• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Tælensk kjúklingasúpa með kókos, lime og engifer

janúar 9, 2013 by helenagunnarsd 18 Comments

IMG_1248Mér finnast sterkar, léttar og bragðmiklar súpur í austurlenskum stíl alveg ofboðslega góðar. Í minningunni eru einhverjar bestu súpur sem ég hef smakkað frá kínverskum eða tælenskum veitingastöðum í útlöndum með foreldrum mínum.. Þegar ég var örugglega einkennilega ung miðað við hrifningu mína á þessháttar súpum sem voru bornar fram með skrýtinni skeið í lítilli djúpri skál. Allavega þá þykja mér svona súpur mjög góðar og hef oft reynt með ágætis árangri að reyna að endurskapa þessa stemmningu hérna heima við. Í roki í rigningu eins og þegar þetta er skrifað langaði mig akkúrat ekki í neitt annað í kvöldmatinn en þessa bragðmiklu léttu súpu og mig langaði í kókos, lime og engifer bragð af henni. Hún er virkilega góð og fljótleg og svei mér þá ef hún náði ekki bara að rifja upp minningar frá einhverjum frábærum tælenskum veitingastað í fyrndinni.

Svona súpur eiga það reyndar til að vera með mjög langann innihaldslista en þessi er þrátt fyrir það, mjög fljótleg og hráefnið fæst allt í venjulegri matvörubúð 🙂

Uppskrift:

  • 1 Rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 3 hvítlauksrif, söxuð smátt
  • 3-4 vorlaukar, skornir í sneiðar
  • 3 cm bútur engifer, smátt skorinn (þumalstærð af engifer)
  • 1 tsk chillimauk, (t.d Sambal Oelek sem fæst í Bónus)
  • 1 msk kókosolía eða venjuleg matarolía (kókosolían gefur mjög gott bragð)
  • 1,5 l vatn
  • 2 kjúklingateningar
  • 1 tsk turmerik
  • 1 msk sojasósa
  • 1 tsk fiskisósa (má sleppa)
  • 1 – 2 lime (fer eftir stærð)
  • 2 tsk hunang
  • 2 fernur kókosmjólk (eða 1 dós)
  • 1/2 búnt kóríander, saxað
  • 3 kjúklingabringurIMG_1239

Aðferð:

Kókosolían brædd við frekar háan hita í súpupottinum. Rauðlaukur, vorlaukur, hvítlaukur, engifer og chillimaukið steikt í pottinum í stutta stund.

IMG_1236 IMG_1241Svo er vatninu hellt yfir ásamt kjúklingateningum, turmerikinu, sojasósu, fiskisósunni, kókosmjólkinni, safanum úr lime-inu, ásamt skrælinu röspuðu af öðru þeirra og hunanginu. Meðan suðan kemur upp er kjúklingurinn skorinn í litla teninga og settur út í sjóðandi súpuna, ásamt kóríander.

IMG_1246Látið sjóða í um það bil 10 – 12 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Borin fram rjúkandi heit með smá söxuðu kóríander. IMG_1247

IMG_1250

Verði ykkur að góðu !

Filed Under: Eldhúsperlur, Uncategorized Tagged With: Engifer, Góð kjúklingasúpa, Kjúklingasúpa, Kjúklingasúpa með kókosmjólk, Kjúklingasúpa uppskrift, Kókosmjólk, Kóríander, Lime, Tælensk kjúklingasúpa

Previous Post: « Kínóa Salat
Next Post: Kjúklingaréttur Bangsímons »

Reader Interactions

Comments

  1. Guðrún Björg

    janúar 14, 2013 at 22:33

    Takk fyrir að pósta þessu. Ég eldaði súpuna í kvöld og hún er verulega góð.

    Svara
    • helenagunnarsd

      janúar 14, 2013 at 22:42

      En gaman að vita það! Verði þér bara að góðu 🙂 þessi súpa er í miklu uppáhaldi hjá mér.

      Svara
  2. Ingibjörg Fríða

    mars 23, 2013 at 16:58

    Hvað myndir þú áætla að ein uppskrift sé fyrir marga?

    Svara
    • helenagunnarsd

      mars 23, 2013 at 17:39

      Sæl Ingibjörg

      Ég myndi halda að hún dygði vel og rúmlega það sem aðalréttur fyrir 4 fullorðna.

      Svara
  3. Kata Jóns

    mars 27, 2013 at 19:31

    Svakalega góð þessi, eða eins og Maggi sagði svo réttilega í kvöld, “þessi uppskrift er keep-er” 😉

    Svara
    • helenagunnarsd

      apríl 1, 2013 at 13:47

      Glæsilegt 🙂 Gaman að vita.

      Svara
  4. Magnea

    september 21, 2013 at 19:22

    Of mikið vatn. Myndi næst aðeins hafa kókosmjólk. En samsetningin er góð.

    Svara
    • helenagunnarsd

      september 21, 2013 at 19:34

      Takk fyrir það Magnea. Já svona er smekkurinn misjafn, um að gera að breyta uppskriftum eftir smekk. Mér þykja einmitt svona þunnar, nánast tærar austurlenskar súpur svo góðar, en sjálfsagt að minnka vökvann aðeins 🙂

      Svara
  5. aðalheiður

    september 22, 2013 at 12:38

    Góð súpa, ég prófaði svo seinna að setja fiskitenig , lúðu og rækjur í staðinn fyrir kjúklingatening og kjúkling og það er líka svaka gott
    .

    Svara
    • helenagunnarsd

      september 22, 2013 at 20:59

      Frábært, já ég get vel trúað að það hafi verið gott! Takk fyrir að deila því með mér 🙂

      Svara
  6. Anna

    desember 17, 2013 at 18:34

    Umm gerði þessa i kvöld og öllum i fjölskyldunni fannst hún æði 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      desember 19, 2013 at 09:30

      En gaman ad vita 🙂

      Svara
  7. Kim

    september 26, 2014 at 01:20

    Geggjuð súpa, i staðin fyrir vatnið notaði eg organic chichen broth Og ein Bolla af Chardonnay eins Og við seigum her it’s a keeper 😉

    Svara
    • helenagunnarsd

      september 26, 2014 at 20:45

      Gaman að vita! Takk fyrir kveðjuna 😉

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  8. Nafnlaust

    október 5, 2014 at 22:17

    .. smá galli að geta ekki prentað út; bara uppskriftina; en hún er æðisleg.

    Svara
    • helenagunnarsd

      október 6, 2014 at 13:14

      Æj ég veit. Þetta er allt í vinnslu. er að reyna að finna út hvernig er best að hafa þessi prentmál. Kemst vonandi á hreint sem fyrst 🙂

      Kær kveðja, Helena

      Svara
  9. álfhildur

    nóvember 8, 2015 at 21:24

    þessi er ÆÐI! líka svo einföld 🙂

    Svara

Trackbacks

  1. Léttur mangó chutney kjúklingur með möndluflögum og sætum kartöflum | Eldhúsperlur skrifar:
    desember 17, 2013 kl. 12:36

    […] Ég hef sótt mikið í léttar og bragðmiklar uppskriftir undanfarið. Eldaði til dæmis þessa tælensku kjúklingasúpu í gær og maður minn, hvað hún var góð. Einmitt það sem við þurftum á þessu dimma […]

    Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme