• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Kínóa Salat

janúar 4, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

Eftir endalausar kræsingar og stórsteikur finnst mér alltaf gott að útbúa eitthvað létt og gott í maga. Þetta salat kom upp í hugann í dag þegar ég var að reyna að ákveða hvað ætti að vera í matinn, langaði í eitthvað létt en bragðgott og smám saman týndist í hausinn á mér innihaldið í þetta fína salat. Samsetningin á þessu salati er í smá Miðjarðarhafsgír og smellur allt mjög vel saman, t.d sterkur chiili piparinn, fetaosturinn og döðlurnar sem er að mínu mati dásamlegt saman.

IMG_1198Það er sannarlega ekki auðvelt að ná góðum myndum af mat í þessu myrkri en við látum okkur hafa það.

Kínóa er í raun ekki korntegund heldur kemur það úr jurtaríkinu og hérna má lesa skemmtilegan fróðleik um það. Þess má geta að það er stútfullt af próteini og góðum fitusýrum og getur því vel komið í staðin fyrir kjöt eða fisk og stendur alveg fyrir sér sem máltið eitt og sér. Eins og ég gerði í þessum rétti 🙂  Það má í raun nota kínóa á ýmsan máta, t.d sem morgungraut eða í staðin fyrir kúskús eða hrísgrjón sem meðlæti. Kínóa er soðið í hlutföllunum 1 hluti kínóa á móti 2 hlutum af vatni og það er mikilvægt að skola það fyrir suðu. Það er frekar hlutlaust á bragðið og gengur nánast með hverju sem er, svipað og kúskús.

Kínóa salat – fyrir 3-4

  • 1 bolli ósoðið kínóa.
  • 1 lítill kúrbítur, skorinn í sneiðar
  • 3 vorlaukar, smátt skornir
  • 1 rauður chillipipar, fræhreinsaður og frekar smátt skorinn. (Ég hafði bitana frekar stóra svo auðvelt væri að taka þá frá fyrir þann 4 ára)
  • Handfylli söxuð steinselja
  • Aðeins minni handfylli söxuð mynta (má sleppa, ég átti hana bara til og hún kom mjög vel út)
  • 4 msk ristaðar furuhnetur
  • 1 krukka salat feti, vatnið sigtað frá.
  • 1 box piccolo tómatar, eða 1/2 askja kirsuberjatómatar. Skornir í tvennt.
  • Ca. 6 döðlur saxaðar smáttIMG_1179

Byrjið á að skola kínóað og sjóða það í 2 bollum af vatni. Suðan tekur um 15 mínútur. IMG_1183

Hinir yndislegu íslensku piccolo tómatar, bestu tómatar sem við höfum smakkað! ég fékk þá í Bónus.IMG_1185

Kúrbíturinn grillaður á grillpönnu og svo ristaði ég furuhneturnar á pönnunni þegar kúrbíturinn var tilbúinn.IMG_1191

Allt hitt skorið niður á meðan kínóað sýður og kúrbíturinn grillast, ég skar kúrbítinn svo aðeins smærra niður.IMG_1193

Þegar kínóað er soðið er það sett í skál og mesta hitanum leyft að rjúka úr því, það lítur um það bil svona út þegar það er tilbúið.

svo er bara öllu blandað saman og dressingunni hellt yfir að lokum.IMG_1197

Dressing:

Safi úr einni sítrónu kreist í glas, jafn mikið af ólífuolíu hellt samanvið, 1/2 tsk salt, 1/2 tsk pipar, 1 tsk hunang. Öllu blandað vel saman og hellt yfir salatið.IMG_1181

Salatið er alveg rosalega gott og bragðmikið og manni líður alveg einstaklega vel eftir að hafa borðað svona fallegan og góðan mat 🙂 Það geymist alveg ágætlega og væri t.d hægt að undirbúa daginn áður og bera fram í saumaklúbbi eða taka með sér í nesti. Ljúffengt !IMG_1202

Filed Under: Uncategorized Tagged With: Gott salat, Kínóa, Kínóa salat, Piccolo tómatar, Quinoa, Quinoa Salat, salat, Salat með kínóa

Previous Post: « Fyllt kalkúnabringa
Next Post: Tælensk kjúklingasúpa með kókos, lime og engifer »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme