• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Timían kjúklingur með stökku beikoni og sveppum

maí 4, 2013 by helenagunnarsd 3 Comments

min_IMG_2236Eftir að hafa haft aðeins of mikið að gera, já eins og ég talaði um síðast og já, ég ætla að tala um það aftur, fannst mér kominn tími til að elda eitthvað almennilegt. Sonur minn er enn einu sinni að hafa áhrif á það hvað er eldað á heimilinu. Hverjum hefði dottið í hug að fjögurra ára barni hefði dottið þessi réttur í hug? Nei allt í lagi, kannski ekki alveg í smáatriðum en engu að síður stakk þetta litla ljós upp á því við úfna móður sína í búðinni seinnipartinn þennan föstudag. ”Mamma eldum bara kjúklingabringur” Og það varð auðvitað úr. Alltaf hægt að gera eitthvað stórkostlega gott og skemmtilegt við það hráefni. Samt alveg merkilegt hvað það var mikill mánudagsfílingur í mér þennan föstudaginn.. sem sennilega er vegna þessara blessuðu kærkomnu frídaga í miðri viku. Skemmtilegur ruglingur á rútínu sem svoleiðis frídagar gefa manni.

Þessir réttur er virkilega bragðmikill og góður. Sveppir og beikon passa alltaf svo vel saman og bragðið af timían og sítrónu smellur alltaf. Klassísk samsetning. Virkilega gaman að bera réttinn fram á fallegu fati með stökku beikoninu stráðu yfir og saxaðri ferskri steinselju.

min_IMG_2235Timían kjúklingur með beikoni og sveppum (fyrir 4):

  • 4 kjúklingabringur
  • 2 bakkar Flúðasveppir
  • 1 bréf beikon (lítið)
  • 2 dl hvítvín (má sleppa og nota meira kjúklingasoð)
  • Safi úr 1/2 – 1 sítrónu (fer eftir stærð, ég notaði bara 1/2)
  • 3 dl kjúklingasoð (vatn+kjúklingakraftur)
  • 3 msk rjómi
  • Salt, pipar og þurrkað eða ferskt timían
  • Smávegis af ferskri steinselju

Aðferð: Byrjið á að kljúfa kjúklingabringurnar í tvennt eftir endilöngu á þykktina og berjið þær svo með kjöthamri eða botni á potti þannig að þær þynnist aðeins. Kryddið með salti, pipar og timían. Skerið beikonið í litla bita og sveppina í frekar stóra bita. Hitið pönnu við háan hita og steikið beikonið þar til það verður stökkt. Takið það af pönnunni og færið á eldhúspappír. Page_1Steikið því næst kjúklinginn þar til hann er nánast alveg fulleldaður. Takið hann þá af pönnunni og geymið á diski.Page_2 Hækkið hitann, setjið smá smjör eða olíu á pönnuna og steikið sveppina þar til þeir hafa brúnast vel. min_IMG_2230Kryddið með salti, pipar og timían. Þegar sveppirnir hafa brúnast vel. Hellið þá hvítvíni á pönnuna og leyfið því að sjóða aðeins niður, tekur ca. 1-2 mínútur. min_IMG_2231Bætið þá kjúklingasoðinu og sítrónusafanum á pönnuna ásamt rjómanum. Leyfið þessu að sjóða aðeins niður og smakkið til með salti og pipar. Leggið því næst kjúklinginn á pönnuna og látið hann hitna í gegn í sveppasósunni. Þegar kjúklingabringurnar eru heitar í gegn raðið þeim þá á fat og hellið sveppasósunni yfir. min_IMG_2237Stráið því næst stökku beikoninu og steinseljunni yfir og berið fram t.d með einföldu salati. min_IMG_2249

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Einfaldir kjúklingaréttir, Góðir kjúklingaréttir, Góður kjúklingaréttur, Kjúklingabringur með beikoni og sveppum, Kjúklingabringur með sveppum, Kjúklingabringur uppskrift, Kjúklingaréttir, Kjúklingur með beikoni

Previous Post: « Gróf ostarúnstykki
Next Post: Einfalt sumarsalat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti »

Reader Interactions

Comments

  1. Jokka Páls

    maí 10, 2013 at 20:02

    Þetta tókst ótrúlega vel hjá mér. Takk kærlega fyrir frábæra kokkamennsku 🙂

    Svara
    • helenagunnarsd

      maí 16, 2013 at 18:59

      Frábært Jókka! Gaman að vita og verði þér að góðu 🙂

      Svara
  2. Erla Steingríms

    apríl 20, 2014 at 10:17

    Frábær réttur, annað skipti sem ég elda hann, algjört æði 🙂

    Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme