Nokkrar páskahugmyndir

Page_1Ég er svo nýfarin að búa (finnst mér), að við höfum einhvernveginn ekki náð að skapa neinar sérstakar páskahefðir ennþá. Nema bara að eiga gott frí og hafa það dásamlegt. Það er aldrei flókið. Kannski er það nú þannig bara hjá flestum. Páskarnir eru alltaf misjafnir, stundum í bænum, stundum í sumarbústað, matarboð hér og hvar og bara svona eftir hendinni. Mér finnst það líka bara ágætt. Ég er því ekkert farin að undirbúa neinn sérstakan páskamat því ég hef frekar óljósa hugmynd um hvar eða með hverjum við munum borða yfir hátíðina. Ég reikna samt fastlega með því að elda eitthvað heima og þá verður örugglega einhverskonar lamb fyrir valinu. Er alltaf að komast að því betur og betur hvað lambakjöt er í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars luma ég líka á íslenskum nautalundum í frystinum sem ég hef hug á að nota í eitthvað gómsætt. Reyndar er ég alveg ákveðin í að útbúa þessa dásamlegu súkkulaðimús einhverntímann yfir hátíðina. Hún kemur í stað páskaeggs sem ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af. Svo finnst mér einhvernveginn tilheyra svolítið páskunum að vera með bröns.

En nóg um það. Ég ætla að rifja hérna upp nokkra uppáhaldsrétti sem gætu sómt sér vel á páskaborðinu, hvenær dags sem er. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég nánast tárast þegar ég sé myndirnar við suma réttina sem teknar voru á aðeins of lélega myndavél í svartasta skammdeginu snemma í vetur við glötuð birtuskilyrði. En við hörkum bara af okkur, það eru nú einu sinni að koma páskar!

– Aðalréttir –

Marineraðar lambakótilettur með hasselback kartöflum og grísku salatiSlide1

Fyllt kalkúnabringa

IMG_1122

Heill ofnbakaður kjúklingur með sítrónu og hvítlauk

IMG_0677

Rauðspretturúllur

IMG_0622

 Kjötbollur í mildri chilli rjómasósu

IMG_0930

– Eftirréttir –

Einföld súkkulaðimús
IMG_0213

Brúnkur NigelluIMG_0144Súkkulaðibollakökur með súkkulaði ganache á tvo veguIMG_1378

– Á bröns borðið –

Bestu skonsur í heimi
IMG_0587

Banana og bláberjamúffurIMG_1425

Sítrónumúffur með birkifræjumIMG_0428 KotasælubollurIMG_0527Brokkolíbaka með geitaosti
IMG_1080

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s