Estragon kjúklingur með mango chutney og dijon sinnepi

min_IMG_2686Í dag er stutt færsla og stutt uppskrift í stíl. Þrátt fyrir það er ég alveg ægilega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur þar sem þetta er einhver besti kjúklingaréttur sem ég hef lengi smakkað. Svo er hann líka alveg einstaklega fljótlegur. Ætli það taki ekki um fimm mínútur að undirbúa hann og svo dansar hann bara alveg sjálfur í ofninum þar til hann er eldaður í gegn. Dijon sinnep er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef ósjaldan deilt hér uppskriftum með því þar sem ég nota það talsvert mikið í matargerð. Það koma reyndar oft svona tímabil hjá mér varðandi hvaða hráefni ég nota mest og svei mér þá ef það er ekki bara dijon sinnep tímabil núna. Þetta er eiginlega hálfgert leynivopn þegar kemur að matargerð og oft nóg að nota bara agnarlítið af góðu dijon sinnepi til að breyta miklu. Sósan með þessum rétti er alveg ofboðslega góð og ég mæli alveg með því að jafnvel tvöfalda magnið sem fer í hana, sérstaklega ef þið eruð með hrísgrjón með réttinum. Þið verðið að prófa þessa!

min_IMG_2687
Estragon kjúklingabringur með mango chutney og dijon sinnepi (fyrir 3):
 • 3 kjúklingabringur
 • 3 msk dijon sinnep
 • 3 msk sætt mango chutney
 • 1 msk rauðvínsedik (má sleppa eða nota t.d 1 msk sítrónusafa)
 • 1 tsk þurrkað estragon + aðeins meira til að strá yfir

Aðferð:

Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót. min_IMG_2675Hrærið saman sinnep, mango chutney, rauðvínsedik og estragon, hellið yfir bringurnar og veltið þeim upp úr sósunni. min_IMG_2676Stráið dálitlu af þurrkuðu estragoni yfir að lokum og bakið í 25 – 30 mínútur. min_IMG_2678Berið fram t.d með steiktu brokkolíi og hrísgrjónum. min_IMG_2681

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Estragon kjúklingur með mango chutney og dijon sinnepi

 1. Geggjað góður kjúlli – sló í gegn í matarboði hjá mér. Verð sko pottþétt með hann aftur. Ótrúlega einfaldur en mjög bragðgóður!

  Líkar við

 2. Mjog godur kjulla rettur! Eg setti 1 dl af nymjolk og 2 dl af matreidulurjoma til ad gera meiri sosu. Mjog gott. Einnig sett eg 2 raud epli i fatid og bakadi med. Mjog godur matur, takk fyrir 🙂

  Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s