• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Gamaldags jógúrt muffins með súkkulaði

júlí 17, 2014 by helenagunnarsd 2 Comments

min_IMG_6119Stutt færsla í dag með gamalli og sívinsælli uppskrift. Ég hef lítið gefið mér tíma til að blogga undanfarið enda sumarfrí að bresta á og rútínan fokin út í veður og vind. Það er líka ágætt að taka sér smá hlé frá hinu daglega amstri og safna sér innblæstri og hugmyndum. Þessar ákaflega góðu og vinsælu muffins hafa líklega verið á kaffiborðum flestra Íslendinga á einhverjum tímapunkti. Uppskriftina hef ég átt lengi og man svei mér þá ekki hvaðan hún kemur upphaflega, en góð er hún. Það er alveg gráupplagt að baka þessar fyrir ferðalög þar sem þær geymast vel, pakkast vel og þægilegt að grípa í fyrir litla svanga munna sem kunna vel að meta einfalt og gott bakkelsi. min_IMG_6117

Gamaldags jógúrt muffins með súkkulaði (gerir um 24 muffins):

  • 3 egg
  • 3 dl púðursykur
  • 2 tsk vanilluextract
  • 2,5 dl karamellujógúrt (líka hægt að nota hreina- eða t.d.kaffijógúrt)
  • 200 gr brætt smjör
  • 6 dl hveiti eða fínmalað spelt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 200 gr saxað suðusúkkulaðimin_IMG_6113

Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri. Þeytið egg, sykur og vanillu þar til ljóst og létt. Hellið bræddu smjörinu rólega saman við ásamt jógúrtinu. Setjið svo hveitið saman við og hrærið þar til það er rétt svo komið saman við. Bætið söxuðu súkkulaðinu út í og hrærið varlega með sleikju þar til allt er komið saman. Setjið deigið í pappírsklædd álmuffinsform og bakið í 20-25 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.min_IMG_6115

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Baka fyrir útileguna, Bakstur fyrir börn, Bakstur fyrir ferðalög, hugmyndir að nesti, Jógúrt möffins, Jógúrt muffins, Kaffijógúrt muffins, Möffins með kaffijógúrt, Möffins uppskrift

Previous Post: « Kryddaðar bleikju tacos með stökku hrásalati og límónu sósu
Next Post: Poulet roti au vin rouge – Kjúklingur í rauðvínssósu »

Reader Interactions

Comments

  1. Ingibjörg

    júlí 14, 2020 at 07:16

    Þessar hef ég oft bakað. Mínar uppáhalds

    Svara
    • helenagunnarsd

      júlí 18, 2020 at 18:27

      En gaman að vita 🙂

      Svara

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme