• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Grænmetis bolognese með mascarpone

maí 28, 2013 by helenagunnarsd Leave a Comment

min_IMG_2664Það hefur lengi verið á framkvæmdarlistanum hjá mér að deila þessari uppskrift að bolognese sósu með ykkur. Ég sá uppskriftina fyrst fyrir nokkrum árum í ítölskum matreiðsluþætti á Food network þar sem hún Giada De Laurentiis töfraði fram, að mér fannst, alveg óendanlega girnilega bolognese sósu sem var eingöngu búin til úr grænmeti. Þetta var á því tímabili hjá mér þar sem ég var hálf afhuga nautahakki og hefðbundið bolognese var því ekki ofarlega á óskalistanum hjá mér. Það tímabil er nú reyndar liðið að mestu en ég slæ hendinni þó aldrei á móti góðum grænmetisrétti og gæti vel látið kjötmeti alveg í friði í lengri tíma án þess að sakna þess mikið. Þessi sósa er líka þeim eiginleikum gædd að krakkar borða hana með bestu lyst og gera sér enga grein fyrir magninu af grænmeti sem þau eru að borða. Það er alltaf kostur í mínum bókum!

Ég hripaði á sínum tíma niður á miða það sem ég mundi úr þessum matreiðsluþætti og hef síðan stuðst við það en geri nú alveg einhverjar breytingar í hvert skipti sem ég elda þennan rétt, það fer svolítið eftir því hvað er til í ísskápnum. Ég myndi þó segja að rauð paprika, laukur, gulrætur og sveppir væru alveg nauðsynleg. Öðru má bæta við eftir smekk eða eftir því sem til er í hvert skipti. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekkert mál að gera grænmetis bolognese úr allskonar grænmeti. Þessi sósa er samt alveg sér á báti, ótrúlega matarmikil og bragðgóð og eiginlega þannig að ég er handviss um fólk átti sig varla á því að það er ekki kjöt í henni.

min_IMG_2671Grænmetis bolognese:

  • 2 rauðar paprikur
  • 3-4 gulrætur
  • 1 laukur
  • 4-5 hvítlauksrif
  • 1 bakki sveppir
  • 1 tsk rósmarín
  • 3 msk ólífuolía
  • 2 msk tómatpaste
  • 1 glas rauðvín (ca.2 dl)
  • Þurrkað óreganó og steinselja (ca. 1 tsk af hvoru)
  • 2 msk mascarpone ostur (eða venjulegur hreinn rjómaostur)
  • 2 tómatar gróft saxaðir (má sleppa)
  • 1 dl vatn og 1/2 grænmetisteningur
  • Salt, pipar og nýrifinn parmesan ostur

Aðferð:

Skerið paprikuna, laukinn, helminginn af sveppunum (eða alla ef þið vijið ekki hafa bita í sósunni) og hvítlaukinn gróft niður. min_IMG_2640Setjið í matvinnsluvél ásamt rósmarín og látið vélina ganga þar til grænmetið er allt smátt saxað. min_IMG_2643Hitið olíu á pönnu og látið grænmetismaukið krauma á pönnunni í 5 mínútur. min_IMG_2644Bætið þá útí tómatpaste og steikið aðeins áfram. min_IMG_2648Setjið sveppina þá samanvið og leyfið þeim aðeins að steikjast. min_IMG_2650Hellið þá rauðvíninu út á ásamt vatni og grænmetistening og leyfið þessu að sjóða aðeins niður. min_IMG_2651Kryddið til með þurrkuðu oregano og steinseljumin_IMG_2653Setjið þá mascarpone ostinn útí og látið hann bráðna saman við sósuna. min_IMG_2659Bætið gróft skornum tómötum saman við og smakkið til með salti, pipar og parmesan osti. min_IMG_2661Berið fram með salati, taglietelle og nýrifnum parmesan osti. min_IMG_2667

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: bolognese, Grænmetisréttur

Previous Post: « Halloumi salat með chilli og jarðarberjum
Next Post: Estragon kjúklingur með mango chutney og dijon sinnepi »

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme