• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Eldhúsperlur logo

  • Uppskriftir
    • Allar færslur
  • Innblástur
  • Um síðuna
  • Navigation Menu: Social Icons

    • Facebook
    • Instagram
    • Pinterest
    • RSS
    • Snapchat
    • Twitter

Eplakaka með karamellusósu

nóvember 21, 2012 by helenagunnarsd 5 Comments

Æðisleg eplakaka úr bókinni Af bestu lyst I með smá karamellutwisti. Ég prófaði hana í boði þar sem ungir jafnt sem aldnir voru hæst ánægðir. Þessi kaka hefur oft verið bökuð í fjölskyldunni við hin ýmsu tilefni og alltaf verið jafn vinsæl, eins og reyndar margt annað úr þessari góðu matreiðslubók. Það er smá marsipan í kökunni sem gerir hana sparilega en því má vel sleppa. Ég set líka í hana kanil sem mér finnst ómissandi í eplakökum. Ég get þó fullyrt að jafnvel marsipan-fælur kunna að meta þessa köku.

Ég er vön að nota alltaf hrásykur, spelt og vínsteinslyftiduft í minn bakstur, einfaldlega því mér finnst það betra á bragðið og betra hráefni en mikið unnið hvítt hveiti, hvítur sykur og venjulegt lyftiduft sem einhver sagði mér að innihéldi ál. Það hljómar ekki vel í mínum eyrum. Það er þó nokkuð ljóst að þessi kaka eins og kökur almennt er engin heilsufæða og mér dytti ekki í hug að halda því fram. Mér finnst betra að baka aðeins sjaldnar og get því leyft mér að nota aðeins betra hráefni og útkoman verður oftast mjög góð.

Eplakaka með karamellusósu – breytt uppskrift úr bókinni Af bestu lyst

  • 300 grömm epli (skorin og flysjuð 
  • 1 msk hrásykur
  • 1 msk spelt
  • 1 tsk kanill

Eplin flysjuð, skorin í bita og blandað saman við sykurinn, speltið og kanilinn. Sett til hliðar.

  • 3 egg
  • 2 dl hrásykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 1.5 dl bragðlítil matarolía
  • 2 dl spelti (eða bara hveiti)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða 1 tsk venjulegt lyftiduft)
  • 100 grömm marsipan
  • 1 eggjahvíta

Hrærið saman egg, sykur, vanillu og olíu þar til ljóst og létt. Blandið speltinu og lyftiduftinu saman við. Setjið í smurt lausbotna kökuform eða hringlaga form með gati í miðjunni. Dreifið eplunum yfir deigið.

Hrærið saman marsipan og eggjahvítu og setjið yfir kökuna.

Bakið í miðjum ofni við 175 gráður í um það bil 40 – 45 mínútur.

Karamellusósan setur algjörlega punktinn yfir i-ið 😉 Upplagt að gera hana meðan kakan bakast.

  • 50 grömm smjör
  • 50 grömm púðursykur
  • 1/2 tsk vanilluextract
  • 1/4 tsk gróft salt t.d maldon
  • 1/2 dl rjómi

Öllu blandað saman í potti og látið malla við meðalhita í ca. 5 mínútur.

Þegar kakan er tilbúin er ágætt að láta bæði kökuna og karamellusósuna kólna í hálftíma áður en sósunni er hellt yfir.

Filed Under: Eldhúsperlur Tagged With: Besta eplakakan, eftirréttur, Eplakaka, eplakaka með marsipani, Karamellusósa

Next Post: Magnaðir mánudagar »

Reader Interactions

Comments

  1. Helga Ottósdóttir (mamma)

    nóvember 21, 2012 at 22:41

    Elsku Helena mín.
    Til hamingju með síðuna, það var kominn tími til að koma þessu á koppinn. 🙂
    Ég veit þú átt mikið af góðu efni til að birta hér. Kv. Mamma.

    Svara
  2. Harpa

    nóvember 22, 2012 at 09:18

    Mér líst rosalega vel á þessa síðu!! …klárt mál að ég mun koma reglulega hingað inn 🙂

    Svara
  3. Íris Baldursdóttir

    nóvember 22, 2012 at 09:29

    Flott síða Helena! Ég hlakka til að fylgjast með því sem þú munt kynna á síðunni. Er strax komin með nánast ómótstæðilega löngun í eplaköku 😉

    Svara
  4. Guðrún Þórbjarnardóttir

    mars 8, 2013 at 18:01

    Til hamingju með síðuna Helena. Ég hef gaman að fylgjast með henni. Þessa eplaköku ætla ég að prófa. Kveðja

    Svara

Trackbacks

  1. Kornflex terta með bananarjóma og saltri karamellusósu | Eldhúsperlur skrifar:
    apríl 14, 2014 kl. 18:43

    […] 1 dl góð karamellusósa (t.d þessi hérna eða keypt úr […]

    Svara

Skildu eftir svar við Íris Baldursdóttir Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Instagram

Fylgdu mér!

Hafðu samband

Sendu mér tölvupóst!

Nýlegar færslur

  • Dökk og dúnmjúk skúffukaka með smjörkremi
  • Peruterta
  • Hægeldaðir lambaleggir í rauðvínssósu
  • Möndluterta með vanillukremi og jarðarberjum
  • Vatnsdeigsbollur 101
sjá allar færslur

Færslusafn

  • september 2023
  • mars 2023
  • maí 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • júní 2021
  • desember 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • nóvember 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • júlí 2018
  • maí 2017
  • nóvember 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • mars 2015
  • janúar 2015
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
save 20% at feastdesignco.com

Footer

Instagram did not return a 200.
sjá allar færslur

Copyright © 2025 Eldhúsperlur on the Foodie Pro Theme