Poulet roti au vin rouge – Kjúklingur í rauðvínssósu

min_IMG_6305Við höfum verið í fríi undanfarna daga og þvælst um Norðurlandið í sól og blíðu. Eins endurnærandi og dásamlegt það er að komast í frí þá elska ég að koma heim aftur og stússast í eldhúsinu. photo-23Lesefnið í mínum fríum snýst lang oftast um mat og ég veit fátt notalegra en að glugga í matreiðslutímaritum eða bókum og sækja mér innblástur og hugmyndir að einhverju nýju til að prófa. Ég nældi mér í eintak af hinni dásamlegu bók Rachel Khoo: My little french kitchen í Eymundsson á Akureyri og lét mig dreyma um franska eldamennsku og rauðvínsglas þegar heim yrði komið. Þessi kjúklingaréttur varð fyrir valinu að þessu sinni og mikið óskaplega var hann góður! Ég mæli eindregið með því að þið prófið réttinn, þetta er heiðarlegur, franskur sveitamatur eins og hann gerist bestur. Það er upplagt að opna rauðvínsflösku, nota part af henni í réttin og gæða sér svo á restinni með matnum. Þetta er kannski ekki sumarlegasti matur sem til er, en hann er bara svo dásamlega góður og hlýjar inn að hjartarótum.

min_IMG_6297Lítillega tilfærð uppskrift úr bókinni: My little French kitchen eftir Rachel Khoo

 • 1 kjúklingur hlutaður niður í 8 bita (líka hægt að nota t.d 8 kjúklingalæri á beini)
 • 150 ml rauðvín
 • 100 ml rauðvínsedik
 • 4 msk tómatpaste
 • 1 msk hunang
 • 2 marin hvítlauksrif
 • 3 stilkar ferskt timían eða 1 tsk þurrkað
 • 1 msk saxað ferskt rósmarín eða 1 tsk þurrkað
 • Gróft sjávarsalt og nýmalaður pipar
 • 500 gr kartöflur, skornar í litla bita
 • 3-4 gulrætur skornar í mjóar lengjur
 • 1 msk ólífuolía

Aðferð: Hrærið saman rauðvíni, rauðvínsediki, tómatpaste, hvítlauk, hunangi, kryddi og smá salti og pipar. Hlutið kjúklinginn niður og kryddið alla bitana vel með salti og pipar. Setjið kjúklinginn t.d í plastpoka eða skál og hellið rauðvínsmarineringunni yfir. Blandið vel saman og geymið í ísskáp í 30 mínútur eða yfir nótt. (Ég marineraði kjúllann í 4 klst og það virkaði vel).

Hitið ofn í 200 gráður eða 180 gráður með blæstri. Leggið kartöflubitana og gulræturnar í eldfast mót, hellið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í 15 mínútur. Takið þá út og raðið kjúklingabitunum yfir og hellið marineringunni yfir allt saman. Setjið álpappír yfir eldfasta mótið og bakið í 30 mínútur. Takið álpappírinn þá af og bakið áfram í 15 mínútur. Stráið dálitlu af ferskri steinselju yfir áður en rétturinn er borinn fram. min_IMG_6313

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s