Þessar bollakökur eru fljótlegri en margar aðrar bollakökur að því leyti að það þarf hvorki hrærivél né rafmagnsþeytara né mjúkt smjör eða brætt smjör eða annað dúllerí til að búa þær til. Öllu er einfaldlega skutlað í skál, hrært saman með písk og deigið er tilbúið. Uppskriftina fann ég á sínum tíma á síðunni hennar Mörthu Stewart og hef notað hana nokkuð oft síðan. Þetta er alveg upplögð uppskrift að nota þegar maður vill leyfa krökkum að spreyta sig við baksturinn þar sem hún er bæði einföld og fljótgerð.
Fljótlegu bollakökurnar með súkkulaðikremi (18-20 kökur):
- 3/4 bolli kakóduft
- 1 1/2 bolli hveiti eða fínmalað spelt
- 1 bolli sykur
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 2 egg
- 3/4 bolli heitt vatn
- 3/4 bolli súrmjólk, ab mjólk eða hrein jógúrt
- 3 msk bragðlítil matarolía
- 2 tsk vanilluextractSúkkulaðikrem:
Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hrærið öllum þurrefnunum saman með písk. Bætið restinni út í og hrærið saman þar til deigið er komið saman. Gætið þess þó að hræra ekki of lengi. Skiptið deiginu í 18-20 pappírsklædd bollakökuform og bakið í 20 mínútur. Kælið.
Krem: Bræðið súkkulaðið við afar vægan hita í potti, yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Þeytið mjúkt smjörið þar til ljóst og létt, bætið flórsykri og vanillu saman við og þeytið vel saman, 2-3 mínútur. Hellið kældu bræddu súkkulaðinu saman við og þeytið saman þar til vel samlagað. Bætið mjólk saman við ef ykkur finnst kremið of þykkt, 1-2 msk eftir smekk. Setjið í sprautupoka og sprautið á kældar kökurnar eða smyrjið á með hníf.
Tanja
Mmmm girnilegt en hvernig nærðu kreminu svona fallegu, hvernig sprautu notarðu? Knús Tanja
helenagunnarsd
Ég fór í Allt í köku og keypti mér sprautupoka og stút frá Wilton nr. 2D. Alls ekki dýrt eða flókið en útkoman verður svo ofsalega fín 🙂
Íris
Hlakka til að prófa þessa!
Verð líka að spyrja hvar fékkstu þessa skál sem sést þarna á myndunum?
helenagunnarsd
Mæli með þeim! En skálina fallegu fékk ég í Púkó og smart í vetur, veit ekki hvort þær fáist þar ennþá. En falleg er hún og ég nota hana mjög mikið.. 🙂
Kær kveðja, Helena