Bláberja og banana muffins

ImageMér fannst alveg upplagt að gera þessar bláberja banana muffins seinnipartinn í dag með stráknum mínum. Rigning, þoka og mánudagur og ég veit ekki um betra tækifæri en einmitt á svoleiðis dögum en að baka smotterí og leyfa litla manninum að taka þátt. Þessar muffins eru mjög einfaldar svo krakkar geta alveg tekið þátt í bakstrinum. Auk þess eru þær bara frekar lítið óhollar.. 🙂 Allavega er lítill sykur í þeim og það er alltaf plús þegar kemur að bakstri fyrir börn í mínum bókum. Svo luma ég enn á nokkrum pokum í frystinum af aðalbláberjum síðan í haust og finnst nú ekki ónýtt að nota þau í svona fínerí. Uppskriftin gefur um það bil 18 muffins og ég baka þær í pappírsklæddum muffinsformum. Það er upplagt að frysta helminginn en þær geymast í 2-3 daga ófrystar. Þær eru mjúkar og mjög góðar með smá kanilbragði sem gerir gæfumuninn.

Uppskrift:

 • 2 vel þroskaðir bananar, stappaðir
 • 2 egg
 • 1 dl hrásykur
 • 1/2 dl olía (hvaða olía sem er, t.d kókos eða ólífu)
 • 2 dl hrein jógúrt (hér má líka nota ab mjólk eða jafnvel sýrðan rjóma)
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk vanilluextract
 • Salt á hnífsoddi
 • 5 dl spelt
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 2 dl frosin bláberImage

Aðferð:

Ofn hitaður í 170 gráður með blæstri. Stöppuðum bönunum, eggjum, jógúrti, olíu, sykri, vanillu og kanil blandað vel saman með sleif. Spelt, lyftiduft, matarsóda og salti blandað saman, bætt út í og rétt blandað saman, ekki hræra of mikið. Bláberjum hrært létt saman við. Sett í muffinsform og bakað í 20 mínútur.

IMG_1406

Image

 Þessir litlu puttar áttu frekar erfitt með að bíða eftir að þær kólnuðu en biðin var þess virði 🙂 Verði ykkur að góðu !

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Bláberja og banana muffins

 1. Bakvísun: Nokkrar páskahugmyndir | Eldhúsperlur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s