Súkkulaði eldfjöll

IMG_1727Það er nú meira vesenið stundum hvað matur getur verið dásamlega góður. Það mætti halda miðað við færslurnar hérna inni undanfarið að það eina sem við borðum séu stórsteikur, rjómasósur, súkkulaði og eftirréttir. Það er nú ekki svo en það er bara svo gaman að deila þannig góðgæti með ykkur lesendur góðir. Ég get líka alveg svarið það að mest lesnu uppskriftirnar hérna inni eru svona oftast þær sem maður ætti sannarlega ekki að borða daglega. En mikið finnst mér alltaf gaman að sjá hversu margir eru að lesa síðuna. Dag frá degi eykst heimsóknarfjöldinn og ég hefði aldrei trúað því þegar ég byrjaði á þessu fyrr í vetur, hversu gaman þetta væri. Þó ég hafi vissulega leytt hugann að því lengi að setja uppskriftirnar mína upp á einhverja svona síðu grunaði mig aldrei að einhverjir myndu lesa þetta nema ég og svona tveir aðrir (mamma og hugsanlega maðurinn minn). En svona getur þetta nú verið skemmtilegt og ég verð alltaf jafn glöð og hissa að sjá hversu margir skoða og það sem gleður mig mest er að fá send skilaboð frá ókunnugu fólki sem hefur prófað uppskriftirnar og vill þakka fyrir sig. Það er svo gaman að ég roðna bara við tilhugsunina.

Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af súkkulaði eldfjöllum sem eru nú alveg óþarflega gómsæt. Ég var með þetta í eftirrétt í gærkvöldi, systir mín og mágur komu mat og við elduðum ekta beef Wellington sem er innbökuð nautalund. Ég set þá uppskrift sannarlega hingað inn næstu daga. En þessi súkkulaðibomba er rosalega þægilegur eftirréttur sem má undirbúa jafnvel með dags fyrirvara og skella svo í ofn rétt áður en bera á hann fram. Vá-faktorinn er mikill þegar skeiðinni er stungið í kökuna og út flæðir súkkulaðikvikan. Svo í guðanna bænum passiði að ofbaka ekki kökurnar. IMG_1722

Uppskrift (fyrir 6):

  • 200 gr dökkt súkkulaði (70%)
  • 200 gr smjör
  • 3 egg og 1 eggjarauða
  • 200 gr flórsykur
  • 1 tsk vanilluextract
  • 5 msk hveiti (75 grömm)
  • 1/8 tsk vínsteinslyftiduft (cream of tartar)
  • 1/2 tsk fínmalað sjávarsalt

Aðferð: Ofn hitaður í 200 gráður, ekki með blæstri. Bræðið smjör og súkkulaði í potti við vægan hita. Takið af hitanum og leyfið að kólna. Þeytið saman egg, flórsykur og vanilluextract þar til létt og ljóst. Sigtið saman hveitið, vínsteinslyftiduftið og saltið. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við eggin og hrærið vel saman. Hellið hveitblöndunni svo út í og blandið vel saman. Skiptið deiginu í 6 lítil suffléform eða hellið um það bil 1 dl af deiginu í 12 álmuffinsform sem hafa verið smurð og bökunarpappír settur upp með hliðunum. Þá eru tvær kökur á mann.

Ef bakað í 12 muffinsformum tekur um 10 mínútur að baka kökurnar. Ef kökurnar eru bakaðar í 6 suffléformum er bökunartíminn um 12 mínútur. Þær eiga að vera blautar í miðjunni. Tíminn getur þó verið mismunandi milli ofna svo ég mæli eiginlega með að prófa eina köku áður en þið bakið allt saman og finnið út hver er passlegur tími í ykkar ofni. Deigið má líka útbúa daginn áður eða nokkrum klukkutímum áður, kæla í formunum en passa þá að bæta um 2 mínútum við bökunartímann. IMG_1730

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Súkkulaði eldfjöll

  1. Bakvísun: Sætur endir og jólakveðja.. | Eldhúsperlur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s