakubbur, ca. 125 grömm
  • 1 dl furuhnetur

Aðferð: Flysjið sætu kartöfluna og skerið í litla teninga. Skerið gulræturnar, blómkálið og brokkolíið í svipað stóra bita. Hitið pönnu við meðalhita og setjið á hana olíu og smjör. Steikið grænmetið í 10 mínútur þar til það hefur aðeins tekið á sig lit. min_IMG_4113Bætið þa smátt söxuðum hvítlauk á pönnuna og steikið áfram í 5 mínútur. Setjið þá lok á pönnuna, lækkið hitann og leyfið grænmetinu að malla aðeins undir lokinu þar til það er orðið nokkuð mjúkt. min_IMG_4110Hrærið saman eggin, rjómann, sinnep, parmesan, steinselju, salt og pipar og setjið til hliðar. Hellið grænmetinu yfir bökubotninn.min_IMG_4116Myljið helminginn af fetaostinum yfir.min_IMG_4119Hellið því næst eggja- rjómablöndunni yfir. min_IMG_4122Myljið restina af fetaostinum yfir og stráið yfir furuhnetunum. min_IMG_4125Bakið í 40 mínútur við 170-180 gráður, frekar neðarlega í ofni.min_IMG_4136 Leyfið bökunni að standa í 15 mínútur. Losið hana þá út forminu og færið varlega yfir á stóran disk.min_IMG_4159min_IMG_4168

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Baka með grænmeti, Bökubotn, Einföld baka, Góð baka, Grænmetisbaka, Grænmetisréttir, Veislumatur

Innbökuð nautalund Wellington

apríl 1, 2013 by helenagunnarsd 14 Comments

IMG_1776Við fengum góða heimsókn á föstudaginn langa og það var sko enginn fiskur í matinn. Sennilega mesta andstæða fiskmetis, innbökuð nautalund. Eins og ég minntist á um daginn þá lumaði ég á úrvals íslenskri nautalund í frystinum. Lundirnar keypti ég fyrir jól af bændunum á Mýrum en þau reka fyrirtækið Mýranaut þar sem hægt er að kaupa ungnautakjöt beint frá býli. Og hvað er betra nú á dögum en að kaupa hráefni beint frá býli? Ég er svo heppin að hafa heimsótt bæinn á Mýrum. Skoðaði þar í fyrrasumar gripahúsin þar sem vel fer um skepnurnar og gekk um grænar grundir þar sem nautgripirnir, kálfar og kýr valsa um í mestu makindum. Það er skemmst frá því að segja að ég hef aldrei smakkað nautakjöt sem nær þeim gæðum sem kjötið frá Mýranauti hefur að bera. Ég allavega mæli sterklega með því að kaupa nautakjöt beint frá býli. Það er ekki hægt að líkja því saman við kjötið sem fæst í stórmörkuðum. Þetta kjöt er meira að segja hægt að fá heimsent!

nautlogoÉg hafði mjög gaman af því að sjá þá skemmtilegu tilviljun að Eldhússögur höfðu sömu sögu að segja um Mýranaut og þar á bæ var nýlega m.a. eldað dýrindis roastbeef úr kjötinu frá Mýranauti, mjög girnilegt. Ég hef líka smakkað roastbeef bitana frá þeim, ásamt hakkinu og get mælt með öllum þessum afurðum. Beint frá býli er bara málið! Eruði ekki orðin sannfærð? Ef ekki skal ég gefa ykkur hérna uppskrift að einum besta veislumat sem hægt er að búa til. Mig hefur lengi langað til að búa til Wellington nautalund en hingað til hef ég ekki haft hug á að kaupa innfluttar nautalundir, sem fást í stórmörkuðunum. Ég var búin að spyrjast fyrir á nokkrum stöðum og allsstaðar fékk ég þau svör að íslenskar nautalundir væri nánast ómögulegt að fá. Nautgripa bóndi nokkur sagði mér að ég þyrfti að panta lund með a.m.k 6 mánaða fyrirvara. Ég ákvað því að setja mig í samband við áðurnefnt Mýranaut þar sem ég gat fengið keypta nautalund sem gladdi mig mikið.

IMG_1771Innbökuð nautalund Wellington (fyrir 4):

  • 800 grömm ungnautalund
  • 1 bakki sveppir (ég notaði kastaníusveppi)
  • 2 msk Dijon sinnep
  • 6 sneiðar parmaskinka eða serranoskinka
  • 4 plötur smjördeig (eða nóg til að hylja lundina)
  • Smjör, sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
  • 1 egg

Aðferð: Byrjið á að taka kjötið og snyrta það til. Stundum eru sinar utan á svona lundum sem þarf að taka af. Mín lund var þó nánast laus við sinar. Þerrið lundina og saltið og piprið hana vel á öllum hliðum. Þar sem lundir eru mjórri í annan endann er gott að brjóta þynnri endann undir kjötið þannig að stykkið sé allt um það bil jafn þykkt.IMG_1735 IMG_1738Hitið pönnu vel á háum hita. Bræðið ca. 1 msk af smjöri á pönnunni. Snöggbrúnið kjötið vel á öllum hliðum og takið svo til hliðar og leyfið að jafna sig. Saxið sveppina svo mjög smátt og steikið á vel heitri pönnu í ca. 1 msk af smjöri, salt og pipar. Sveppirnir eiga að brúnast vel. Þetta tekur kannski um 7 mínútur. Takið sveppina af hitanum og setjið í skál. IMG_1739IMG_1740Nú skulið þið leggja plastfilmu á bretti eða borð, ofan á plastfilmuna setjið þið parmaskinkusneiðarnar og dreifið svo úr sveppunum þar ofan á. IMG_1745Penslið síðan allt kjötið með dijon sinnepi og leggið ofan á sveppina. Lyftið því næst plastfilmunni þannig að auðvelt sé að vefja henni utan um kjötið. Vefjið þessu þétt saman og setjið inn í ísskáp í um 30 mínútur. IMG_1759Á meðan skulið þið fletja út smjördeigið og gera það tilbúið þannig að hægt sé að pakka kjötrúllunni inn í deigið. Takið lundina úr ísskápnum og takið plastfilmuna utan af. Leggið kjötið ofan á smjördeigið. Penslið eggi með hliðunum á deiginu og pakkið kjötinu inn í deigið. IMG_1763Leggið innpakkað kjötið í eldfast mót þannig að samskeytin snúi niður. Penslið vel með eggi og skerið svo nokkrar rifur í deigið. Setjið kjötið inn í 180 gráðu heitan ofn án blásturs og bakið þar til deigið er orðið gullinbrúnt og kjötið er eldað eins og þið viljið hafa það. Ég tók kjötið út þegar hitamælirinn sýndi 53 gráður (ca. medium rare). Síðan leyfði ég því að jafna sig í 20 mínútur áður en ég skar það. Á þeim tíma hækkaði hitinn upp í 56 gráður.IMG_1764 Það er erfitt að lýsa því með orðum hversu góð þessi steik var. Kjötið var svo mjúkt að það þurfti varla að skera það. Deigið utan um stökkt og bragðið af parmaskinkunni og sveppunum smellpassaði við dúnmjúkt og safaríkt kjötið.
Við bárum fram með þessu bakaða kartöflu með kryddsmjöri, gott grænt salat og piparostasósu. (Sósan var reyndar alveg óþörf þar sem kjötið var svo safaríkt, bragðgott og mjúkt). Að sjálfsögðu drukkum við svo með þessu gott rauðvín sem ég man bara alls ekki hvað hét. En gott var það. IMG_1782

 

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Beef Wellington, Beef Wellington uppskrift, Hátíðarmatur, Innbökuð nautalund, Nautalund, Nautalund uppskrift, Nautalund Wellington, Veislumatur

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram has returned invalid data.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme